Fararefnið var andlegur arfur liðinna feðra og mæðra

Þórbergssetur á Hala í Suðursveit tók formlega til starfa 1. júlí 2006. Undirbúningur að starfsemi þess hafði þá staðið allt frá árinu 2000. Það vakti mikla furðu, ekki síst í minni heimabyggð, þegar fyrstu hugmyndir um uppbyggingu menningarseturs til heiðurs Þórbergi Þórðarsyni litu dagsins ljós og fáir skildu hvað að baki lá. Í huga okkar sem störfuðum að uppbyggingunni er Þórbergssetur hins vegar eðlilegt framhald þess menningarstarfs sem einkennt hefur sveitasamfélög á Íslandi og líf fólks í Suðursveit. Þeir bræður Þórbergur Þórðarson og Steinþór Þórðarson á Hala í Suðursveit lögðu rækt við merkilegan menningararf og skiluðu honum til okkar í formi sígildra bókmennta og einstakra sagna frá liðinni tíð.

Lesa alla greinina (pdf)

Ég skapa – þess vegna er ég - inngangur

Sá sem tekur sér fyrir hendur að gera rækilega úttekt á skrifum Þórbergs Þórðarsonar kemst fljótlega að raun um hve tröllaukið verkefnið er. Helgast það fyrst og fremst af því hversu fjölbreytileg svið skrif hans spanna. Þórbergur skrifar um sjálfan sig og sín fjölmörgu hugðarefni af ólíkum sviðum tilverunnar. Auk þess að fjalla um sjálfan sig og sjálfsverund á einkar skapandi og nýstárlegan hátt skrifar Þórbergur um annað fólk, um þjóðfélagsmál, um vestræn og austræn trúarbrögð, um spíritisma, guðspeki og jóga, um málvísindi, orðasöfnun og esperantó, um stjórnmál, hugsjónir og menningu, um mannlíf í íslenskri sveit og þéttbýli, sem og víða um heim, um þjóðtrú og hindurvitni, um íslenskar og erlendar bókmenntir og þannig mætti lengi telja.

Lesa alla greinina (pdf)

Þórbergur og ástin.

Halldóra Gunnarsdóttir mann- og kynjafræðingur:

Hvers vegna stend ég hér? Það er dálítið í anda Þórbergs að gera grein fyrir því..í raun er það algjör tilviljun eða kannski bilun. Ég veit ekkert meira um Þórberg en hver meðal Gunna. En ég á auðvitað það tromp upp í erminni að vita ALLT um ástina.

Lesa alla greinina (pdf)

Saga Þórbergs: Þroskasaga einstaklings og samfélags

Margt bendir til þess að um þessar mundir séum við að upplifa blómaskeið í íslenskri ævisagnaritun sem einkennist af ýmis konar tilraunum með ævisagnaformið sjálft. Slíkar formtilraunir hafa lengi tíðkast í sjálfsævisögum en að mínu viti hefur hið sama ekki verið uppi á teningnum innan ævisagnaritunar fyrr en undanfarin ár, með örfáum undantekningum. Það er alkunna að ævisagan hefur lengi verið ein allra vinsælasta tegund bókmennta á Íslandi, sú tegund bókmennta sem á sér stærstan lesandahóp og flestir hafa einhverja skoðun á. Lengi vel höfðu fræðimenn hins vegar lítinn áhuga á ævisögum sem rannsóknarefni (alla vega í bókmenntafræðum þar sem lengst af var litið á ævisöguna sem óæðri bókmenntategund) þó margir þeirra hafi að sjálfsögðu verið dyggir lesendur ævisagna eins og aðrir. Þetta hefur þó breyst mikið á undanförnum árum, jafnt á Íslandi sem erlendis, og í raun er hægt að tala um sprengingu á sviði æviskrifarannsókna undanfarna tvo áratugi, en tugir bóka koma nú orðið út á þessu rannsóknarsviði á hverju ári beggja vegna Atlandsála.

Lesa alla greinina (pdf)

Póstlisti

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ...
Gestir þennan mánuð: ...
Gestir á þessu ári: ...

Þórbergssetur - Hala, Suðursveit - 781 Höfn í Hornafirði - Sími: 478-1078 - Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Copyright © 2014. All Rights Reserved.

Fara efst