Skip to main content

Sýslumaðurinn í Hoffelli og Þórbergur

Fjölnir Torfason skrifar:

,,Á ofanverðri 18. öld var sýslumaður í Skaftafellssýslu, er Jón hét Helgason. Hann bjó í Hoffelli í Nesjum og var ættaður og uppalinn í Eyjafirði. Hann átti konu, er Sigríður hét Magnúsdóttir, ættuð úr Fljótsdal. Jón sýslumaður var sagður hafa verið skapbráður, harður og óhlífinn í viðskiptum, enda sérvitur í ýmsum greinum. Hann naut því ekki alþýðuhylli, svo sem sögur greina.”

Þannig hefst frásögn Guðmundar Jónssonar Hoffells í bók hans Skaftfellskar þjóðsögur og sagnir, af forföður sínum, sýslumanninum í Hoffelli. Þórbergur Þórðarson segir hins vegar um hann í bók sinni, Um lönd og lýði:

Lesa meira

Skáldalíf, Sannleikurinn í skáldskap - skáldskapurinn í sannleikanum

Soffía Auður Birgisdóttir skrifar:

Flestum ber saman um það að líklega eigi íslensk bókmenntasaga varla til ólíkari höfunda en þá Gunnar Gunnarsson og Þórberg Þórðarson. Gunnar skrifaði heimspekilegar skáldsögur þrungnar siðferðilegum spurningum; Þórbergur skrifaði bullandi háðsádeilur á svo til allt sem fyrir honum varð, ekki síst sjálfan sig. Gunnar skrifaði undir forsendum raunsæis með sveitarómantísku ívafi; Þórbergur er byltingarmaður formsins og almennt talinn með fyndnustu höfundum íslenskum. Gunnar var alþjóðlegur höfundur en þó einn sá þjóðernissinnaðasti sem ritað hefur á íslensku. Þórbergur var að mörgu leyti afar þjóðlegur höfundur en þó alþjóðasinni fram í fingurgóma.

Lesa meira

Sannleikurinn í æðra veldi

Soffía Auður Birgisdóttir skrifar:

Um Íslenzkan aðal eftir Þórberg Þórðarsson

Þórbergur Þórðarson segir frá því í samtalsbók hans og Matthíasar Johannessen Í kompaníi við allífið að skömmu fyrir fimmtugsafmæli Stefáns frá Hvítadal, haustið 1937, hafi Helgi Hjörvar beðið hann að flytja erindi í útvarpið um skáldið. Þórbergur brást góðfúslega við beiðninni og flutti tvö erindi sem fjölluðu um líf þeirra á Siglufirði og Akureyri árið 1912. Þórbergur segir: "Fólki líkaði erindin vel og ég fékk hrós fyrir. Svo hugsaði ég með mér: - Sennilega má nú gera bók um þetta. Og í henni varð svo elskan mín aðaluppistaðan, eins og þú veizt."

Lesa meira

Í Suðursveit

Pétur Gunnarsson skrifar:

I

Ætli Suðursveit sé ekki frægasta sveit á Íslandi. Orðinu fylgir svo kunnuglegur blær að maður gæti haldið að hún væri einhvers staðar í alfara leið. En því er ekki að heilsa. Hún hefur til skamms tíma verið einhver afskekktasta sveit landsins, mjó landræma suðaustur með Vatnajökli sem girðir sveitina alveg af í norður; í vestri er fínriðið net af fljótum sem tálma ferðir yfir mestu sandflæmi landsins en í austur er fjallvegur sem leiðir í strjálar og afskekktar sveitir Austurlands. Í suðri er svo endalaust hafið fyrir hafnlausri strönd.

Lesa meira

Halldór og Þórbergur 14-3-2002

Pétur Gunnarsson skrifar:

"Hvað hefst Þórbergur að - og hvernig farið þið að komast fyrir báðir í ekki stærri bæ en höfuðborginni við Kollafjörð?" spyr Kristján Albertsson í bréfitil Halldórs 14. janúar 1930.(1)

Góð spurning. Báðir höfðu þeir lagt af stað árið 1919, Þórbergur með greininni Ljós úr austri sem birtist í Eimreiðinni og boðar ekki aðeins upphafið á ferli hans sem lausamálshöfundur, heldur einnig blábyrjun á boðun jóga á Íslandi. Halldór með Barni náttúrunnar. Þórbergur var þrítugur íslenskukennari, Halldór 17 ára unglingur.

Lesa meira

Þórbergur og skáldsagan

Pétur Gunnarsson skrifar:
Það er athyglisvert hve mörg verka Þórbergs, jafnvel þau helstu, eru pöntuð og engan veginn víst að hann hefði skrifað þau ef ekki hefði komið til þessi ytri hvati.
Sem leiðir reyndar hugann að því hvort Þórbergur hafi yfir höfuð ætlað að verða skáld og rithöfundur.
Í Kompaníi við allífið er spurningin borin upp og Þórbergur svarar:

"Ég ætlaði mér aldrei að verða neitt... Og mér hefur orðið að áhugaleysi mínu. Ég veit
ekki til þess að ég hafi nokkurn tíma orðið neitt..." (1)

Lesa meira

Ávarp við afhjúpun minningarskjaldar um Þórberg Þórðarson - Þórbergur og skáldsagan

Pétur Gunnarsson skrifar:

Í Ofvitanum talar Þórbergur um listina að "lesa hús". Að lesa hús var að kunna að skynja þá fortíð sem húsið bjó yfir, hvert hús átti sögu sem móttakandinn þurfti þekkingu til að njóta.  Þetta hét á máli Þórbergs að lesa hús.  Orðrétt segir Þórbergur:  
"...  ég vildi vekja athygli lesenda minna á því, hvílíkir þekkingar- og stemninga-brunnar eru byrgðir því fólki sem alla sína æfi hefur verið svo önnum kafið í  yfirborðssmámunum lífsins, að það hefur aldrei gefið sér tíma til að læra að lesa hús."

Lesa meira

Þórbergur og Proust

Pétur Gunnarsson skrifar:

Fyrstu kynni mín af Þórbergi Þórðarsyni voru þegar ég var ellefu ára. Mér hafði boðist íhlaupavinna við að bera út Kennaratalið sem þau misserin var að koma út í heftum. Það var að sjálfsögðu bæði skemmtilegt og fróðlegt að koma inn á gafl hjá öllu þessu fólki, kaupendur voru skeptískir í fyrstu, eins og kaupenda er siður, en satt að segja með ólíkindum hvað léttist á fólki brúnin þegar það hafði flett upp á sjálfu sér og við blasti mynd með svolitlu æviágripi.

Lesa meira

„Falsaðar og þó eiðsvarnar myndir“

Soffía Auður Birgisdóttir


„Falsaðar og þó eiðsvarnar myndir“


Samanburður á sjálfsmyndum Þórbergs Þórðarsonar og Halldórs Laxness í skáldævisögulegum verkum þeirra

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 65
Gestir þennan mánuð: ... 5858
Gestir á þessu ári: ... 23881