Skip to main content

Þórbergur fundinn

Pétur Gunnarsson

Það var tekið að vetra í ævi Þórbergs Þórðarsonar í júní árið 1971 þegar þeir þögðu saman hann og Mathías Johannesen, ólíkt því sem hafði verið tólf árum fyrr þegar þeir settu saman Í kompaníi við allífið. „Þetta er að verða búið“, sagði Þórbergur loks. „Hvað?“ spurði Matthías. „Lífið“ svaraði Þórbergur. Og þá bar Matthías fram spurninguna stóru: „Heldurðu enn að þú vaknir hinum megin?“ Og Þórbergur svaraði: „Ég held að ég sofni aldrei. Ég fer beint yfir.“

Lesa alla greinina (PDF)

Þankar um bók Soffíu Auðar Birgisdóttur, Ég skapa þess vegna er ég

Kristján Eiríksson

Þórbergur Þórðarson (1888–1974) var á sínum tíma einhver frægasti og umdeildasti rithöfundur þjóðarinnar og segja má að bæði ævi hans og verk hafi löngum verið mönnum nokkur ráðgáta. Eftir dauða Þórbergs hefur talsvert verið gefið út af áður óbirtum skrifum hans og ýmislegt ritað um skáldið og verk þess. 

Lesa alla greinina (PDF)

Vitsmunalegar rætur frumleikans 

Gísli Sigurðsson 

Ég skapa – þess vegna er ég: Um skrif Þórbergs Þórðarsonar eftir Soffíu Auði Birgisdóttur. Opna, Reykjavík 2015.

Soffía Auður Birgisdóttir hefur sent frá sér heildstæða og löngu tímabæra bókmenntafræðilega rannsókn á helstu frumsömdu verkum Þórbergs Þórðarsonar með áherslu á Bréf til Láru, Ævisögu Árna prófasts Þórarinssonar og Suðursveitarbækurnar – þó að Ofvitinn, Íslenskur aðall og Sálmurinn um blómið fái líka töluverða athygli, auk kveðskaparins og skrifa Þórbergs um stílfræði. Þá er sérstakur kafli um enduróm af Þórbergi í verkum yngri höfunda á síðari árum. Minna er fjallað um áhuga Þórbergs á guðspeki, aðdáun hans á Stalín og söfnun þjóðlegs fróðleiks sem þeir Sigurður Nordal gáfu út saman í Gráskinnu - og juku við í Gráskinnu hinni meiri - auk þess sem Þórbergur skrifaði sérstaka bók um Viðfjarðarundrin.

Lesa meira

Hin skemmtilega dýrafræði Þórbergs Þórðarsonar og möguleikar hennar

Soffía Auður Birgisdóttir

Í Ofvitanum segir Þórbergur Þórðarson frá námi sínu við Kennaraskólann, sem hann batt miklar vonir við, veturinn 1909-1910. Hann vænti þess að í „musteri vizkunnar“ myndi hann, „uppburðarlaus og fákunnandi einstæðingur“, fá aðgang að mikilsverðum lærdómi og jafnvel fáíhendur„lykilinnaðallrilífsgátunni“. Ennámiðollihonumgríðarlegumvonbrigðum,svo miklum að hann segir skipbrot væntinga sinna hafa valdið sér fádæma sársauka, líkir því við „harmaleik“ og talar um „musterishrun“.

Áður birt: 2020 „Hin skemmtilega dýrafræði Þórbergs Þórðarsonar og möguleikar hennar.“ Ritið, tímarit Hugvísindastofnunar, 1. hefti 2020, bls. 141-162.

Lesa alla greinina (PDF)

Undrun, ótti og æði - Náttúruskynjun Þórbergs Þórðarsonar

Soffía Auður Birgisdóttir

Þórbergur Þórðarson (1888–1974) fæddist og ólst upp á Hala í Suðursveit í Austur- Skaftafellssýslu sem á þeim tíma var með afskekktustu byggðum Íslands. Hali var einn af þremur torfbæjum, Breiðabólstaðabæjunum, sem stóðu saman á grösugu láglendi við sjó með stórbrotna náttúru allt í kring. Þar bjuggu saman fjölskyldur sem voru nátengdar í gegnum skyldleika og fjölskylduvensl og lifðu einangruðu lífi vegna náttúrulegra tálmana sem settu ferðalögum miklar skorður.

Áður birt: 2018 Undrun, ótti og æði. Náttúruskynjun Þórbergs Þórðarsonar. Frændafundur 9, fyrirlestrar frá íslensk-færeyskri ráðstefnu í Reykjavík 26.-28. ágúst 2016, bls. 103-112.

Lesa alla greinina (PDF)

Hjónaþáttur: Skáldið og skassið

Soffía Auður Birgisdóttir og Þóra Sigríður Ingólfsdóttir

slendingar eru svo þunnir í skáldskaparmati, að þeir halda að ekkert sé skáldskapur nema maður „skapi“ persónur, og sköpunin er venjulega ekki frumlegri en svo, að höfundarnir taka persónur, sem þeir hafa þekkt í lífinu eða haft sagnir af og hnoða upp úr þeim bókmanneskjur.

Áður birt: 2019    „Hjónaþáttur: Skáldið og skassið. Drættir frá Þórbergi Þórðarsyni og Margréti Jónsdóttur í þríleik Ólafs Jóhanns Sigurðssonar.“ Andvari, bls. 103-120. [Meðhöfundur: Þóra Sigríður Ingólfsdóttir.]

Lesa alla greinina (PDF)

Fararefnið var andlegur arfur liðinna feðra og mæðra

Þórbergssetur á Hala í Suðursveit tók formlega til starfa 1. júlí 2006. Undirbúningur að starfsemi þess hafði þá staðið allt frá árinu 2000. Það vakti mikla furðu, ekki síst í minni heimabyggð, þegar fyrstu hugmyndir um uppbyggingu menningarseturs til heiðurs Þórbergi Þórðarsyni litu dagsins ljós og fáir skildu hvað að baki lá. Í huga okkar sem störfuðum að uppbyggingunni er Þórbergssetur hins vegar eðlilegt framhald þess menningarstarfs sem einkennt hefur sveitasamfélög á Íslandi og líf fólks í Suðursveit. Þeir bræður Þórbergur Þórðarson og Steinþór Þórðarson á Hala í Suðursveit lögðu rækt við merkilegan menningararf og skiluðu honum til okkar í formi sígildra bókmennta og einstakra sagna frá liðinni tíð.

Lesa alla greinina (pdf)

Þórbergur og ástin.

Halldóra Gunnarsdóttir mann- og kynjafræðingur:

Hvers vegna stend ég hér? Það er dálítið í anda Þórbergs að gera grein fyrir því..í raun er það algjör tilviljun eða kannski bilun. Ég veit ekkert meira um Þórberg en hver meðal Gunna. En ég á auðvitað það tromp upp í erminni að vita ALLT um ástina.

Lesa alla greinina (pdf)

Ég skapa – þess vegna er ég - inngangur

Sá sem tekur sér fyrir hendur að gera rækilega úttekt á skrifum Þórbergs Þórðarsonar kemst fljótlega að raun um hve tröllaukið verkefnið er. Helgast það fyrst og fremst af því hversu fjölbreytileg svið skrif hans spanna. Þórbergur skrifar um sjálfan sig og sín fjölmörgu hugðarefni af ólíkum sviðum tilverunnar. Auk þess að fjalla um sjálfan sig og sjálfsverund á einkar skapandi og nýstárlegan hátt skrifar Þórbergur um annað fólk, um þjóðfélagsmál, um vestræn og austræn trúarbrögð, um spíritisma, guðspeki og jóga, um málvísindi, orðasöfnun og esperantó, um stjórnmál, hugsjónir og menningu, um mannlíf í íslenskri sveit og þéttbýli, sem og víða um heim, um þjóðtrú og hindurvitni, um íslenskar og erlendar bókmenntir og þannig mætti lengi telja.

Lesa alla greinina (pdf)

Saga Þórbergs: Þroskasaga einstaklings og samfélags

Margt bendir til þess að um þessar mundir séum við að upplifa blómaskeið í íslenskri ævisagnaritun sem einkennist af ýmis konar tilraunum með ævisagnaformið sjálft. Slíkar formtilraunir hafa lengi tíðkast í sjálfsævisögum en að mínu viti hefur hið sama ekki verið uppi á teningnum innan ævisagnaritunar fyrr en undanfarin ár, með örfáum undantekningum. Það er alkunna að ævisagan hefur lengi verið ein allra vinsælasta tegund bókmennta á Íslandi, sú tegund bókmennta sem á sér stærstan lesandahóp og flestir hafa einhverja skoðun á. Lengi vel höfðu fræðimenn hins vegar lítinn áhuga á ævisögum sem rannsóknarefni (alla vega í bókmenntafræðum þar sem lengst af var litið á ævisöguna sem óæðri bókmenntategund) þó margir þeirra hafi að sjálfsögðu verið dyggir lesendur ævisagna eins og aðrir. Þetta hefur þó breyst mikið á undanförnum árum, jafnt á Íslandi sem erlendis, og í raun er hægt að tala um sprengingu á sviði æviskrifarannsókna undanfarna tvo áratugi, en tugir bóka koma nú orðið út á þessu rannsóknarsviði á hverju ári beggja vegna Atlandsála.

Lesa alla greinina (pdf)

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 5423
Gestir á þessu ári: ... 13463