Skip to main content

Þórunn Hrefna segir:

 Úr höfundarverki Þórbergs langar mig að velja stuttan kafla úr Íslenskum aðli, en sú bók var sú fyrsta sem ég las eftir þennan uppáhaldsrithöfund okkar allra. Ég var sautján ára menntaskólapía og mikið fannst mér ég og hinir nemendurnir leiðinlegir í samanburði við Tryggva Svörfuð og fleiri félaga Þórbergs af Túliniusarbryggju árið 1912.

Í Íslenskum aðli er fyndnin áberandi, sem og hæfni Þórbergs til þess að lýsa mönnum sem sennilega hafa verið ólýsanlegir. Jónatan Jónatansson er einn þeirra, en hann hafði svo mikið dálæti á mat, að menn þóttust ekki þekkja dæmi til annars eins í Eyjafirði: (Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir, bókmenntafræðingur)

"Sumir áttu bágt með að vera nærri Jónatan, þegar hann neytti matar, því að svo mikilfengleg voru tilþrif hans til næringarinnar og svo hátt lét í öllum líffærum hans, sem störfuðu að átinu, að það raskaði andlegu jafnvægi þeirra, sem leituðu guðs í fæðunni. Það var siður hans að kasta sér upp í loft að máltíðum loknum og hnykkja þá lengi á með höfði, bringspölum og maga, eins og hann hefði hraflað matinn aðeins hálfa leið ofan í sig til þess að koma sem mestu undan, áður en matmálstímanum lyki."

(Ísl. aðall, bls. 86)

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 5423
Gestir á þessu ári: ... 13463