Skip to main content
  • Þórbergssetur

  • Steinninn í hlaðinu

  • Andlit skáldsins

  • Sólsetur

  • Jökulsárlón

  • Bókaveggurinn

  • Norðurljós yfir Hala

  • Demantsströnd

  • Textar á sýningu

  • Á flugi yfir jökulsporðinum

LATRADU

ESPERANTO VEFUR


Tripadvisor


Facebook

Menningarsetur reist til minningar um Þórberg Þórðarson rithöfund.

Um safnið

Þórbergssetur  er opið alla daga frá 1. febrúar 2024 kl 9 - 21 

Verð á sýningar er krónur 1500, en 1200 fyrir hópa sem eru 10 manns og fleiri

Sýningar

Í Þórbergssetri eru sýningar helgaðar sögu Suðursveitar og lífi og verkum Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar.

Allir velkomnir í Þórbergssetur.

Veitingar

Veitingahús og safn er opið til loka nóvember 2023 
Sérstök dagskrá fyrir hópa ef óskað er.

Vinsamlega pantið í síma 478 1078/ 867 2900 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Lesið í landið - Vinnustofa og málþing í Suðursveit 1. mars

kambstun smallLesið í landið heitir vinnustofa á vettvangi sem fer fram föstudaginn 1. mars kl. 13 í Suðursveit þar sem verbúðir voru á 16. öld í Kambstúni vestan við Hestgerðiskamb. Vinnustofunni stýrir Þuríður E. Harðardóttir, minjavörður Austurlands. Meðal þess sem kennt verður í vinnustofunni er hvernig hægt er að nýta snjallsíma til að skrásetja menningarminjar.

Eftir að vinnustofunni lýkur verður haldið lítið málþing í Þórbergssetri á Hala kl. 15. Þar mun Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar, segja frá CINE-verkefninu sem nýtur styrks úr Norðurslóðaáætlun ESB og Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur mun fjalla um fornar ferðaleiðir milli Héraðs og Suðursveitar, en Skriðuklaustur átti til forna útræði við Hálsahöfn.

Vinnustofan og málþingið eru hluti af CINE-verkefninu sem snýst um að skrá og miðla menningararfi með nýjustu tækni og margmiðlun. Gunnarsstofnun og Locatify eru íslenskir aðilar að verkefninu en með aukaaðild eru: Minjastofnun Íslands, Vatnajökulsþjóðgarður, Óbyggðasetrið og Fljótsdalshreppur. Samstarfsaðilar vegna þessara viðburða í Suðursveit eru Menningarmiðstöð Hornafjarðar og Þórbergssetur.

Nánari upplýsingar veita Þuríður E. Harðardóttir í síma 864-1451 eða netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og Skúli Björn Gunnarsson í síma 860-2985 eða netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Meðfylgjandi ljósmynd er af Kambstúni þar sem verbúðir stóðu fyrir 500 árum. Ljósm. SBG.

Haustþing Þórbergsseturs 2018

bokaveggur 800 Haustþing Þórbergsseturs verður haldið laugardaginn 27. október næstkomandi og hefst kl 11:00 fyrir hádegi.  Að þessu sinni fjallar þingið um nýjar rannsóknir á verkum Þórbergs Þórðarsonar. Fjallað verður m.a. um alþjóðleg áhrif á verk Þórbergs Þórðarsonar í gegnum esperantó, guðspeki og austurlensk fræði. Allir fyrirlesarar á málþinginu hafa unnið að rannsóknum á verkum meistara Þórbergs að undanförnu. Það má segja að núna á "næstu öld" eru fræðimenn á hinum ýmsum sviðum að skilja og skilgreina verk Þórbergs út frá menntun og alþjóðlegri þekkingu hans, þar sem hann lötraði sannarlega ekki um troðnar slóðir þeirrar aldar er hann ól aldur sinn á.

Í lok dagskrár verður farið inn á sýningar Þórbergsseturs og rabbað og skoðað, en unnið hefur verið að ýmsum endurbótum á safninu þetta sumarið.

"Hér lötra allir troðnar slóðir. Hér leggur enginn nýja vegi"

Lesa meira

Gjöf frá Skaftfellingafélaginu

skaÞórbergssetri hefur borist enn ein gjöfin. Að þessu sinni frá Skaftfellingafélaginu í Reykjavík en á sextugssafmæli Þórbergs, þann 12. mars 1959 var hann gerður að heiðursfélaga og gjöfin er skjal sem staðfestir það.

Skjalið hefur alla tíð prýtt salakynni Skaftfellingafélagsins á Laugaveginum í Reykjavík en núverandi formaður félagsins, Skúli Oddsson, lagði til að Þórbergssetur varðveitti skjalið og því hefur verið fundin staður við útganginn af sýningunni, þar sem gengið er út úr íbúðinni að Hringbraut 45. 

Anna Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar Hjaltasonar frá Hólum og  Aðalheiðar Geirsdóttur frá Reyðará afhenti skjalið í Þórbergssetri  nú á dögunum. Við færum henni  kærar þakkir fyrir komuna og alúðarþakkir til Skaftfellingafélagsins í Reykjavík fyrir góðan hug til stofnunarinnar.

 

Fyrsta kaupstaðarferð Steinþórs

Í tímaritinu Dvöl birtist, árið 1938, þessi frásögn Steinþórs Þórðarsonar (Fyrsta kaupstaðarferðin mín). Frásögnin segir frá því þegar fermingarbarnið er sent í sína fyrstu ferð til Hafnar árið 1905. Steinþór stígur yfir í heim hinna fullorðnu og ferðin markar í huga hans þáttaskil. 

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 165
Gestir þennan mánuð: ... 486
Gestir á þessu ári: ... 25488