Skip to main content
  • Þórbergssetur

  • Steinninn í hlaðinu

  • Andlit skáldsins

  • Sólsetur

  • Jökulsárlón

  • Bókaveggurinn

  • Norðurljós yfir Hala

  • Demantsströnd

  • Textar á sýningu

  • Á flugi yfir jökulsporðinum

LATRADU

ESPERANTO VEFUR


Tripadvisor


Facebook

Menningarsetur reist til minningar um Þórberg Þórðarson rithöfund.

Um safnið

Þórbergssetur  er opið alla daga frá 1. febrúar 2024 kl 9 - 21 

Verð á sýningar er krónur 1500, en 1200 fyrir hópa sem eru 10 manns og fleiri

Sýningar

Í Þórbergssetri eru sýningar helgaðar sögu Suðursveitar og lífi og verkum Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar.

Allir velkomnir í Þórbergssetur.

Veitingar

Veitingahús og safn er opið til loka nóvember 2023 
Sérstök dagskrá fyrir hópa ef óskað er.

Vinsamlega pantið í síma 478 1078/ 867 2900 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Bridgemót í Þórbergssetri

20220501 151141Fjölmennt Bridgemót var haldið í Þórbergssetri helgina 30.apríl - 1. maí. Það var mikil kátína og gleði að hittast aftur eftir tveggja ára covid hlé en spilaður var tvímenningur á 16 borðum alls. Margir nýir spilarar mættu og höfðu á orði að þeir myndu koma aftur að ári.  Mótið hófst reyndar á föstudagskvöldið, þá var svokallað bjórmót, upphitun fyrir aðal spilamennskuna. Tvímenningskeppnin hófst svo kl 2 á laugardeginum og spilað var linnulaust fram eftir kvöldi. Tekið var þó hlé og etið spikfeitt hrossakjöt með öllu tilheyrandi við mikla ánægju veislugesta. Alltaf er besta kjötið í hverri hrossakjötsveislunni eftir aðra en þetta mun hafa verið 14. mótið sem haldið hefur verið. Síðan var spilað á sunnudeginum frá kl 10 - 15 en þá lágu úrslitin fyrir. Vinningshafar voru Eðvarð Hallgrímsson og Bjarni Guðmundsson og náðu þeir 57,3 % nýtingu í keppninni. Í öðru sæti voru Bernódus Kristinsson og Ingvaldur Gústafsson og í þriðja sæti Jón Halldór Guðmundsson og Einar H.Guðmundsson.Meðfylgjandi eru öll úrslit frá mótinu. Bridgemótið er haldið í minningu Torfa Steinþórssonar á Hala (1915 - 2001) . Uppáhaldsmatur hans var saltað og feitt hrossakjöt. Torfi var mikill veiðimaður og veiddi silung í Breiðabólsstaðarlóni öll sumur fram yfir áttrætt. Það átti því líka vel við að hafa stórt bleikjuhlaðborð í hádeginu á hátíðisdaginn 1. maí og fóru því vonandi allir saddir og sælir heim eftir að njóta samveru í einstakri veðurblíðu í sveit sólar, -  Suðursveit.

Úrslit mótsins er að finna hér.

20220430 13400820220501 10572120220501 10581120220430 133936

Gaman saman í Þórbergssetri

Bókmenntahátíð auglýsing 1Bókmenntahátíð í Þórbergssetri var vel sótt og einkar skemmtileg samverustund. Hátíðin var í beinni útsendingu og er nú að finna á YOUTube rás Þórbergsseturs.
 

Lesa meira

Bókmenntahátíð Þórbergsseturs sem verður haldin í Þórbergssetri sunnudaginn 27. mars kl 13:30


Guðmundur Andri ThorssonGestir á hátíðinni eru Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur sem rifjar upp minningar úr barnæsku frá kynnum sínum af Þórbergi Þórðarsyni og skreytir þær með skáldlegu ívafi eins og honum er einum lagið. Með honum í för eru félagar hans frá hinum fornu Spöðum, - Aðalgeir Arason og Eyjólfur Guðmundsson og ætla þeir að skemmta okkur með söng og sprelli. Aðalgeir Arason er fæddur í Suðurhúsum í Borgarhöfn, en einnig ættaður frá Fagurhólsmýri í Öræfum og er því Skaftfellingur í húð og hár.

solveig pEinnig kemur í heimsókn Sólveig Pálsdóttir rithöfundur og barnabarn Ásgeirs Ásgeirssonar forseta. Hún kynnir bók sína Klettaborgina sem segir frá dvöl hennar í Hraunkoti í Lóni á sjöunda áratug síðustu aldar, en hún kom þar fyrst fimm ára gömul og dvaldi öll sumur til 12 ára aldurs. Í bókinni eru einstakar lýsingar horfins sveitasamfélags í Skaftafellssýslu sem hún ,,spinnur einkar fallega, í vel meitluðum glettnum og viðfelldnum texta " Einstakar og næmar mannlýsingar eru aðalsmerki þessarar bókar og auðvelt er að sjá fyrir sér 
heimilisfólkið í Hraunkoti og fleiri Skaftfellinga birtast ljóslifandi í hugskotinu við lestur bókarinnar.
 
Dagskráin verður send út í streymi.
 
Allir eru þó velkomnir í heimsókn í Þórbergssetur þennan dag,. Á það ekki hvað síst við Skaftfellinga allt frá Eystrahorni í austri til Skeiðarársands í vestri. Gaman verður að tengja við þjóðlíf liðinnar aldar með gestum okkar og hittast á ný eftir langt samkomuhlé í Þórbergssetri. Hægt er að fá gistingu í Suðursveit fyrir lengra að komna og nota helgina til dvalar, skemmtunar og vonandi útiveru í sveitum Austur Skaftafellssýslu.

Samstarf Skriðuklausturs og Þórbergsseturs - Málþing um menningararfinn á Skriðuklaustri

Á Skriðuklaustri er hefð fyrir að hafa dagskrá á konudaginn sem að þessu sinni var sunnudagurinn 20. febrúar. Þórbergssetri var boðið að kynna þar verkefnið um búsetuminjar í Suðursveit. Vegna covid tókst ekki að mæta á staðinn en tæknin var notuð og erindið flutt i fjarfundi með beinu streymi. Tókst þetta með ágætum þó að væri hálf einmanalegt fyrir fyrirlesara að rýna í skjáinn í stofunni heima á Hala þá tókst að koma efninu vel til skila. 

Erindi fluttu Skúli Björn Gunnarsson sem fjallaði um eignir klaustursins á Skriðu og rafrænt fjölluðu Þorbjörg og Fjölnir á Hala um fornar rústir í Suðursveit og  uppgötvanir  á því sviði síðustu tvö árin.  Verkefnið búsetuminjar  er samstarfsverkefni Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og Þórbergsseturs og verður framhaldið á næstu árum. Heimasíða verkefnisins er www.busetuminjar.is og þar er komið inn efni um mörg eyðibýli í Suðursveit. Fyrirhugað er að safna þar inn meira efni og fróðleik á næstu mánuðum. Dagskrána frá Skriðuklaustri er hægt að sjá á youtube rás Skriðuklausturs.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 130
Gestir þennan mánuð: ... 5923
Gestir á þessu ári: ... 23947