Skip to main content

Frásögn úr Suðursveit 1948

Frásögn þessi var birt i dönsku blaði 1947 og er eftir Jón Þorsteinsson sem var Svarfdælingur, og starfaði sem íþróttakennari við Lýðháskóla í Rysting í Danmörku, en kom til Íslands eftir stríðið 1945, og réðst íþróttakennari í einn mánuð við unglingaskóla í Suðursveit.

Vilhjálmur Guðmundson þýddi og flutti sem inngang að ræðu sem hann flutti á uppskeruhátíð í Suðursveit, sennilega haustið 1948.

 Frásögn Jóns Þorsteinssonar

Þar sem þýsku flóttamennirnir voru áfram í Rystinge, ákvað ég að vera um veturinn á Íslandi. Skólarnir þar höfðu byrjað starf sitt og ég gat ekki fengið fasta atvinnu, en svo fékk ég tilboð um að kenna við skóla á Suðausturlandinu, í Suðursveit og tók ég því. 

Lesa meira

Skógar og skógrækt í Suðursveit

Fjölnir Torfason, Hala

Inngangur
Í þessari ritgerð verður fjallað um skóg og skógarnytjar í Suðursveit, gerð tilraun til að lýsa skógum hér í sveit, fyrir og eftir landnám til okkar tíma. Einnig verður drepið á örlagasögu sem tengist reynihríslunni á Reynivöllum, sagt frá fjalhöggunum í Hvannadal og fleiru. Gerð er tilraun til að meta breytingar og þróun í útbreiðslu birkis og víðitegunda og rekja einnig í stuttu máli sögu skógræktar og skógverndar í Suðursveit frá 1917 til þessa dags. Einn af þáttum þessarar ritgerðar er að segja frá útbreiðslu furu og hvítgrenis út frá skógræktarlundinum í Staðarfjalli. Höfundur þessarar ritgerðar er fæddur árið 1952, verður 55 ára á þessu ári og plantaði sinni fyrstu trjáplöntu fyrir hálfri öld.

Lesa meira

Sjóferð 21. aríl 1931

Um morguninn var gott veður ég vaknaði snemma því ég hélt að það ætti að róa ef sjóveður væri. Þá datt mér það í hug að ef róið yrði og ég yrði sjóveikur þá ætlaði ég ekki að liggja eins og letidýr eins og var sagt um mig fyrst þegar ég fór á sjó því þá lá ég út í öðru borðinu aftur í skut en ekki hékk ég í lausu lofti eins og letidýr. Ég fór á fætur klukkan hálf sex því það var talað um það daginn áður að fara snemma. Svo fór ég út og sá að það var góður sjór og útlit fyrr gott veður. Ég fór svo að éta og át mikið en ekki man ég hvað það var.

Lesa meira

Samtíningur um Jökulsá á Breiðamerkursandi og Jökulsárlón

Flosi Björnsson, Kvískerjum

Jökulsá mun um langan aldur verið í tölu illræmdustu vatnsfalla á landi hér. Kom þar margt til: Vatnsmagnið sjálft ásamt mikilli straumhörku og oft og einatt jakaferð mikil er á sumarið leið og áin tók að vaxa. Gat því oft verið hætta á jökum og jakahvörfum. Jafnframt hafði lengi verið skammt til sjávar frá jökli, og sem vænta mátti oft lítið um góð brot og áin mjög köld. Ekki mun að efa að straumharkan sjálf hefur átt verulegan þátt í hversu áin féll oft illa. En talsvert gat árbotninn verið misjafn eftir því hvar áin flæmdist um aurana. 

Lesa meira

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 313
Gestir þennan mánuð: ... 635
Gestir á þessu ári: ... 25636