Skip to main content
  • Þórbergssetur

  • Steinninn í hlaðinu

  • Andlit skáldsins

  • Sólsetur

  • Jökulsárlón

  • Bókaveggurinn

  • Norðurljós yfir Hala

  • Demantsströnd

  • Textar á sýningu

  • Á flugi yfir jökulsporðinum

LATRADU

ESPERANTO VEFUR


Tripadvisor


Facebook

Menningarsetur reist til minningar um Þórberg Þórðarson rithöfund.

Um safnið

Þórbergssetur  er opið alla daga frá 1. febrúar 2024 kl 9 - 21 

Verð á sýningar er krónur 1500, en 1200 fyrir hópa sem eru 10 manns og fleiri

Sýningar

Í Þórbergssetri eru sýningar helgaðar sögu Suðursveitar og lífi og verkum Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar.

Allir velkomnir í Þórbergssetur.

Veitingar

Veitingahús og safn er opið til loka nóvember 2023 
Sérstök dagskrá fyrir hópa ef óskað er.

Vinsamlega pantið í síma 478 1078/ 867 2900 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Upplestur Ragnheiðar Steindórsdóttur

 

ragnheiðurEins og fjallað hefur verið um hér á síðunni áður var haldin bókmenntahátið á Þórbergssetri þann 11. mars en 130 ár eru liðin frá fæðingu Þórbergs. Þann sama dag og steininn úr klettunum gerðist sjálfstæður einstaklingur og tillti sér á veginn fyrir neðan Sléttaleiti. Þessi atburður setti hátíðina í stærra samhengi og dulmagnaðra. Á hátíðinni las Ragnheiður Steindórsdóttir einmitt kafla úr Steinarnir tala þar sem Bergur litli veltir fyrir sér náttúru steinanna sem hann taldi vera mest lifandi af öllum „dauðum hlutum“. Hér má nú hlýða á þennan frábæra upplestur Upplestur Ragnheiðar.

 

Höfðingleg gjöf

gjöf1Heiðurshjónin Jakob Yngvason og Guðrún Kvaran færðu Þórbergssetri veglega gjöf í heimsókn sinni þann 17. júli síðastliðinn.

Gjöf þessi samanstendur af munum úr eigu móðurafa Jakobs Yngvasonar, skáldsins, málfræðingsins og kennarans Jakobs Jóhannessonar Smára. Auk þess færði Guðrún safninu grein sína Söfnun Þórbergs Þórðarsonar úr mæltu máli sem birtist í tímaritinu Íslenskt mál og almenn málfræði árið 2006.

Munirnir úr eigu Jakobs Jóhannessonar Smára eru annars vegar handrit að ljóðabók eftir Þórberg sem ber þann forvitnilega titil Heilir skósólar og hins vegar ljóð Þórbergs sem hann sendi vini sínum á póstkortum í tilefni jóla og áramóta.

Lesa meira

Ólafsmessutónleikar

tónleikarHinir árlegu Ólafsmessutónleikar verða  í Kálfafellsstaðarkirkju sunnudagskvöldið 29. júlí næstkomandi.  

Ólafur helgi Noregskonungur féll í bardaga á Stiklastöðum í Noregi 29. júlí 1030 og er  Ólafsmessa á sumri helguð þessum atburði. Samverustundin er helguð gömlum sögnum tengdum Ólafi en hann var verndardýrlingur kirkjunnar á Kálfafellsstað. Að lokinni helgistund verður rifjuð upp gömul þjóðsaga um völvuna á Kálfafellsstað sem var systir Ólafs helga og lesin saga um líkneski af honum sem gefið var til kirkjunnar upp úr aldamótunum 1700 til að  hnekkja álögum völvunnar á staðnum.  Líkneski þetta er varðveitt í Þjóðminjasafninu.

Lesin er frásaga Kristjáns Eldjárns af líkneskinu, að lestri loknum hefjast tónleikarnir og standa í um klukkustund. Á eftir er farið í heimsókn að Völvuleiðinu við Hellakletta og Fjölnir Torfason á Hala segir frá gömlum sögum er tengjast staðnum. Einnig sýnir hann áþreifanlega muni frá Kálfafellsstað sem varðveist hafa og sanna mátt völvunnar og áhrif hennar á lífið í Suðursveit allt fram á okkar daga.

 

Lesa meira

Ferðalag steinsins

kv038„Kannski er það sona með steininn í skriðunni. Það gæti alveg eins verið. Ég hef aldrei fundið ból eftir hann, og þó er ég áreiðanlega búinn að glápa eftir því hundrað sinnum. O þá veit hann ennþá meira en ég hélt, því steinar, sem standa út af fyrir sig, geta séð það, sem gerist allt í kringum þá. En steinar, sem eru bundnir í klettabelti, sjá aðeins fram fyrir sig. Hann getur samt verið miljón ára gamall, fyrst milljónir ára bandingi í klettabelti, so hundruð eða eða þúsundir ára sjálfstæð vera á kettarák eða bergbrún. Er ekki allt líf sona, fyrst eitthvað í einu lagi, svo eitt sér? So aftu í einu lagi?“ (Í Suðursveit, bls. 158).

 

 

 

Lesa meira

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 4587
Gestir á þessu ári: ... 29588