Skip to main content

Ég skapa – þess vegna er ég - inngangur

Sá sem tekur sér fyrir hendur að gera rækilega úttekt á skrifum Þórbergs Þórðarsonar kemst fljótlega að raun um hve tröllaukið verkefnið er. Helgast það fyrst og fremst af því hversu fjölbreytileg svið skrif hans spanna. Þórbergur skrifar um sjálfan sig og sín fjölmörgu hugðarefni af ólíkum sviðum tilverunnar. Auk þess að fjalla um sjálfan sig og sjálfsverund á einkar skapandi og nýstárlegan hátt skrifar Þórbergur um annað fólk, um þjóðfélagsmál, um vestræn og austræn trúarbrögð, um spíritisma, guðspeki og jóga, um málvísindi, orðasöfnun og esperantó, um stjórnmál, hugsjónir og menningu, um mannlíf í íslenskri sveit og þéttbýli, sem og víða um heim, um þjóðtrú og hindurvitni, um íslenskar og erlendar bókmenntir og þannig mætti lengi telja.

Lesa alla greinina (pdf)

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 5793
Gestir á þessu ári: ... 23817