Skip to main content

Hjalti Þór segir

Þórbergur Þórðarson hefur lengi heillað, bæði sem rithöfundur og persóna.  Íslenskur aðall var fyrsta bókin sem ég las eftir skáldið og frásagnargleðin heillaði frá fyrstu síðu.  Best hef ég þó skemmt mér yfir viðtali Matthíasar Johannessen við Þórberg sem birtist í bókinni Í kompaníi við Þórberg.  Sú bók er full af skemmtilegum hugleiðingum skáldsins og kostulegum frásögnum ýmist af honum sjálfum eða öðrum mönnum og verum, þessa heims og annars.  

Tilvitnunin sem ég vel úr Í kompaníi við Þórberg er svar skáldsins við spurningu um hvort hann telji lífið eftir dauðann skemmtilegt.  Í svarinu kristallast mikil lífsgleði: 

„Nei, ég held það sé leiðinlegt fyrst, fyrir allan þorra manna. Við sofnum burt héðan frá hákarli, hangikjöti, koníakssnafs og uppáferðum og vöknum í ókennilegum heimi, sem hefur ekki neitt af þessu að neinu gagni.  Þetta er svona svipað eins og að flytjast úr Suðursveit norður í Angmagssalik.  En svo held ég nú birti yfir þessu smátt og smátt, það verður meiri og meiri fegurð í kringum okkur, hákarlinn og hangikjötið gleymast, uppáferðirnar breytast í kynlausar ástaryfirhellingar og það verður sennilega mikið af sinfóníum, passakalíum, óperettum, rapsódíum og varíasjónum.  Þá fer ég að hitta Árna prófast Þórarinsson“

(Matthías Johannessen (1989) Í kompaníi við Þórberg, Reykjavík: Almenna bókafélagið, bls 32)

 (Hjalti Þór Vignisson forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar)

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 23
Gestir þennan mánuð: ... 5446
Gestir á þessu ári: ... 13486