Skip to main content

Að loknu ári 2013

Árið 2013 er liðið og það sem einkennir það ár umfram allt annað er gífurleg aukning ferðamanna, allt árið um kring. Sú staðreynd hefur eflt mjög starfsemi Þórbergsseturs sem jafnframt þýðir þó að starfsemin einkennist í meira mæli af móttöku ferðamanna og þjónustu við þá en áður. Menningarviðburðir hafa jafnvel þurft að víkja til hliðar og markaðssetning meðal Íslendinga er minni en áður þar sem ekki reynist unnt að finna tíma til að taka á móti hópum í helgardvöl. Engu að síður var árið viðburðarríkt og Þórbergssetur markar sér sérstöðu með því að leggja áherslu á fræðandi ferðaþjónustu og persónulega þjónustu með menningarlegu ívafi auk þess sem borið er á borð fyrir gesti matur og veitingar frá Hala eða úr heimahéraði.

 

Eftirfarandi viðburðir og starfsemi var á árinu 2013:

  • Fjöldi ljósmyndahópa dvöldu á Hala í 1 – 4 daga í janúar og heimsóttu Þórbergssetur alls 22 hópar, þáðu veitingar og fóru á sýningar/ og eða nýttu sé sýningaraðstöðu í eystri sal. Ljósmyndasýningin ,,óþrotlegur auður“ með textum Þórbergs og fallegum myndum vekur mikla athygli.
  • Margir ljósmyndahópar komu einnig í febrúar, alls 13 talsins. Allir þessir hópar fá kynningu á Þórbergi og Steinarnir tala á ensku selst sem heitar lummur
  • Marsmánuður var viðburðarríkur alls 21 hópur ljósmyndara í heimsókn og fjöldi annarra gesta
  • Þórbergsmaraþon var haldið í Nýheimum á Höfn fyrir tilstilli Háskólaseturs Hornafjarðar þann 12. mars á 125 afmælisdegi Þórbergs. Þar var lesið samfellt úr verkum Þórbergs allan daginn af nemendum skólanna á Höfn. Kvöldvakan Arfur Þórbergs var síðan um kvöldið þar sem lesið var úr verkum ungra skálda sem tengja sig á einn eða annan hátt við Þórberg. Einnig boðið upp á tónlist, kaffi og konfekt
  • Þann 12 mars var lesið úr bókinn Steinarnir tala í Þórbergssetri fyrir gesti og gangandi um fæðingu Þórbergs. Einnig lesið úr enskri þýðingu, The Stones Speak fyrir enskumælandi gesti og þeim sagt frá aðstæðum í Suðursveit þann 12. mars árið 1888, og bent á hversu dýrmætt það er að eiga þessa frásögn og geta litið 125 ár aftur í tímann til fólksins er þá bjó á Hala
  • Þann 12. mars 2013 vitnað Soffía Auður Birgisdóttir einnig í ummæli Þórbergs þar sem fram kemur framtíðarsýn Þórbergs rituð árið 1959 og er svohljóðandi:

,,Hin og þessi störf sem áður voru lífsnauðsyn verða iðkuð sem skemmtun miklu almennar en ennþá tíðkast. Hver maður á hest og skemmtibát. Það verður mikið gengið á fjöll og staðið uppi á háum tindum. Jarðfræðirannsóknir verða miklu almennari en nú. Sport og hver konar íþróttir, kappleikir og olympíuðu munu aukast stórum. Fólk mun ferðast unnvörpum land úr landi sér til skemmtunar og fræðslu, og líka til að kynna heiminum afrek sín á sviði sálar og líkama." (Framtíðarsýn Þórbergs árið 1959.)

Sunnudaginn 17. mars var dagskrá í Þórbergssetri helguð 125. afmælisdegi Þórbergs Þórðarsonar.

 

Dagskráin hófst klukkan 14:00 og var eftirfarandi

Soffía Auður Birgisdóttir flutti erindi sem bar heitið  Ritlistarskólun Þórbergs Þórðarsonar. Í texta með erindinu segir  eftirfarandi :

,,Þórbergur Þórðarson hefur ótvíræða stöðu sem helsti stílsnillinguríslenskra bókmennta, enda eru sérstök stílverðlaun við hann kennd. Við útkomu Bréfs til Láru árið 1924 undruðust margir hvernig þessi „ómenntaði“ Suðursveitungur hefði náð slíku undravaldi á stíl og voru flestir á því að hann hefði hlotið náðargáfu stílsins í vöggugjöf. En stílsnilld Þórbergs er kannski fyrst og fremst afrakstur mikillar þjálfunar í lestri og máli og rituðu um árabil. Á öðrum áratug 20. aldarinnar var hann meðlimur í félagsskap sem hafði það að markmiði að þjálfa unga menn í mælskulist og segja nánar frá honum í erindinu.”

 

Bjarni Sigurðsson fyrrverandi skólastjóri og kennari kom í heimsókn og flutti erindi sitt Njála, persónur og leikendur.

Guðrún Sigurðardóttir systir Jóns Sigurðssonar fyrrverandi ráðherra afhenti merka gjöf frá bróður sínum, handrit af Eddu Þórbergs og einnig handskrifað eintak af kvæðinu Nótt og sagði frá tilurð þessara gjafa.

Lesið úr handriti  Séra Sváfnis Sveinbjarnarsonar þar sem hann segir frá prestskaparárum sínum í Suðursveit, ómetanleg heimild sem barst Þórbergssetri á þessum vetri um lífið í sveitunum vestan Fljóta á árunum 1950 – 1960.

Stakir jakar mættu á staðinn og skemmtu með söng

Kaffiveitingar

             

  • Opið var alla páskana í Þórbergssetri, veitingar og upplestur fyrir gesti og gangandi
  • Árlegt bridgemót og hrossakjötsveisla var haldið 13. apríl og var fjölsótt, alls spiluðu 54 bridgeáhugamenn víðs vegar af landinu, einnig voru hádegishópar frá Thailandi alls 56 manns í hádegismat og heimsókn þessa helgi, svo það var sannarlega gestkvæmt og mikið um að vera í Þórbergssetri þennan dag.
  • Í apríl og maí var gestkvæmt að vanda, 8 ljósmyndahópar í apríl og 4 hádegishópar, en í maí hófst hefðbundin sumarumferð fyrr en áður. Allmargir íslenskir fjallgönguhópar áttu pantað en aðeins einn mætti á staðinn þar sem erfitt var með veður og erfið færð var til fjallaklifurs í maí 2013 vegna snjóalaga.
  • Leiðsögumannaskóli Íslands kom í árlega heimsókn sína í Þórbergssetur og gisti á Hala, og naut veitinga og fræðslu í Þórbergssetri
  • Leikskóli Hornafjarðar kom með litlu gestina sína í heimsókn og orlofskonur og eldri borgarar víðs vegar af landinu komu nutu leiðsagnar og fræðslu um staðinn
  • Þann 9 júní var dagskrá í Þórbergssetri undir heitinu ,,Að yrkja óreiðu“ bændur og bókmenntafræðingar bjóða heim

Dagskrá var eftirfarandi

Translating Generic Hybrids: the Case of Áns saga Bogsveigis; Martina Ceolin
Innan endimarka sálarinnar: Að skapa persónuleika í bókmenntum; Kristján Hannesson
Skáldveruleikinn: Um lífsspekulasjónir Þórbergs Þórðarsonar; Berglind Ýr Sveinbjörnsdóttir

Einnig var opið hús í gistiheimilum á Hala og kaffiveitingar í boði

Mikil aukning ferðamanna einkenndi sumarið 2013 og aðsókn erlendra gesta sem komu í heimsókn í Þórbergssetur jókst mikið. Í lok ársins 2013 var settur upp teljari í Þórbergssetri en ekki hefur enn tekist að koma honum upp þannig að um áreiðanlegar tölur sé að ræða hvað varðar gestakomur í setrið. Alls eru skráðir 85 hópar í mat og móttöku á safnið í júní , júlí og ágúst auk annarra ferðalanga sem komu við.

Tveir bókmenntafræðingar voru starfandi í Þórbergssetri og á gistiheimilinu á Hala sumarið 2013 og tóku móti fjölda hópa og voru með fræðslu um Þórberg og sýningarnar

    • Árlegir tónleikar voru á miðju sumri í Kálfafellsstaðarkirkju kl 14:00.
      en það voru þau Guðný Guðmundsdóttir fiðla og Gunnar Kvaran á selló sem héldu um 40 tónleikagestum hugföngnum um stund. Völvuleiðið var heimsótt og rifjuð upp sagan af álögum völvunnar á Kálfafellstað.
    • Tólfti september var viðburðaríkur dagur í Þórbergssetri, eftirfarandi umsögn finnst um þann dag.

Stór dagur í Þórbergssetri 45 skólabörn frá Höfn í heimsókn í morgun, í bland við kínverska hádegisverðargesti og ferðafólk. Síðan franskir hópar og Hollendingar að fræðast um staðinn og með leiðsögn inn á safni. Alltaf líf og fjör og textar Þórbergs heilla alla.

  • Með haustinu komu ljósmyndahóparnir á ný að fanga jöklabirtu, norðurljósadýrð og óþrotlegan auð íslenskrar náttúru inn á tæknivæddar myndavélar með töfrateppi og opnu ljósopi. Alls 47 hópar í september , október, nóvember og desember, misstórir allt frá 4 – 20 manns og dvöl í 1 – 4 daga. Auk þess fjölmargir hádegishópar sem nutu einnig leiðsagnar um Þórbergssetur.
  • Félag íslenkra bókaútgefanda gaf myndarlega bókagjöf til Þórbergsseturs þar sem eru m.a. ýmis Esperantorit,   ýmsar frumútgáfur af verkum Þórbergs o.fl. Gjöfin skráð niður af Þórbergssetri og sett upp sýning á bókunum í eystri sýningarsal
  • Þórbergssetri barst einnig að gjöf skápur og sófaborð úr eigu Þórbergs og Margrétar frá Ölmu Birnu Bragadóttur frænku Mömmugöggu. Húsgögnin sett inn á Hringbrautina og eru þar komin til síns heima.
  • Bókin The Stones Speak fyrsts útgáfa er nær uppseld og góð sala ætti að vera hvetjandi fyrir útgefendur að gefa út fleiri bækur Þórbergs á erlendum tungumálum.
  • Hafin er vinna við að endurnýja vef Þórbergsseturs
  • Opið var í Þórbergssetri yfir jól og áramót, erlendir ferðalangar komu við og nutu veitinga og fræðslu um staðinn

Það er ánægjuleg þróun að ferðamenn eru nú að sækja Ísland heim á veturna. Birtan í desember og janúar er eftirsóknarverð fyrir ljósmyndara, ,,einstök í öllu heiminum”, segja þeir, - og norðurljósadans á himni vekur hástemmda hrifningu. Í bland við þetta eru ferðamennirnir vitaskuld að leita eftir fræðslu og samskiptum við fólkið í landinu. Þá er sannarlega göfugt hlutverk að geta kynnt fyrir þjóðum heims sögu okkar og menningu og þau listaverk sem við eigum dýrust sem þjóð, þ.e. bókmenntir vorar allt frá fyrstu tíð til okkar daga.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 195
Gestir þennan mánuð: ... 6513
Gestir á þessu ári: ... 24536