Skip to main content

Drífa Hjartardóttir segir:

Á ferðum mínum um Suðurkjördæmi gefst of góður tími til að hugsa og njóta náttúrunnar.

Fallegasta landslag sem til er, er á þessari leið minni og jökulinn er engu líkur.
Þegar leið mín liggur um Suðursveit og ég nálgast Hala, þá fer maður ósjálfrátt að leiða hugann að því merkilega fólki sem þar hefur búið í gegn um tíðina.
Bók Þórbergs,  Í Suðursveit og öll sú skemmtilega og leiftrandi frásögn um náttúruna, fólkið, dýrin og bæina glæðist lífi í hugskoti mínu. Lýsingar úr brúðkaupinu, kýrnar sem tala, krakkarnir sem fengu hláturskast á bæjunum, glóandi gullpeningurinn og brennivínsflaskan, Lækningabók Jónasens, samtalið við Jarp og sjúkdómssagan, já það er af nógu að taka.
Tilvitnunin sem ég hef valið er um jökulinn úr bókinni Í Suðursveit.

,, Þó var ekkert fjall sem manni varð eins oft litið til, og Öræfajökull. Hann var svo hár og langur og mikilfenglegur, að maður var farinn að stara á hann, áður en maður vissi af. Hann var eins og risar þjóðsagnanna við hliðina á mennskum manni í samanburði við önnur fjöll. Hann gnæfði hátt í vestri frá Hala, næstum frá nónstað orður að Fellsfjalli og eitthvað norður bak við það. Hann sýndist vera rétt vestan við það. En það var missýning. Fjall, sem er bak við fjall, sýnist alltaf vera fast hjá því, hvað langt sem er á milli þeirra.

Síðar segir Þórbergur:

,,Ekkert fjall var barnaskap mínum önnur eins ráðgáta og Öræfajökull. ,,Hvað var hann eiginlega?" spurði ég oft sjálfan mig. Hann var svo mikill fyrirferðar, svo margvíslegur, svo óviðráðanlegur í hugsuninni, svo ólíkur öllum öðrum jöklum, að ég botnaði lengi vel ekkert í honum. Breiðamerkurjökull var sam felld íshella og lækkaði jafnt og þétt fram. Hann vasr auðskilinn. Og Brókarjökull var líka auðskilinn. en Öræfajökull var ekki auðskilinn. Hann hækkaði fram. Hvernig fór hann að því ef hann var jökull? Svo fór hann lækkandi og endaði á íslausu fjalli. Þetta var einkennilegt. Og það stóðu einhverjar dekkjur út úr honum hér og þar, og þær höfðu ekkert samband hver við aðra. Það stóð ekkert svoleiðis út úr hinum jöklunum. ,, Getur þetta verið eintómt jökulbákn, sona í laginu og með þessu út úr sér?".
Seint og síðar meir komst ég að raun um , að þetta var risavaxið fjall, þakið jökli og eilífum snjó, sem fell og klettahryggir, tindar og strókar og hnappar möruðu upp úr hér og þar. Þessi jökull var skjallahvítur, og í sólskini sýndist birtan sindra af þessum mikla líkama. Af honum skein þvílíkur mikilleiki og heiðrík ró, þvílíkur hreinleiki og hátign, að maður fór að hugsa alveg ósjálfrátt háleitar hugsanir, þegar maður horfði á hann. boðskapur hans var alger andstæða við hina dapurlegu, langdregnu og niðurdragandi andakt um píningar og blóðrennsli og skuggalega dauða Passíusálmanna og Vikkúsarhugvikna."


Drífa Hjartardóttir

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 23
Gestir þennan mánuð: ... 5446
Gestir á þessu ári: ... 13486