Skip to main content

Af öllum ,,dauðum hlutum"

Af öllum "dauðum hlutum" fannst mér steinarnir mest lifandi

En það sat í mér frá því ég mundi eftir mér, að allt væri lifandi og með vissu viti. Ég þekkti enga ástæðu fyrir því, og hafði hvergi lesið það og aldrei heyrt aðra lesa um það. það var eins og þetta væri meðfædd þekking í mér, alveg ómótmælanleg eins og andardrátturinn.

Bréf til Láru - 1

Ég er einn af mestu ritsnillingum, sem ritað hafa íslenska tungu. Og sál mín er víð og djúp eins og alvaldið. Ég er skáld og fræðimaður, heimspekingur og meistari í orðsins list. Mér er og gefin sú gáfa að geta hugsað og rannsakað vísindalega. En ástæður mínar hafa meinað mér að fást við vísindastörf. Ég hefi orðið að gera mér að góðu að vera bara vesæll fræðimaður.

Bréf til Láru

Bréf til Láru - 10

Mér er eintal sálarinnar óþrotlegur auður. Dögg jarðarinnar, þytur vindanna, geislar hnígandi kvöldsólar, stjörnubjartur næturhiminn, mánansmilda bros, lygn vötn, fornar húsatættur, gamlir sorphaugar, blámi fjarlægra fjalla, skuggar dimmra dala, ljósbrot í strendu gleri, þögn hjarta míns - í þessu finn ég lyfting hins eilífa lífs.

Bréf til Láru

Bréf til Láru - 11

Flestir eru sælir í þeirri leyndu hugsun, að þeir séu vitrari og betri en aðrir menn. Það kalla þeir fágaða siðmenningu. Ég kalla það siðmenningu varanna. Þótt ég tali margt um ágæti verka minna, hefi ég alltaf skoðað mig aumasta smælingjann meðal hinna smæstu, mesta heimskingjann meðal hinna heimsku, versta syndarann meðal hinna breysku. Það kalla ég siðmenningu hjartans.

Bréf til Láru

Bréf til Láru - 2

Gegnumsýrður af heilögum innblæstri sem blóðmörskeppur í blásteinslegi, titrandi af hamstola lyftingu, vaggandi af ómþýðum englaröddum, er til mín hljóma gegnum gengishrun og öreigahróp vorrar vesölu jarðar, tvíhendi ég pennastöngina þér til dýrðar, þér til eilífrar dýrðar og vegsömunar, sáluhjálpar og syndakvittunar, hvar af þú ljómar og forklárast eins og sólbakaður saltfiskur frammi fyrir lambsins stól.

Bréf til Láru

Bréf til Láru - 3

Hugmyndaauður minn virðist óþrotlegur,…
Á pappírinn set ég svona 10% af því, sem mér dettur í hug, er ég skrifa. Ég á oft erfitt að gera upp á milli hugmyndanna. Venjulega renna viðfangsefnin viðstöðulaust upp fyrir hugskotssjónum mínum eins og árstraumur, ósjálfrátt og í réttri röð og reglu. Ég skrifa stanslaust. En síðan ver ég oft miklum tíma í að endurbæta efnið og fága stílinn, því að þar á vandvirkni mín sér engin takmörk, ef annað brýnna kallar ekki að.

Bréf til Láru

Bréf til Láru - 4

Sá sem veitir mannkyninu fegurð er mikill velgerðarmaður þess. Sá sem veitir því speki er meiri velgerðarmaður þess. En sá sem veitir því hlátur er mestur velgerðarmaður þess.

Bréf til Láru

Bréf til Láru - 5

Grunntónn tilverunnar er meinlaust grín.

Bréf til Láru

Bréf til Láru - 6

Líkami minn er undurfínt hljóðfæri sem englar himinsins og djöflar undirheimsins leika á til skiptis.

Bréf til Láru

Bréf til Láru - 7

Andlegi dauðinn hefst með værð, sívaxandi stemningasljóleik, hugsjónahruni og ást á sveitalífi.

Bréf til Láru

Bréf til Láru - 8

Megnið af volæði veraldarinnar stafar af skorti á ímyndunarafli.

Bréf til Láru

Bréf til Láru - 9

Hjónabandið er samábyrgð tveggja andlegra öreiga.

Bréf til Láru

Hafið

Erlendir ferðamenn sem dvelja á Hala spyrja oft um undarlegan nið sem berst til eyrna úr suðrinu, en stundum er þó eins og raddir taki undir allt um kring. Þetta er sjávahljóð sem berst frá hafinu.

Í miklu brimi var hafið stórkostlegast og hræðilegast af öllu í heiminum. En í logni og ládeyðum var yfirborð þess unaðslega heillandi, og þá langaði mig mikið til að róa út á það. Mér fannst ekkert í náttúrunni eins lifandi. Ekkert í ríki hennar breytti eins mikið um útlit eftir veðri og lofti. Margbreytni þess virtist ekki eiga sér nein takmörk. Það var komið nýtt haf á hverjum morgni á Breiðabólsstaðarbæjunum".........
"Þegar mikið brim var, þá var sjávarhljóðið einn óslitinn niður, þungur, dimmur, djúpur, alvarlegur, og með margs konar tilbrigðum, og þegar mest gekk á, fannst manni hann vera líka undir jörðinni. Þetta mundu tónskáldin hafa kallað óperu hafsins, og ljóðskáldin myndu hafa kallað það tjáningu blóðsins úr morgunsárinu, og prestarnir rödd Guðs í náttúrunni."

Í Suðursveit bls 109 - 111

Íslenskur aðall - 1

Það var svo leikandi einfalt á þessum tímum að skilja út í ystu æsar leyndardóma alheimsins, meðan hugsunin var óflekkuð af saurgun þekkingarinnar.

Íslenskur aðall

Íslenskur aðall - 2

Ef djöfullinn væri ekki til, hefðu menn engar siðferðiskenningar til að fara eftir. Djöfullinn er stærsti siðafrömuður og atvinnuveitandi heimsins.

Íslenskur aðall

Íslenskur aðall - 3

Rödd hins eilífa verður aldrei endurbætt í hreinskrift.

Íslenskur aðall

Íslenskur aðall - 4

Þegar ástfanginn er kvæntur sinni elskuðu , hættir hann smá saman að tilbiðja í henni sálina, vegna þess að hann er farinn að þekkja hana. Þess vegna eru flest hjónabönd tilbeiðslulausasta ásigkomulag í alheiminum.

Íslenskur aðall

Mitt rómantíska æði

Bækur eru saklausir hlutir, en rithöfundar eru ægilegar verur.

Mitt rómantíska æði

Ofvitinn - 1

Hvað er ég?
Aðeins örsnauður einstæðingur, skinhoraður og skítugur kokkræfill,
áreiðanlega snauðastur allra hinna snauðu, lingerður og ónýtur til allra líkamlegra stritverka, hjartabilaður síðan ég var á öðru ári æfinnar. Eini auður minn er spekin. Eina stolt mitt er vizkan.

Ofvitinn

Ofvitinn - 2

Hefur nokkurn tíma verið uppi Íslendingur sem er eins eðlilegur í sér og ég

Ofvitinn

Skautaferðir

Þegar fyrsta svell lagði á polla á haustin, þá fannst manni vera búið að skapa nýjan heim, þegar maður kom út fyrsta frostmorguninn. Þessi spegilgljáandi, æskubjörtu svell voru heillandi og sköpuðu ýmsa nýja leiki.
Mín ópera á skautaferðum var upphafning til hins yfirnáttúrulega. Mér þótti skemmtilegast að fara á skautum í rökkrum og tungsljósum. Þá var allt orðið óskírt og djúpt og dularfullt og ískyggilegt og spennandi, og verkaði miklu verulegar og smaug dýpra inn en við dagsbirtuna. 

Sólin

Í Suðursveit var sólin helgasta handarverk Guðs. Hún var næstum ein persóna Guðdómsins. Fólk bar djúpa lotningu fyrir henni. Ég heyrði það oft tala fallega um hana. Það sagði stundum á morgnana:,, Nú er blessuð sólin komin upp."Og á kvöldin:,, Nú er blessuð sólin sest."Ég sá það stundum standa undir eldhúsgaflinum, þegar það kom á fætur, og krossa sig framan í hana. Það gerði ég líka.

Ég vissi ekki af hverju, nema þegar amma mín hafði fengið andarteppukast um nóttina eða skjöldótta kýrin bölvað mikið, þá vissi ég alltaf til hvers ég krossaði mig. Mér fannst krossarnir fullorðna fólksins vera þakkargerð til Guðs fyrir að vera sloppin lífs gegnum myrkur næturinnar. Og ég held það hafi líka verið svolítill ásetningur í því um Guði þóknanlega breytni þann daginn. Það var talsvert um það í Suðursveit að reyna að lifa eftir Guðs vilja. Þess vegna hefur enginn úr Suðursveit komist hátt í heiminum nema aðeins einn maður, og það er meira en öld síðan.
(Í Suðursveit bls 27)

Steinarnir tala - 1

En svo komu önnur kvöld, sem voru öðruvísi. Það var þegar tunglið skein úr austri. Þá stóð kamarþilið í björtum ljóma og út um rúðuna lagði hvítan glampa, eins og einhverjar dularverur hefðu kveikt ljós þar inni. Þá var gaman að líta út í baðstofugluggann eða standa hjá einhverjum úti á stéttinni og horfa á þetta fallega skáldverk, sem alltaf skín fyrir innri augum mínum, þegar ég heyri nefnda Tunglskinssónötu eftir Beethoven.

Steinarnir tala

Steinarnir tala - 2

Það lá opið fyrir mér að þekkja áttir. En það rann snemma upp fyrir mér, að ég vissi engar áttir nema hér um bil. Það gerði mig óánægðan. Það stríddi á mig að fá að vita réttar áttir. Áttir og vegalengdir, það var það fyrsta sem ég man til að mig langaði að vita með vísindalegri nákvæmni.

Steinarnir tala

Steinarnir tala - 3

Pappír, blek og pennar voru lífsnauðsynjar, sem ég gat aldrei án verið, eftir að móðir mín hafði gert það axarskaft að kenna mér að skrifa. Þetta keypti ég fyrir upptíninginn minn. Og þá hlakkaði ég mikið til, þegar komið var úr kaupstaðnum með drifhvítan pappír og gljáandi penna og svart blek í ferkantaðri byttu. Þá var gaman að lifa.

Steinarnir tala

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 6
Gestir þennan mánuð: ... 22
Gestir á þessu ári: ... 104544