Skip to main content

Steinarnir tala, - í orðsins fyllstu merkingu

347096090 681937557078744 2029325128884468402 n.jpg fjósiðNemendur á námskeiðinu Eldur og ís komu við í Þórbergssetri í júnímánuði. Um  var að ræða námskeið sem haldið var á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands í samvinnu við Rannsóknasetrið á Hornafirði og að því komu kennararnir Jakob Frímann Þorsteinsson, Þorvarður Árnason og Kolbrún Þ. Pálsdóttir ásamt sérfræðingum meðal annars úr hópi leiðsögumanna úr Fjallamennskunámi FAS.

Á námskeiðinu var lögð áhersla á beina reynslu og upplifun af náttúru Íslands og umfjöllun um náttúruvísindi með áherslu á eldfjalla- og jöklafræði . Tengingin við bókmenntir varð einnig magnaður vinkill, - að koma skynjunum og hughrifum náttúruunnenda í orð og fylla hugann af orðgnótt skáldanna  á sama tíma og skynfærin grípa dýrðina allt um kring .

Það var því mjög gaman var að fá þennan hóp i Þórbergssetur til að kynna einstakan bókmenntaarf Suðursveitar sem felst einmitt í náttúrulýsingum Þórbergs.  staldra við steininn sem talar, en hlýða síðan á upplestur úr bókinni Steinarnir tala, - þar sem fjallað er um náttúruna í kring um leið og nemendur og leiðbeinendur  góndu upp í klettana og  fengu þar með kennslustund í að sjá það ,,stóra í hinu smáa" og skynja einstakar lýsingar Þórbergs Þórðarsonar. á umhverfinu

Að lokum settust þreyttir ferðalangar niður hjá kúnum í fjósbaðstofunni á Hala og hlustuðu á lýsingar á búsetu fólksins á öldum áður. Þá voru kýrnar  hluti af íbúum heimilisins á Hala. - þó þær væru ,,öðruvísi í laginu enn mannfólkið."

355234595 6189545177825786 2972118827054360277 n.jpg eldur og ís 2

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 121
Gestir þennan mánuð: ... 6438
Gestir á þessu ári: ... 24462