Skip to main content

Upplestur Ragnheiðar Steindórsdóttur

 

ragnheiðurEins og fjallað hefur verið um hér á síðunni áður var haldin bókmenntahátið á Þórbergssetri þann 11. mars en 130 ár eru liðin frá fæðingu Þórbergs. Þann sama dag og steininn úr klettunum gerðist sjálfstæður einstaklingur og tillti sér á veginn fyrir neðan Sléttaleiti. Þessi atburður setti hátíðina í stærra samhengi og dulmagnaðra. Á hátíðinni las Ragnheiður Steindórsdóttir einmitt kafla úr Steinarnir tala þar sem Bergur litli veltir fyrir sér náttúru steinanna sem hann taldi vera mest lifandi af öllum „dauðum hlutum“. Hér má nú hlýða á þennan frábæra upplestur Upplestur Ragnheiðar.

 

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 117
Gestir þennan mánuð: ... 5910
Gestir á þessu ári: ... 23934