Sléttaleiti - nú í eyði - örnefni

Stefán Einarsson skrifar:

Heimildarmaður:  Steinþór Þórðarson

Á átjándu öld byggðist Sléttaleiti frá Steinum, sem þá fóru í eyði vegna ágangs Steinavatna(1). En nú er Sléttaleiti enn í eyði.
Sléttaleiti skilst mér rétt ei heiti;
betur færi, að Brattahlíð
bærinn nefndist sína tíð.


Ort í Suðursveit. Oddný á Gerði orti Formannavísur um Suðursveitunga, og líka var til bragur um bændur í sveitinni.
Vísa um Benedikt á Hala:
Hala byggir hann,
þótt ríði mikið blindfullur á Báleygs kvon.
Benedikt er Þorleifsson.

Lesa meira

Fell - örnefni

Stefán Einarsson prófessor:

Heimildarmaður:  Þorsteinn Guðmundsson, bóndi á Reynivöllum

23.  júlí 1961

 

Breiðá(1) er fyrir vestan landamerkin. Oftast rann hún fram miðja Breiðáraura(2), en 1946 austur undir Nýgræðum(3), þar sem sýnt er á korti Ameríkana. Nú rennur hún vestur í Fjallsá(4) og þar til sjávar. Landamerki milli Fells og Breiðamerkur(Breiðár) eru lína úr vörðu á sandinum fram við sjó um Hálfdánaröldu(5) í Kaplaklif(6) í  Máfabyggðum(7). Hálfdanaralda er jökulalda. Þar við drukknaði maður, Hálfdan, í lóni um eða eftir aldamót síðustu. Nýgræðnakvíslar(8)spretta úr jökli og renna nálægt landamærunum í Breiðárlón(9) og -ós(10).

Lesa meira

Breiðabólsstaður - örnefni

Stefán Einarsson, prófessor:
Heimildarmaður: Steinþór Þórðarson, bóndi.
Landamerki milli Reynivalla og Breiðabólstaðar er bein lína úr Markhólma(1) í Breiðabólstaðarlóni(2) í þúfu á Austasta-Borgarhrauni(3) og bein lína upp til jökla og suður að sjó.
Vestast í landinu er Austasta-Borgarhraun. Það dregur nafn af fjárborg, sem hefur verið hlaðin á hraunið. Austan megin Borgarhrauns eru Ytri-Mýrar(4), en Efri-Mýrar(5)ofar upp að veginum. Fyrir öllu Breiðabólstaðarlandi að sunnan liggur lón, Breiðabólstaðarlón.

Lesa meira

Reynivellir - örnefni

Stefán Einarsson prófessor:

Heimildarmaður:  Þorsteinn Guðmundsson, bóndi á Reynivöllum

23.  júlí 1961

Örnefni í túni og heimavið bæ:
Innan túngirðingar vestast er Heimaskriða(1), svo Myllutótt(2), Skrápflötur(3), dregur nafn af því,að hákallsskrápur var spýttur þarna til þurrks og notaður til skæðaskinns. Svo er Fiskagirðing vestri(4), sem til heyrði Efri-Bænum. Svo er Efsta-Lambhússenni(5), Vestri-Ekra(6), Mið-Ekra(7) og Eystri-Ekra(8). Þá er Hádegisþúfa(9). Á henni miðuðu dönsku mælingamennirnir hásuður á Reynivöllum. Þá er Árnalág(10), þá Skemmuskák(11), þá Völkuskák(12), þá Austurskákar(13), þá Kroppinbakur(14), steinn, sem oltið hefur ofan í túnið, þá annar steinn, kallaður Belgur(15), er setur fram maga.

Lesa meira

More Articles ...

  • 1
  • 2

Póstlisti

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 451
Gestir þennan mánuð: ... 8829
Gestir á þessu ári: ... 57684

Þórbergssetur - Hala, Suðursveit - 781 Höfn í Hornafirði - Sími: 478-1078 - Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Copyright © 2014. All Rights Reserved.

Fara efst