Fyrir ofan Hala er minnisvarði um bræðurna frá Hala, Þórberg Þórðarson rithöfund, Steinþór Þórðarson bónda á Hala og Benedikt Þórðarson bónda á Kálfafelli. Út frá minnisvarðanum hafa verið merktar tvær gönguleiðir í austur og vesturátt. Gönguleiðirnar eru settar upp sem ratleikir undir heitinu, Söguferðir í Suðursveit, þar sem lítil skilti með sögum úr verkum Þórbergs og tilvitnunum í sögur Steinþórs, bróður hans, varða leiðirnar. Hægt er að fara þessar gönguleiðir á eigin vegum, en einnig er hægt að hafa leiðsögumann frá Þórbergssetri með í för ef óskað er.
,,Suðursveit er ævintýraland sem fleiri mættu gefa gaum að en hingað til.” segir Hjörleifur Guttormsson í grein sinni, Heillandi Suðursveitarfjöll
Söguferð með Þórbergi er merkt gönguleið frá skógræktargirðingunni í Staðarfjalli að barmi Klukkugils. Á þeirri leið eru átta söguskilti sem segja m.a. gamlar munnmælasögur af pöpum og búsetu þeirra. Á Steinadal fannst fyrir nokkru merkar fornminjar frá landnámstíð, og líklegt er að þar sé fundið hið forna Papbýli sem getið er um á fyrstu síðum Landnámabókar. Um þennan merka fornleifafund er einnig hægt að lesa á Þórbergsvefnum. Sérstök sýning um þennan fornleifafund er í Þórbergssetri.
Hægt er að panta gönguferðir með leiðsögn í Þórbergssetri um allt þetta svæði þ.e. Staðarfjall og Steinadal þar sem sögð er sagan af Papbýli hinu forna en einnig sagan af landnytjum og smalaferðum bænda í Suðursveit um fjalllendið allt frá innstu leitum í Hvannadal upp í efstu eggjar Steinadals.
Hönnuðir
Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.
Upplýsingar
Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar.
Gestakomur
Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 8411
Gestir á þessu ári: ... 86474