Skip to main content

I tilefni opnunar Þórbergsseturs

Á einum stað í Sálminum um blómið sér Þórbergur í anda að í framtíðinni muni menn finna upp svo fullkomnar vélar að þeir geti skoðað það sem átti sér stað í fortíðinni. Þá muni Hali í Suðursveit líka öðlast nýtt aðdráttarafl, þangað muni fólk flykkjast hvaðanæva að úr veröldinni og þar muni rísa fínt hótel og veitingahús fyrir alla þá sem eru komnir til að njóta atburðarásarinnar sem staðurinn hefur upp á bjóða. Og hann sér í anda að þeir Silli og Valdi muni á endanum kaupa upp staðinn til að græða á öllu saman.


Síðan eru liðin þessi ár sem eru liðin og ekki vantar að búið sé að finna upp mikið af merkilegum vélum. En þótt enn sé ekki komin sögusjáin sem færir okkur fortíðina, er í þessum töluðum orðum að rísa á Hala setur sem annað skáld, Guðmundur Böðvarsson, var reyndar búinn að sjá fyrir. Í afmælisbréfi til Þórbergs sjötugs, 12. mars 1959, sér hann í anda fólk framtíðarinnar flykkjast austur að Hala og þar “yrði reist það musteri, veglegt í tign og einfaldleik, sem hæfði minningu þinni um aldir, meðan vötn tímans héldu áfram að hrynja niður í hafsauga eilífðarinnar.”
Nú 47 árum síðar er þessi spásögn í þann veginn að rætast. Frá og með 1. júlí næstkomandi gefst almenningi kostur á að heimsækja nýreist Þórbergssetur og lifa sig inn í umhverfi og sögu Suðursveitar, sem og ævi og verk Þórbergs Þórðarsonar.
Og þá er bara að sjá hvað þeir Silli og Valdi taka til bragðs.
(Pétur Gunnarsson rithöfundur)

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 6
Gestir þennan mánuð: ... 22
Gestir á þessu ári: ... 104544