Sýningin Land/brot í Þórbergssetri í sumar.

frett20140614Á sýningunni land/brot í Þórbergssetri má sjá brot af verkum úr smiðju ARKANNA. ARKIR er hópur tíu listakvenna sem hefur um margra ára skeið stundað bókverkagerð af ýmsum toga. Meðlimir hópsins sinna öllu jafnan fjölbreyttri listsköpun á sviði málara- og grafíklistar, textíllistar, ritlistar, myndalýsinga og hönnunar. Bókverk er samheiti yfir myndverk sem tengjast á einhvern hátt bókinni sem formi og hugtaki. Listamennirnir nálgast listformið á ólíkan hátt.  Verkin á sýningunni tengjast flest á einhvern hátt landi eða löndum í breiðum skilningi: landi sem jörð og náttúru, eða landi sem afmörkuðu svæði á jarðarkringlunni eins og það er skilgreint með landamærum og nafngiftum.

Sýningin land/brot verður þáttur í stærra verkefni eða röð sýninga, en með sýningunni á Hala vilja ARKIR leggja land undir fót og hefja nýja ferð um margbrotnar lendur bókverkanna. Sjá einnig http://arkir.wordpress.com/. Sjón er sögu ríkari og allir eru velkomnir í Þórbergssetur í sumar að njóta þessarar einstöku sýningar.

Á myndinni eru Svanborg Matthíasdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir og Ingiríður Óðinsdóttir listakonur

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 142
Gestir þennan mánuð: ... 7313
Gestir á þessu ári: ... 18054

Þórbergssetur - Hala, Suðursveit - 781 Höfn í Hornafirði - Sími: 478-1078 - Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Copyright © 2023. All Rights Reserved.

Fara efst