Skip to main content
  • Þórbergssetur

  • Steinninn í hlaðinu

  • Andlit skáldsins

  • Sólsetur

  • Jökulsárlón

  • Bókaveggurinn

  • Norðurljós yfir Hala

  • Demantsströnd

  • Textar á sýningu

  • Á flugi yfir jökulsporðinum

LATRADU

ESPERANTO VEFUR


Tripadvisor


Facebook

Menningarsetur reist til minningar um Þórberg Þórðarson rithöfund.

Um safnið

Þórbergssetur  er opið alla daga frá 1. febrúar 2024 kl 9 - 21 

Verð á sýningar er krónur 1500, en 1200 fyrir hópa sem eru 10 manns og fleiri

Sýningar

Í Þórbergssetri eru sýningar helgaðar sögu Suðursveitar og lífi og verkum Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar.

Allir velkomnir í Þórbergssetur.

Veitingar

Veitingahús og safn er opið til loka nóvember 2023 
Sérstök dagskrá fyrir hópa ef óskað er.

Vinsamlega pantið í síma 478 1078/ 867 2900 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Gjöf frá Skaftfellingafélaginu

skaÞórbergssetri hefur borist enn ein gjöfin. Að þessu sinni frá Skaftfellingafélaginu í Reykjavík en á sextugssafmæli Þórbergs, þann 12. mars 1959 var hann gerður að heiðursfélaga og gjöfin er skjal sem staðfestir það.

Skjalið hefur alla tíð prýtt salakynni Skaftfellingafélagsins á Laugaveginum í Reykjavík en núverandi formaður félagsins, Skúli Oddsson, lagði til að Þórbergssetur varðveitti skjalið og því hefur verið fundin staður við útganginn af sýningunni, þar sem gengið er út úr íbúðinni að Hringbraut 45. 

Anna Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar Hjaltasonar frá Hólum og  Aðalheiðar Geirsdóttur frá Reyðará afhenti skjalið í Þórbergssetri  nú á dögunum. Við færum henni  kærar þakkir fyrir komuna og alúðarþakkir til Skaftfellingafélagsins í Reykjavík fyrir góðan hug til stofnunarinnar.

 

Fyrsta kaupstaðarferð Steinþórs

Í tímaritinu Dvöl birtist, árið 1938, þessi frásögn Steinþórs Þórðarsonar (Fyrsta kaupstaðarferðin mín). Frásögnin segir frá því þegar fermingarbarnið er sent í sína fyrstu ferð til Hafnar árið 1905. Steinþór stígur yfir í heim hinna fullorðnu og ferðin markar í huga hans þáttaskil. 

Frásögn Steinþórs Þórðarsonar

nunuÁ dagskrá Ríkisútvarpsins veturinn 1969 - 70 voru þættir í umsjón Stefáns Jónssonar sem hétu Óskráð saga. Þar flutti Steinþór Þórðarson frá Hala í Suðursveit minningar sínar. Að frumkvæði Þórbergsseturs og með góðfúslegu leyfi Ríkisútvarpsins hefur þessi frásögn nú verið gefin út á hljóðbók sem er einkar ánægjulegt því frásögn Steinþórs er ekki bara ómetanleg heimild um samtíma hans, heldur jafnframt til vitnis um frásagnargáfu hans og þá hefð sem hún sprettur af.

Hljóðbókin er til sölu í Þórbergssetri og kostar 3900 kr. 

 

Vel heppnaðir tónleikar

kirkjanÍ tilefni af Ólafsmessu að sumri hefur Þórbergssetur í samstarfi við prestinn á Kálfafellsstað staðið fyrir tónleikum í kirkjunni um árabil. Megin tilefni samkomu þessarar er að eiga ánægjulega kvöldstund en jafnframt að rifja upp söguna af Ólafi helga og systur hans, völvunnar á Kálfafellsstað. Hún lagði álög á staðinn sem aðeins yrði aflétt ef líkneski af Ólafi yrði í kirkjunni. Við því var orðið og hafa álög völvunnar ekki komið fram en þegar líkneskið var flutt á Þjóðminjasafnið urðu næmir menn varir við að völvan tók að ókyrrast og var því efnt til samkomu til til þess að friðþægja hana og virðist sú viðleitni hafa borið árangur og verður þessari hefð því viðhaldið en um sinn.

Lesa meira

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 124
Gestir þennan mánuð: ... 5545
Gestir á þessu ári: ... 30546