Skip to main content

Skarphéðinn Gíslason, Vagnsstöðum

Þorsteinn Þorsteinsson, Höfn
Skarphéðinn Gíslason á yngri árumÞað var um 1885 að hjónin Gísli Sigurðsson og Halldóra Skarphéðinsdóttir reistu sér nýbýlið Vagnsstaði í Borgarhafnarlandi. Þetta var fyrsta nýbýlið í Suðursveit Og einnig mun svo hafa verið í Austur-Skaftafellssýslu.

Á þessum árum var mikill skortur á byggingarefni en fyrir landareigninni voru rekasælar fjörur og svo kom þar, er þau Gísli og Halldóra hugðu reisa sér bæ, að á fjörur rak 30 feta langan tekkbjálka, 3 fet á kant. Þessi happafengur kom sér vel og var sagaður niður í borðvið og sperrur og nægði til að klæða innan nýju baðstofuna á Vagnsstöðum.


Gísli og Halldóra eignuðust sex börn er upp komust. Eitt þeirra var Sigbjörn Jörgen Skarphéðinn. Hann var fæddur á Vagnsstöðum 18. janúar 1895 og þar ólst hann upp. Hann var af skaftfellsku bergi brotinn, bæði austan og vestan Skeiðarársands og fimmti ættliður frá Jóni Steingrímssyni eldpresti.

Á Vagnsstöðum átti Skarphéðinn heimili alla sína lífstíð. Heimilið á Vagnsstöðum var honum einkar kært og því deildi hann með bróður sínum Gunnari og mágkonu sinni Sigríði Þórarinsdóttur ásamt börnum þeirra Og síðast með bróðursyni og konu hans. Með allri þessari fjölskyldu voru miklir kærleikar og naut hver annars í því efni. Skarphéðinn var alla tíð ókvæntur.

Á uppvaxtarárum Skarphéðins var skólaganga bæði stutt og stopul, nánast lítið annað en lestur og skrift og smávægileg tilsögn í reikningi. Það varðaði því mestu í hverskonar jarðveg sú takmarkaða menntun féll sem var á boðstólum. Skarphéðinn hafði óbilandi áhuga á að afla sér þekkingar, einkum ef hún gæti stuðlað að framförum fyrir það fólk er hann lifði með og þekkti mest og best. Mörg tæknileg undur voru að ryðja sér til rúms úti í heimi en höfðu lítt komið við sögu hér á landi á uppvaxtarárum Skarphéðins. En um þau mátti lesa og til voru bækur á Norðurlandamálum sem vísað gátu veginn og með sjálfsnámi aflaði Skarphéðinn nokkurrar kunnáttu í tungu frænda okkar. Með því opnaðist ný lífssýn.

Skarphéðinn á Vagnsstöðum var mikill hagleiksmaður eins og margir í hans byggðarlagi og vel voru kunn þau ummæli séra Péturs Jónssonar á Kálfafellsstað um þá Borghefninga: „ Þeir eru fæddir með hamar og sög í hendinni“.

Skarphéðinn fór ungur að heiman og nam silfursmíði einn vetur norður á Vopnafirði og síðan söðlasmíði hér á Höfn, en starfaði við hvorugt; áhugamálin voru á öðrum vettvangi og það býsna mörg, um það var ekki að villast þegar rætt var við hann.

Mun þess nú freistað að tína til eitt og annað er hann lét sip skipta. Verður aðallega stuðst við útvarpsviðtal er Stefán Jónssonátti við hann og bréf Skarphéðins til Jóns Ívarssonar er varðveitt eru á Héraðsskjalasafni Austur-Skaftafellssýslu á Höfn auk ýmissa annarra heimilda.

II

Vatnsveitu- og rafveitumál voru Skarphéðni á Vagnsstöðum mjög hugstæð. Á öðrum tug þessarar aldar voru vatnsleiðslur táséðar í þessu héraði. Vatnsburður var erfiðisvinna og tímafrek, einkum ef bera þurfti vatn handa búfénaði.

Um þetta segir Skarphéðinn: „, Um vatnsleiðslur í hús og sveitabæi las ég fyrst í dönsku tímariti eftir þarlendan verkfræðing og sagði hann þar, að það væri sorglegur sannleikur að allsstaðar væru það konur, börn og gamalmenni sem báru vatnið í bæinn. Nú, þetta var þá eins og hér á landi“, og hann hófst því handa og leiddi vatn í Vagnsstaðabæinn. Þetta var árið 1918 og líklega fyrsta vatnsleiðslan í Suðursveit. Þarna voru nokkrir erfiðleikar, bærinn stóð hærra en vatnsbólið og þurfti hann því að smíða dælu til að koma vatninu á áfangastað en þetta varð til þess að margir hófust handa í þessum efnum.

Í útvarpsviðtali frá 1966 sem sá góðkunni útvarpsmaður Stefán Jónsson átti við Benedikt Þórðarson á Kálfafelli, segist honum svo frá:

„Hér var langur og erfiður vatnsvegur og það þurfti að bera vatnið úr lind neðan við bæina. Ég braut mikið heilann um hvernig hægt væri að bæta úr þessu. Svo er það eitt vor að á ferð er mikill uppfyndingamaður, Jóhannes Reykdal úr Hafnarfirði, og hann gistir hjá mér. Ég ber þetta undir hann en hann segir að þetta sé nú ekki auðvelt, brekkan sé það mikil. Helst væri að setja upp dælu á miðri leið sem gæti dregið til sín vatnið og þrýst því svo áfram í bæinn. Rétt á eftir kemur svo Skarphéðinn á Vagnsstöðum að máli við mig og segist geta leyst þetta. Nú sé komin ný uppfynding til að koma vatni á móti brekkunni, það sé svokallaður vatnshrútur. Hann leiðir mér svo þetta fyrir sjónir, að það sé nauðsynlegt fyrir okkur að taka þennan vatnshrút og hann pantar hann svo fyrir okkur bændurna ásamt pípum. Þetta mun hafa verið 1925. Þetta var alger nýjung og fyrsti vatnshrúturinn sem kom í þessa sveit. Hann hefur svo gengið og fullnægt okkur fram á þennan dag. Það er ekki bara þetta, það var á mörgum sviðum sem Skarphéðinn var frumkvöðull að nýjungum og gerði ótal margt fyrir þessa sveit“

Í framhaldi af viðtalinu við Benedikt spyr Stefán Skarphéðin:
„Hvað er svo vatnshrútur?“

„Það er nokkurskonar dæla sem vinnur sjálf, fundin upp af frönskum manni, en svo tóku Þjóðverjar uppfyndinguna og hafa smíðað hann mest og best í langan tíma. Þessi sem keyptur var að Kálfafelli og allir sem ég pantaði voru smíðaðir í Hannover og það eru bestu tæki sem ég hef komist í kynni við, ég held mér sé óhætt að segja að þeir gangi enn þá og geri fullt gagn. Það er vatnið sem knýr þá, 9/10 fara til einskis (knýja dæluna) en 1/10 kemst upp í Upphús á Kálfafelli“.

III

Um 1915 var rafmagnið óðum að koma til sögunnar hér á landi. Jóhannes Reykdal hafði virkjað Hafnarfjarðarlækinn 1904 og var það fyrsta vatnsrafstöðin hérlendis. Seyðfirðingar höfðu byppt myndarlega rafstöð 1913 sem framleiddi riðstraum og var það sú fyrsta þeirrar tegundar hér á landi. Eskfirðingar höfðu fáum árum áður virkjað fyrir bæinn sinn og í vaxandi mæli litu ýmsir bæjar lækinn hýru auga. Skarphéðinn á Vagnsstöðum fylgdist gaumgæfilega með þessum nýjungum og varð nú ötull við að vek ja með bændum áhuga fyrir nytsemi bæjarlækjarins. Hann segir svo |bréfi til viðtakanda: „Um 1916-1917 dvaldi ég 3 misseri á Austur og Norðurlandi og kynntist þar fjölda fólks sem ég hafði mikið gagn og gaman af. Svo er það eitt sinn að ég fæ bréf í pósti með fallegri rithönd frá verslunarmanni sem ég hafði bara lítið kynnst. Hann segir þar meðal annars að nú séu miklar og merkilegar nýjungar að ryðja sér til rúms í heiminum, sem honum segir svo hugur um að ég verði allmikið við riðinn og skuli ég nú sem fyrst fara til Hafnarfjarðar og sjá ljósadýrðina þar og nú sé þetta framtíðin“. Þetta var nokkur hvatning fyrir ungan og áhugasaman mann.

Þórhallur kaupmaður Daníelsson kom á fót mótorknúinni rafstöð á Höfn 1922 til að annast rafmagnsframleiðslu fyrir verslunina, verstöðina og örfá hús í þorpinu. Jón Guðmundsson, rafvirki úr Reykjavík, sá um uppsetningu stöðvarinnar og með honum unnu Gísli Björnsson Höfn, Helgi Arason Fagurhólsinýri og Skarphéðinn á Vagnsstöðum. Allir þessir menn áttu síðan eftir að koma mikið við sögu rafvæðingar í sýslunni. Á Höfn var svo Skarphéðinn rafstöðvarstjóri í 2 1/2 vetur.

Eftir þetta gerði Skarphéðinn ýmiskonar áætlanir varðandi uppsetningu rafstöðva í sveitum og setti upp 18 rafstöðvar á ýmsum sveitabæjum og annaðist jafnframt innkaup á efni og vélum. Þetta leiddi til þess að hann var um tíma ráðunautur Búnaðarsambands Austurlands og Búnaðarsambands Suðurlands. Væru þessar rafstöðvar gerðar við góð efni og aðstæður gátu þær dugað allt að 40 árum og möluðu eigendum sínum gull.

Ekki smíðaði Skarphéðinn nema einn vatnshverfil, en hann var settur upp á Hala í Suðursveit þegar þar var virkjað. Hann útvegaði aðra erlendis frá eða fékk þá smíðaða hjá Helga Arasyni á Fagurhólsmýri.

Í áðurnefndu útvarpsviðtali spurði Stefán Jónsson hvaðan í ósköpunum Skaftfellingar hafi fengið þessa lukku í lúkurnar?

„Ja, það er nú fyrst og fremst af eðlishvötinni, að bjarga sér, og svo náttúrlega af bókum eins og bókinni Lommebog for Mekaniker eftir Peter Lobben, þann fræga mann, sem maður las sér til gagns og skemmtunar“.

Fyrir síðari heimsstyrjöldina kom upp mikill áhugi að virkja Smyrlabjargaá og reisa þar aflstöð sem fullnægt gæti héraðinu. Einhverra hluta vegna fann þessi hugmynd ekki náð fyrir augum Skarphéðins á Vagnsstöðum. Hann óttaðist að vatnsmagn árinnar yrði ótryggt en vatnsmiðlun yrði óyfirstíganlega kostnaðarsöm. Kanske yrði þá gert að fullu út af við rómantík litlu heimilisrafstöðvanna.

Í október 1944 segist hann í bréfi til Jóns Ívarssonar fyrrverandi kaupfélagsstjóra vera að hefja uppsetningu á 4 eða 5 vindrafstöðvum og tilnefnir bæina. „„Menn langar svo mjög til að fá ljósin sem fyrst bæði björt og mörg í heimili sín, margir hafa litla trú á ljósum frá stóru orkuverunum út um hinar dreifðu byggðir lands okkar, og það hefi ég nú líka. Vötnin okkar verða líka lítil á vetrum.
Til dæmis varð Smyrlabjargaáin 26/2 - 4. mars í fyrra vetur 58 lítrar á sek. eða 58 hestöfl (100 metra fallhæð)“.

Í öðru bréfi til Jóns Ívarssonar dagsettu 5. maí 1945 minnist Skarphéðinn á samþykkt frá bændafundi þar sem fyrirhugað var að stofna rafveitusjóð í héraðinu til að koma á fót almenningsrafveitu með orkuframleiðslu frá Smyrlabjargaá. Hann segist álíta að meðan hugur fjöldans til þessa máls sé ókunnur og þar sem fyrirhuguð orkuframleiðsla í væntanlegri virkjun muni verða mjög ótryggð þá sé nauðsynlegt að ræktun í sveitum komi fyrst. „Æn vonandi leysir atómorkan öll okkar sem annarra rafveitumál““ segir hann nokkrum mánuðum síðar Skarphéðinn á Vagnsstöðum lifði það að sjá virkjun við Smyrlabjargaá komast Í gagnið. Við starfsmenn Rafmagnsveitna ríkisins buðum honum eitt sinn að skoða virkjunina og ég held að honum hafi þótt ósköp vænt um þá ferð. Hann var glaður Og ræðinn að vanda og hafði margt á hraðbergi um tæknina og framtíðina, en sagðl svo eitthvað á þessa leið um mannvirkið sem við vorum að skoða. „Mann óraði varla fyrir því að fjármunir væru til staðar til að gera þessa myndarlegu vatnsmiðlun en það er hún sem gerir virkjunina mögulega. Það var oft svo lítið vatn í ánni og skriðjökultungan sem gaf þó nokkurt vatn fyrr meir var óðum að hverfa. Já, það má margt gera ef peningar eru fyrir hendi“.

Ingvar Þorláksson, sá mikli hagleiksmaður, minnist þess að hafa verið með Skarphéðni við uppsetningu rafstöðvar á Hlíð í Lóni um 1930. Hann segir svo frá:
„Ég hjálpaði Skarphéðni að setja upp rafstöðina. Átti þá heima á Hala en var í vegavinnu í Almannaskarði en fékk mig lausan og fór með Héðni austur að Hlíð.

Skarphéðinn hafði pantað rafalinn frá Tómas B Trige í Danmörku og allt raflagnaefnið frá útlöndum en túrbínuna hafði Helgi á Mýrinni smíðað að mig minnir. þrýstivatnspípurnar voru ur gufukatli, ég held að hvert rör hafi verið 2 1/2 meter að lengd. Þau voru þannig skeytt saman að annar endinn á hverju röri var hitaður í smiðju og sleginn út og svo var endinn á næsta röri látinn ganga inní og þannig koll af kolli. Þetta var vel þétt en nokkurt bras að ganga frá þessu.

Við höfðum svo verkaskipti og Skarphéðinn fól mér að ganga frá raflögninni í húsinu meðan hann gekk frá vélunum. Þetta gekk allt saman vel þar til stöðin var sett í gang og kveikja átti ljósin. Þá brunnu öll vörin í töflunni. Nú voru góð ráð dýr, það þykknaði í Skarphéðni og hann áleit að nú hefði mér orðið á í messunni. Taka þyrfti niður alla lögnina og leggja allt upp á nýtt. „„ Eigum við ekki að prófa að slökkva á öllum rofunum og kveikja síðan á einum í einu ', sagði ég með hálfum huga. Þetta var svo gert og allt var í lagi þar til kom að ljósinu í stofunni. Þá fóru vörin aftur, því var augljóst að þarna var bilunin. Í stofuna hafði verið sett ný og vegleg ljósakróna, en við athugun kom í ljós að þar sem leiðslurnar greindust í armana voru þær snúnar saman í einn vöndul og þar var skammhlaupið. Þegar þetta hafði verið lagfært gekk allt eins og í sögu og allir ánægðir að sjá árangurinn að verkalokum“.

Því er þessi saga sögð hér að máski er hún dæmigerð á þessum frumbýlingsárum rafvæðingarinnar, tækjakostur í algeru lágmarki og efni oft óhentugt og notað það sem til féll, einkum úr strönduðum skipum. En ánægja og þakklæti fólksins sem naut þess að geta virkjað hentugan bæjarlæk í landareigninni lét ekki á sér standa.

Þegar Skarphéðinn á Vagnsstöðum varð sextugur fékk hann brét frá vini sínum, Sigurði Halldórssyni bónda á Valþjófsstöðum í Öxarfirði. Þar segir meðal annars: „Ég og heimili mitt eigum þér svo mikið að þakka, þú skilur, þegar ég nefni heimilið; rafurmagnið á sinn mikla þátt í að gera heimilin vistleg og ánægjuleg. Óvíst er hvort hér hefði verið búið að virkja ef spor þín hefðu ekki legið í þetta hérað. Í tugi ára hefur fjöldi bænda í þessu héraði þráð rafurmagnið en ekki treyst sér fjárhagslega að virkja sín eigin vatnsföll og mér finnst jafnvel líklegt að ég hefði verið í þeirra flokki ef ákvörðun hefði ekki verið tekin 1929. Nú erum við hér á Valþjófsstöðum búin að hafa rafurmagnið í rúm 24 ár og hefur það reynst okkur svo dásamlega vel að slíkt má heita dæmafátt. Túrbínan er sú sama og stöðin á sama stað en við þorðum ekki að treysta dínamónum lengur sem þú settir niður og fyrir þremur árum keyptum við 15 kw dínamó af Kaupfélagi N- Þingeyinga, lítið notaðan“.

Ellefu árum síðar segir Skarphéðinn í viðtali við Stefán Jónsson: ,„Nú er ég svotil alveg hættur rafmagnsviðgerðum nema rétt til gamans, það eru aðrir teknir við, miklu lærðari“.

IV

Hagleiksgáfa Skarphéðins beindist einnig að bátasmíðum. Hann sagðist hafa verið barn að aldri í foreldrahúsum þegar hann fór að fylgjast með smíði „útsjávarskipa“ þegar Þorsteinn Arason á Reynivöllum handlék smíðaviðinn. „Hvílíkt heimsundur var þessi maður að geta smíðað svona fallegt skip“, og hann strengdi þess heit að smíða báta þegar hann væri orðinn stór og svo fór að Skarphéðinn lærði að smíða báta hjá Birni Eymundssyni í Læk jarnesi í Nesjum. Skarphéðinn sagði: „Hann var einn af fjólhæfustu smiðum hér í sýslu fyrr og síðar, bátarnir sem hann smíðaði voru með sérstöku lagi, flatbotnaðir, breiðir og flutu grunnt. Ég notaði þetta lag að nokkru leyti. Það er mjög gaman að smíða báta, það er líka mikil list að smíða góða báta, bæði sterka, létta og lögulega og sæmilega ganggóða. Það geta ekki nema afburðamenn. Ég smíðaði einn þó nokkuð góðan með sög sem kostaði S krónur. Það voru 3 blöð í sama skaftinu. Hann var smíðaður í hesthúsi í Árnanesi um vetrartíma við lítið ljós. Það var merkilegt við þennan bát að Englendingar stálu honum eitt sinn af Melatanga og misstu hann en báturinn rak alheill vestur á Mýrum.“

Stefán spyr þá hvort hann hefði komið fyrir þeim „vélum“ í bátnum að hann þyldi að Englendingar stælu honum? „Nei“,sagði Skarphéðinn. ,, Þeir verða að fljóta eins og aðrir“.

Skarphéðinn smíðaði 30 báta og eitt sinn voru gerðir út til fiskjar 6 bátar, 3 af Mýrum og 3 úr Suðursveit sem hann hafði smíðað. „„Þeir voru smíðaðir úr tré en það er ósköp leiðinlegt að vita það, að hafa fórnað tíma og fyrirhöfn í þetta af því að timbrið er svo forgengilegt. En fiberglerið, sem nú er að koma á markaðinn, það er óforgengilegt, það fúnar ekki, hefði maður haft það og lært að smíða úr því, það hefði verið allt annað.“

Skarphéðinn hafði mikinn áhuga á sjósókn og fiskveiðum en var haldinn þeim annmarka að vera sjóveikur og átti því erfitt með að stunda sjóróðra af þeim sökum. Svo enn sé vitnað Í útvarpsviðtal Stefáns Jónssonar frá árinu 1966 segir Skarphéðinn: „„Það var gaman að fara á sjó þegar vel lét en nú fiskast aldrei bein úr sjó þó maður fari. Fiskurinn er ekki til í sjónum, hann er upprættur. Það er búið að eyðileggja hann með netunum vertíð eftir vertíð. Það er búið að drepa allar hrygnurnar og svilfiskinn. Sem sagt allan kynþroska fiskinn. Hann er drepinn hér á grunnmiðunum þegar hann kemur að þangað til að hrygna.

„Ekki heyrist mér það nú á fiskifræðingunum, að það sé búið að drepa allt of mikið af fiskinum, “ segir þá spyrjandinn.
„Nei, heldur hvað, því rekur enginn fiskur, því veiðist enginn fiskur á færi þó róið sé út á fertugt? Halda þeir að hann sé orðinn svo vitur að hann sé hættur að bíta á krókinn? Fiskurinn er jafn heimskur og hann hefur alltaf verið. Hann er bara uppurinn.

V

Skarphéðinn á Vagnsstöðum átti sér fjölbreytileg hugðarefni og þar á meðal um margt sem gerist í náttúrunnar ríki. Hann annaðist mælingar á skriðjöklum og fylgdist grannt með breytingum þeirra. Hann aðstoðaði Sænsk-íslenska Vatnajökulsleiðangurinn 1936 og hélt uppi snjómælingum fyrir hann í þrjú sumur.

Árið 1932 voru á ferð sex jarðfræðistúdentar frá Cambridgeháskóla og nutu þeir aðstoðar Skarphéðins með flutning upp á jökulinn. Þeir héldu norður yfir jökul, allt til Herðubreiðar og fóru sömu leið til baka. Þeir nefndu skriðjökulstungu vestan Kverkfjalla Skarphéðinsjökul, sem þakklætisvott fyrir aðstoðina. Þegar von var á leiðangursmönnunum til baka segir Skarphéðinn að sig hafi dreymt að hann sæi til ferða þeirra þar sem þeir eru að koma til baka sömu leið yfir jökulinn. Hann tók mark á draumnum og hlýddi kallinu. Og daginn eftir, í háslættinum, heldur hann af stað inn á jökulinn norður af Staðardal, og viti menn, sér hann þá ekki alla leiðangursmennina koma á móti sér með farangur sinn dragandi á sleða. Bretarnir urðu yfir sig hissa en allshugar fegnir að fá þarna kærkomna aðstoð við að komast með farangurinn niður af jöklinurn.

Í bréfi til Jóns Ívarssonar frá 6. september 1944 vekur Skarphéðinn athygli á því að Heinabergsvötnin myndu bráðlega taka að renna í Kolgrímu. Þau höfðu verið mikill farartálmi og fyrirhugað að hefja þar brúargerð á næsta ári. Og rúmlega hálfu ári síðar segir hann enn í bréfi til Jóns að vötnin séu nú að hverfa undan fyrirhuguðu brúarstæði og skrifar um bílvegina í sveitinni og samgöngumálin í því sambandi. „Þá væri nú svo stór og dýr brú fáum til gagns... en nú í vor hafa bæði Smyrlabjargaá og Staðará verið langtum verri yfirferðar sökum bleytu sem í þeim er."

„„Mikið gagn hefur okkur A-Skaftfellingum verið að flugsamgöngunum frá Rvík við Hornafjörð í vetur og vor.“ segir Skarphéðinn við Jón Ívarsson. Á stóra fundinum sem haldinn var þá um veturinn í fundarhúsinu við Kálfafellsstað var ákveðið að gangast fyrir fjársöfnun og leggja nokkrar krónur í Flugfélag Íslands „„og voru margir með kr. 200,007. Og sumarið 1944 á slætti ,,var ég ásamt 2ur mælingamönnum úr Rvík að kortleggja flugvöll fyrir Suðursveit í Hellalandi suður af Kálfafellsstað, og er það líklegasti staðurinn hér í sveit fyrir flugvöll að áliti Bergs G. Gíslasonar... og líka eini ræktanlegi bletturinn í Miðþorpi og væri þarna því sjálfsagður hlutur að slá tvær flugur í sama höggi. Tún fyrir allt Miðþorpið og svo flugvöll um leið, en þetta er nú að vísu verkefni stærri landbúnaðarvéla svo sem skurðgrafa og lokræsaplóga... en þetta er nú þar sem hinir gullnu draumar eiga að rætast.

VI

Þegar heyrðist um vélþurrkun á heyi tók Skarphéðinn viðbragð og tók nú að afla sér þekkingar á því sviði og setti upp súgþurrkunarvél á Vagnsstöðum. Í bréfi til Jóns Ívarssonar dagsettu 26. mars 1946 leggur hann til að Samband íslenskra samvinnufélaga útvegi hentugar vélar til súgþurkunar, „til þess að vera ekki eins háðir rosanum.“ Síðan vekur hann athygli á, að nauðsynlegt sé að hafa á boðstólum hentugar dísilvélar fyrir þá sveitabæi sem ekki hafa möguleika á vatnsaflsvirkjun.

Nú er manni spurn: Af hverju kaus Skarphéðinn að fela SÍS innkaup á vélum, var hann ekki eindreginn stuðningsmaður einkaframtaksins? Í pólitíkinni var hann ákveðinn sjálfstæðismaður. En félagshyggjan gnæfði hátt í huga Skarphéðins og hagsæld almennings var öllum boðorðum æðra í hans huga. Í bréfum hans til Jóns Ívarssonar er víða komið við og í mörgum þeirra speglast hans helstu áhugamál.

Í bréfi til Jóns Ívarssonar dagsettu 2. september 1939 ræðir hann nokkrar áhugaverðar framkvæmdir en erfitt muni að sjá fyrir um framvinduna eftir þá „ voðalegu bliku sem dregið hefur á loft í álfu vorri. Þá má enginn fyrir sjá hvaða enda hefur, hvorki fyrir okkar þjóðarlíf né annarra og er því fyrir mínum sjónum og líklega fleiri skollin yfir sú svartnættis niðamyrkursþoka sem vafasamt er hvenær þjóðirnar sjá útúr eða roða af degi og sól.“

Styrjaldarárin þokast áfram. 6. september 1944 skrifar hann Jóni og segir meðal annars að mikill skortur sé á byggingarefni hjá Kaupfélaginu og vanti bæði járn og timbur en fari nú vonandi að lagast „,því þessu heimsstríði er nú vonandi að verða lokið og verður vonandi það síðasta í okkar tíð og í langan tíma þar á eftir.“

Í bréfi til Jóns dagsettu 5. maí 1945 stendur þetta: „Margir ætla nú að flytja á Höfn á þessu vori, í draumalandið til gullsins sem veltur þar nú í stríðum straumum og sem margir vilja ná í.“ Og í lok bréfsins segir: „Þá er nú þessu ógnar heimsstríði loks að verða lokið sem mál var til komið og er nú vonin að ekki þurfum við að lifa fleiri stríð eða það þriðja stóra á fáum árum. Þá er vonin að batnandi tímar fari í hönd fyrir okkar þjóð sem aðrar, en fáum við einstaklingar framar að kaupa inn okkar smíðaáhöld og rafmagnsvörur o.fl. hvar sem vera skal í veröldinni? Víst verður þaðvarla og á meðan svo er þá tel ég okkur einstaklinga í viðjum verslunaránauðar næstum þeim sem voru þá Danir réðu hér lögum og lofum. Það sýnist semsé óþarfi að láta heildsala græða stórfé á því að kaupa inn vörur fyrir Pétur og Pál og okra á öllu saman eins og hægt er, en bæði innkaup og sala neytenda er það besta og sjálfsagðasta fyrir okkar þjóð“.

VII

Í lok heimsstyrjaldarinnar rak á land mikinn fjölda tundurdufla og var því brýn þörf á að gera þau skaðlaus. Skarphéðinn aflaði sér þekkingar á þessu sviði og ferðaðist um sýsluna frá Skeiðarársandi Og austur fyrir Hvalnes til að gera þessar hættulegu vítisvélar óvirkar. Þetta var áhættusamt starf og stundum erfitt. En með natni, varfærni og góðri kunnáttu tókst þetta giftusamlega og það var ekki frítt við að honum þætti nokkuð til um tæknina sem þarna var að verki þó honum fyndist tilgangurinn og markmiðið illyrmislegt.

Á þessum árum komst það hámæli að gera landshöfn á Hornafirði. Í bréfi til Jóns frá 6. janúar 1946 ræðir hann þetta mál og finnst hugmyndin fráleit; „„...að gjöra Hornafjörð að landshöfn, þann forarpoll. Nú í morgun gat Súðin ekki komist inn á ósinn sökum brims eða hvað hefði það stoðað þó að miljónir króna hefðu legið í húsum og allskyns mannvirkjum inn á landi?“ Það væri vitað mál af öllum meðalgreindum mönnum að Hornafjörður hafi verið og sé að grynnast svo lengi sem jökulvötnin renni til sjávar og bera jökulleirinn með sér. Og þar á ofan sé landið líklega að hækka. Það sé svo óendanlega margt sem sé þarfara, t.d. að ráðast í stóra og veglega ullarverksmiðju og skinnaverksmiðju. Því það sé mesta hörmungin að hugsa sér að þurfa að selja þau litlu hráefni sem við eigum óunnin úr landinu fyrir sem ekkert verð og láta svo stóru og ríku þjóðirnar, sem allt hafa til alls, raka saman fé á okkar vörum. Fyrst og fremst ættum við að kappkosta að verða sjálfum okkur nógir.

VIII

Góð heilsa og holl fæða var Skarphéðni mikið hjartans mál. Hann hreifst af kenningum náttúrulækningarmanna og hélt þeim óspart á lofti. Hann segir svo í einu bréfa sinna til Jóns: „Það gengur illa að fá hingað malað heilhveiti. Slíkt er landi og þjóð hreinasta hneyksli að geta ekki fengið hollar fæðutegundir sem fólkið þarf og á að lifa af. En hvíta hveitið er ónýtt sem fæða og dýrt en fæst ótakmarkað. Já, þjóðin er fáfræðingur í þeim sökum. „„Og á öðrum stað segir: „Ég veit nú og hefi alllengi vitað hvað heilsan er dýrmæt og ég held nú að ef menn hafa réttar fæðutegundir, þá er okkur borgið, að vera hraustir og geta unnið og unnið vel... og ég veit að það eru fjöldanum holl skipti.“

Eins og áður segir var Skarphéðinn mikill félagshyggjumaður. Hann var einn af stofnendum Ungmennafélagsins Vísis í Suðursveit og síðar heiðursfélagi þess. Einnig var honum hugleikin starfsemi Menningarfélags Austur-Skaftfellinga að minnsta kosti framan af árum. En árið 1946 hefur hann nokkrar áhygejur af dvínandi þrótti hjá félaginu og fleiri félögum og í bréfi til Jóns sagðist hann ekki hafa haft áhuga á að sækja Menningartélagsmótið sem haldið var haustið áður. „Það er hér svo lítið líf í því sem mestu varðar, líður svona áfram eins og lygn á, tilþrifalaust og ólgulaust og er þá lítið gaman að lífinu. Því þó næðið sé gott þágetur það verið um of.“
Í bréfi til Jóns 21. janúar 1952 ræðir hann um skólana og segir: „„-.„ég tel ekki nema hálfsagða söguna með að byggja stóra og dýra skóla og kenna svo ekki nema bara á bókina eina, hún er sjálfsögð fyrst, en svo verklegt samhliða. Þá er tilganginum náð.“

Í bréfinu minnist hann á ýmsar nýjungar sem þá voru að koma fram í dagsljósið en gagnrýnir annað. „Svona er nú margt ágætt til nú sem ekki var til í okkar ungdæmi og er dálítið slæmt að vera orðinn svona gamall, og þó er svolítið gott í aðra röndina að vera orðinn þetta gamall sem ég er og sleppa sem fyrst að horfa upp á marga bölvaða vitleysuna. En ansi var nú gaman að hlusta á öll erindin og hugmyndaflugið hans Gísla Halldórssonar vélaverkfræðings, frænda míns, um geimförin öll. Það er náttúrulega ekki gott að taka fyrir hvað gjört verður í þeim og öðrum efnum í framtíðinni. “

Skarphéðinn á Vagnsstöðum skrifaðist á við marga og hann fékk líka bréf víða að. Þórður Sturlaugsson, forstöðumaður verslunar Sturlaugs Jónssonar éz Co, skrifar honum m.a. eftirfarandi í bréfi dagsettu 5. október 1973. S

„Kæri Skarphéðinn. Mikið er alltaf gaman að heyra frá þér, þú hefur alltaf frá svo mörgu að segja og frásagnargleðin svo mikil að maður hrífst með og les þessar „örfáu línur“ (fjórar þéttskrifaðar síður) til enda án þess að líta upp. Þú mátt víst reiða þig á það að þegar vegurinn hans Jónasar Péturssonar er kominn alla leið verður enginn friður lengur í þinni sveit fyrir blikkbeljum og draumadruslum þeim sem bílar eru nefndir“

Þann 28. október 1974 skrifta Gunnar Hoppe, rektor við Stokkhólmsháskóla, Skarphéðni bréf þar sem segir m.a.

„Í júlímánuði 1952 ferðaðist ég ásamt Jóni Jónssyni jarðfræðingi kringum Vatnajökul og hafði ég þá mikla ánægju af að heimsækja þig og ræða við þig um hegðan jöklanna. Í ágúst í sumar, 22 árum síðar þegar við Sigurður Þórarinsson ásamt fleirum ferðuðumst kringum landið og fórum nýju leiðina yfir Skeiðarársand og áttum þess kost að heilsa upp á þig, þá gladdi mig mikið að sjá þig frískan og hressan og jafn vingjarnlegan og heillandi og fyrrum. “

IX

Þannig var Skarphéðinn á Vagnsstöðum hress og glaður op umræðuefnin skorti ekki. Það kann að vera að stundum hafi brugðið fyrir ögn af því sem kalla mætti fordóma eða dómhörku, en það voru bara él sem stóðu stutt. Þannig er oft með þá sem mikið hafa að segja og mikið vilja gera en sjá hinn gullna draum stundum þoka fyrir hinum gráa og kalda veruleika.

„Eina glaða endurminningin er að hafa lifað þessa löngu liðnu tíma með hugljúfu og vonglöðu fólki, sem ég bið Guð að blessa lífs og liðið fyrir hugljúfar samverustundir“.

Þessi orð voru trúlega þau síðustu sem hann Skarphéðinn á Vagnsstöðum festi á blað. Hann andaðist að heimili sínu 18. desember 1974 eftir skamma sjúkdómslegu og vantaði þá réttan mánuð í áttrætt. Hann var Jarðsunginn frá Kálfafellsstaðarkirkju 28. desember að viðstöddu fjölmenni.

„Já, hann Skarphéðinn er dáinn og gamla rafstöðin mín er hætt að snúast. En áfram veltur tímans hjól með sínum jafna hraða. Það skilar okkur ýmsu á leið sinni bæði góðu og vondu. En er ekki lítið um að það skili okkur eins fórnfúsum mönnum eins og Skarphéðinn á Vagnsstöðum var, sem vildi svo margt fyrir fólkið gera til að létta því lífsbaráttuna og tryggja öryggi þess án þess að innheimta daglaun að kvöldi?“

Þannig mælti Steinþór Þórðarson á Hala í minningargrein og
skulu það vera lokaorð þessa pistils.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 71
Gestir þennan mánuð: ... 6595
Gestir á þessu ári: ... 24619