Skip to main content

Síðasta ferð yfir Breiðamerkurjökul

Þorbjörg Arnórsdóttir 2. desember 2006:

Í viðtölum við erlenda ferðamenn sem heimsóttu Þórbergssetur í sumar gætti gjarnan undrunar hjá þeim hversu einangrað þetta landsvæði hefur verið. Það eru aðeins rúmlega 40 ár síðan að jökulfljót lokuðu Suðursveit af frá umheiminum á báða vegu, úti fyrir er hafnlaus strönd þar sem brimið svarrar og að baki risavaxnir fjallgarðar og víðáttumiklar jökulbreiður. Það eru reyndar þessi einkenni í náttúrufari Skaftafellssýslna sem nú virka eins og segull og  draga að hundruð þúsundir ferðamanna ár hvert.

Lesa meira

Sjóskrímsli eða vítisvél

Þorbjörg Arnórsdóttir 4. desember 2006:

Undanfarnar vikur hefur verið rólegt í Þórbergssetri, gestakomur fátíðar og fámennt í sveitinni. Stundir sem þessar gefa okkur því tóm til að sinna ýmsum hugðarefnum sem ýtt hefur verið til hliðar í amstri daganna og á meðan á uppbyggingu Þórbergsseturs stóð. Af miklu er að taka, þökk sé þeim höfðingjum er hér bjuggu á hverjum bæ og færðu dagbækur og skráðu niður sögur mannlífsins. Hægt er að sækja í smiðju til Steinþórs Þórðarsonar á Hala, Þorsteins Guðmundssonar á Reynivöllum, Benedikts Þorsteinssonar frá Sléttaleiti og nú síðast frétti ég af töluverðu efni skráðu af Vilhjálmi Guðmundssyni á Gerði.

Lesa meira

Gullhyrna og Soffía

Steinþór Þórðarson skifar:

Það var bjartur haustdagur. Sólskin var á tindunum yfir Hvannadal og nærliggjandi fjallatoppum. Nú voru dagarnir orðnir stuttir og sólargangur lágur, þessvegna náði skin sólar ekki lengra niður í dalinn.

Á Brekkunni, eins og hún var kölluð í daglegu tali en heitir Brattabrekka, sem liggur fyrir hluta af opi Hvannadals að sunnan, liggja tvær ær veturgamlar, báðar í rúböggum. Önnur heitir Gullhyrna hin Soffía. Yfir þær flaug stór rjúpnahópur. Ærnar kipptust báðar við og stóðu upp. Þær lituðust um, hvað þetta hefði verið, sneru sér nokkra hringi, sperrtu eyrun og hlustuðu. Ekkert heyrðist nema niðurinn í Dalsá þar sem hún féll fram úr Klukkugili, þar sem skessurnar áttu að búa.

Lesa meira

Sjósókn í Austur-Skaftafellssýslu á dögum árabátanna

Torfi Steinþórsson - föstudagur, 14 desember 2007

Austur-Skaftafellssýsla hefur frá upphafi byggðar verið landbúnaðarhérað, en þó rýrt sem slíkt allt fram á 7. tug þessarar aldar að verulega fór að rakna úr í þeim efnum með aukinni ræktun og þá einkum með ræktuninni á söndunum.

Ekki er hægt að segja að á liðinni tíð hafi verið mikið fjölmenni í Austur-Skaftafellssýslu, en löngum þó of mikið til að landbúnaður einn gæti framfleytt íbúunum. Fleiri stoðir urðu að renna þar undir.

Lesa meira

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 170
Gestir þennan mánuð: ... 491
Gestir á þessu ári: ... 25493