Bókmenntahátíð í Þórbergssetri 22. mars 2015

Oraefi 175x265Sunnudaginn 22. mars næstkomandi verður árleg bókmenntadagskrá í Þórbergssetri í tilefni af því að í marsmánuði er afmælisdagur Þórbergs Þórðarsonar . Hann var fæddur á Hala í Suðursveit 12. mars 1888. Gestir hátíðarinnar verða að þessu sinni Ófeigur Sigurðsson rithöfundur sem les úr bók sinni Öræfi og segir frá tilurð hennar. Bókin Öræfi hefur vakið mikla eftirtekt og hlaut hin íslensku bókmenntaverðlaun fyrir árið 2014. Í umsögn um hana kemur fram að,,Á köflum er þessi bók nokkurs konar sálumessa yfir Íslandi. Þetta er magnaður óður um öræfi landsins, öræfi mannssálarinnar og öræfi íslenskrar menningar. Hér skiptist á fjarstæðukennt grín og kraftmikil ádeila og allt vitnar um djúpa tilfinningu höfundar fyrir íslenskri náttúru og mannlífi gegnum aldirnar“.

Systurnar Þórunn Erla Valdimarsdóttir og Lilja Valdimarsdóttir verða einnig gestir hátíðarinnar. Þórunn les úr sjálfsævisögu sem hún er að skrifa um þessar mundir og saman ætla þær að spila nokkur vel valin lög á píanó og horn en Lilja er hljóðfæraleikar í Sinfoníuhljómsveit Íslands.

Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur sem nú er að ljúka við doktorsritgerð um verk Þórbergs Þórarsonar flytur erindi sem hún kallar Rómantísk vitfirring og dýrð náttúrunnar. Nokkur orð um landslagslýsingar Þórbergs í Suðursveitarbókunum. Væntanlega kemur út ný bók um Þórberg Þórðarson fljótlega, höfundarverk Soffíu Auðar sem hún hefur verið að vinna að á undanförnum árum.

                                                   Dagskráin er eftirfarandi:

14:00 Öræfi; Ófeigur Sigurðsson les úr verðlaunabók sinni og skýrir frá tilurð hennar
14:40   Ritlist og hljómlist; Systurnar Þórunn Erla Valdimarsdóttir og Lilja Valdimarsdóttir
           flytja dagskrá, Þórunn les upp úr sjálfsævisögu sinni og saman spila þær á píanó og
           horn og þjóðkórinn í salnum tekur undir
15:20 Rómantísk vitfirring og dýrð náttúrunnar. Nokkur orð um landslagslýsingar Þórbergs
           í Suðursveitarbókunum; Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur
16:00 Kaffiveitingar

                           Allir velkomnir

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 124
Gestir þennan mánuð: ... 7295
Gestir á þessu ári: ... 18036

Þórbergssetur - Hala, Suðursveit - 781 Höfn í Hornafirði - Sími: 478-1078 - Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Copyright © 2023. All Rights Reserved.

Fara efst