Fararefnið var andlegur arfur liðinna feðra og mæðra

Þórbergssetur á Hala í Suðursveit tók formlega til starfa 1. júlí 2006. Undirbúningur að starfsemi þess hafði þá staðið allt frá árinu 2000. Það vakti mikla furðu, ekki síst í minni heimabyggð, þegar fyrstu hugmyndir um uppbyggingu menningarseturs til heiðurs Þórbergi Þórðarsyni litu dagsins ljós og fáir skildu hvað að baki lá. Í huga okkar sem störfuðum að uppbyggingunni er Þórbergssetur hins vegar eðlilegt framhald þess menningarstarfs sem einkennt hefur sveitasamfélög á Íslandi og líf fólks í Suðursveit. Þeir bræður Þórbergur Þórðarson og Steinþór Þórðarson á Hala í Suðursveit lögðu rækt við merkilegan menningararf og skiluðu honum til okkar í formi sígildra bókmennta og einstakra sagna frá liðinni tíð.

Lesa alla greinina (pdf)

Með stjörnur í augunum - Af stjörnuglópnum Þórbergi Þórðarsyni

Í Íslenzkum aðli segir af því hvernig félagar Þórbergs Þórðarsonar á Akureyri sumarið 1912 hæðast að honum þar sem hann situr og reykir úr gríðarlangri pípu sem hann hafði fest þar kaup á. „Hér og þar út um síldarplönin á Akureyri spunnust illkvittnislegar háðglósur og skopsögur um mig og pípuna“ skrifar Þórbergur og vitnar í almannaróm: „Og hvernig ætti nokkur kvenmaður að geta bundið trúss við svona stjörnuglóp.

Lesa alla greinina (pdf)

Þórbergur og ástin.

Halldóra Gunnarsdóttir mann- og kynjafræðingur:

Hvers vegna stend ég hér? Það er dálítið í anda Þórbergs að gera grein fyrir því..í raun er það algjör tilviljun eða kannski bilun. Ég veit ekkert meira um Þórberg en hver meðal Gunna. En ég á auðvitað það tromp upp í erminni að vita ALLT um ástina.

Lesa alla greinina (pdf)

Sýslumaðurinn í Hoffelli og Þórbergur

Fjölnir Torfason skrifar:

,,Á ofanverðri 18. öld var sýslumaður í Skaftafellssýslu, er Jón hét Helgason. Hann bjó í Hoffelli í Nesjum og var ættaður og uppalinn í Eyjafirði. Hann átti konu, er Sigríður hét Magnúsdóttir, ættuð úr Fljótsdal. Jón sýslumaður var sagður hafa verið skapbráður, harður og óhlífinn í viðskiptum, enda sérvitur í ýmsum greinum. Hann naut því ekki alþýðuhylli, svo sem sögur greina.”

Þannig hefst frásögn Guðmundar Jónssonar Hoffells í bók hans Skaftfellskar þjóðsögur og sagnir, af forföður sínum, sýslumanninum í Hoffelli. Þórbergur Þórðarson segir hins vegar um hann í bók sinni, Um lönd og lýði:

Lesa meira

Ég skapa – þess vegna er ég - inngangur

Sá sem tekur sér fyrir hendur að gera rækilega úttekt á skrifum Þórbergs Þórðarsonar kemst fljótlega að raun um hve tröllaukið verkefnið er. Helgast það fyrst og fremst af því hversu fjölbreytileg svið skrif hans spanna. Þórbergur skrifar um sjálfan sig og sín fjölmörgu hugðarefni af ólíkum sviðum tilverunnar. Auk þess að fjalla um sjálfan sig og sjálfsverund á einkar skapandi og nýstárlegan hátt skrifar Þórbergur um annað fólk, um þjóðfélagsmál, um vestræn og austræn trúarbrögð, um spíritisma, guðspeki og jóga, um málvísindi, orðasöfnun og esperantó, um stjórnmál, hugsjónir og menningu, um mannlíf í íslenskri sveit og þéttbýli, sem og víða um heim, um þjóðtrú og hindurvitni, um íslenskar og erlendar bókmenntir og þannig mætti lengi telja.

Lesa alla greinina (pdf)

Skáldalíf, Sannleikurinn í skáldskap - skáldskapurinn í sannleikanum

Soffía Auður Birgisdóttir skrifar:

Flestum ber saman um það að líklega eigi íslensk bókmenntasaga varla til ólíkari höfunda en þá Gunnar Gunnarsson og Þórberg Þórðarson. Gunnar skrifaði heimspekilegar skáldsögur þrungnar siðferðilegum spurningum; Þórbergur skrifaði bullandi háðsádeilur á svo til allt sem fyrir honum varð, ekki síst sjálfan sig. Gunnar skrifaði undir forsendum raunsæis með sveitarómantísku ívafi; Þórbergur er byltingarmaður formsins og almennt talinn með fyndnustu höfundum íslenskum. Gunnar var alþjóðlegur höfundur en þó einn sá þjóðernissinnaðasti sem ritað hefur á íslensku. Þórbergur var að mörgu leyti afar þjóðlegur höfundur en þó alþjóðasinni fram í fingurgóma.

Lesa meira

Saga Þórbergs: Þroskasaga einstaklings og samfélags

Margt bendir til þess að um þessar mundir séum við að upplifa blómaskeið í íslenskri ævisagnaritun sem einkennist af ýmis konar tilraunum með ævisagnaformið sjálft. Slíkar formtilraunir hafa lengi tíðkast í sjálfsævisögum en að mínu viti hefur hið sama ekki verið uppi á teningnum innan ævisagnaritunar fyrr en undanfarin ár, með örfáum undantekningum. Það er alkunna að ævisagan hefur lengi verið ein allra vinsælasta tegund bókmennta á Íslandi, sú tegund bókmennta sem á sér stærstan lesandahóp og flestir hafa einhverja skoðun á. Lengi vel höfðu fræðimenn hins vegar lítinn áhuga á ævisögum sem rannsóknarefni (alla vega í bókmenntafræðum þar sem lengst af var litið á ævisöguna sem óæðri bókmenntategund) þó margir þeirra hafi að sjálfsögðu verið dyggir lesendur ævisagna eins og aðrir. Þetta hefur þó breyst mikið á undanförnum árum, jafnt á Íslandi sem erlendis, og í raun er hægt að tala um sprengingu á sviði æviskrifarannsókna undanfarna tvo áratugi, en tugir bóka koma nú orðið út á þessu rannsóknarsviði á hverju ári beggja vegna Atlandsála.

Lesa alla greinina (pdf)

Sannleikurinn í æðra veldi

Soffía Auður Birgisdóttir skrifar:

Um Íslenzkan aðal eftir Þórberg Þórðarsson

Þórbergur Þórðarson segir frá því í samtalsbók hans og Matthíasar Johannessen Í kompaníi við allífið að skömmu fyrir fimmtugsafmæli Stefáns frá Hvítadal, haustið 1937, hafi Helgi Hjörvar beðið hann að flytja erindi í útvarpið um skáldið. Þórbergur brást góðfúslega við beiðninni og flutti tvö erindi sem fjölluðu um líf þeirra á Siglufirði og Akureyri árið 1912. Þórbergur segir: "Fólki líkaði erindin vel og ég fékk hrós fyrir. Svo hugsaði ég með mér: - Sennilega má nú gera bók um þetta. Og í henni varð svo elskan mín aðaluppistaðan, eins og þú veizt."

Lesa meira

Undarleg ósköp

Um pólitíska atlögu Þórbergs Þórðarsonar að Hannesi Péturssyni í kvæðaformi.
Eitt af því sem hlýtur að vekja furðu þegar rýnt er í höfundarverk Þórbergs Þórðarsonar er sú staðreynd að þessi byltingarmaður á sviði íslenskra lausamálsbókmennta gat engan veginn tengt sig við nýjungar á sviði bundins máls. Gildir það hvort tveggja sé litið til fyrstu áratuga tuttugustu aldar, þegar hann fæst sjálfur við ljóðagerð, sem og þegar horft er til áranna upp úr miðri öld þegar hann hafði að mestu gefið ljóðasmíð upp á bátinn en yngri skáld voru í óða önn að umbylta ljóðforminu.

Lesa alla greinina (pdf)

Í Suðursveit

Pétur Gunnarsson skrifar:

I

Ætli Suðursveit sé ekki frægasta sveit á Íslandi. Orðinu fylgir svo kunnuglegur blær að maður gæti haldið að hún væri einhvers staðar í alfara leið. En því er ekki að heilsa. Hún hefur til skamms tíma verið einhver afskekktasta sveit landsins, mjó landræma suðaustur með Vatnajökli sem girðir sveitina alveg af í norður; í vestri er fínriðið net af fljótum sem tálma ferðir yfir mestu sandflæmi landsins en í austur er fjallvegur sem leiðir í strjálar og afskekktar sveitir Austurlands. Í suðri er svo endalaust hafið fyrir hafnlausri strönd.

Lesa meira

Póstlisti

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 20
Gestir þennan mánuð: ... 953
Gestir á þessu ári: ... 46240

Þórbergssetur - Hala, Suðursveit - 781 Höfn í Hornafirði - Sími: 478-1078 - Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Copyright © 2014. All Rights Reserved.

Fara efst