Skip to main content

Guðrún Eva segir:

Ég hélt að uppáhalds tilvitnunin mín í Þórberg væri úr Einum kennt, öðrum bent, en um daginn var ég að lesa Bréf til Láru og fann hana þá þar. Kannski er hún í báðum bókunum og ef svo er finnst mér það mjög skiljanlegt. Sjálf hef ég stolið henni og notað oftar en einu sinni. Kannski hefur hann stolið henni frá einhverjum öðrum, enda um að gera að láta hana ganga. Þegar ég slæ um mig með henni geri ég það eftir minni og þá hljómar hún svona:

           

            Sá, sem veitir mannkyninu fegurð er mikill velgerðarmaður þess. Sá, sem veitir því speki, er meiri velgerðarmaður þess. En sá, sem veitir því hlátur, er mestur velgerðarmaður þess.

(Úr kaflanum Gaman og glens í Bréfi til Láru)

(Guðrún Eva Mínervudóttir)

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 5423
Gestir á þessu ári: ... 13463