Skip to main content

Alþýðufróðleikur

Þegar Hallfreður Örn Eiríksson þjóðfræðingur spyr Steinþór á Hala á sjöunda áratug síðustu aldar, þá aldraðan bónda hvort að honum finnist þær sögur sem hann er að segja unga fólkinu í dag hafi einhverju hlutverki að gegna svarar hann með þessum orðum.

"Ég veit það nú ekki, þetta er nú meira sagt til að halda við og sýna alþýðufróðleik eins og hann var. Það er nú svona með okkur gömlu mennina að við teljum það hafa mikið gildi að alþýðufróðleikurinn fái að lifa áfram með þjóð okkar og ef að engar sögur eru sem binda þátíð og nútíð saman, þá er alltaf hætta á ferðum með þjóðmenningu okkar og að eitthvað glatist."

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 75
Gestir þennan mánuð: ... 5497
Gestir á þessu ári: ... 13537