Hrossakjötsveisla og bridgemót

Hið árlega bridgemót í Þórbergssetri var helgina 13- 14 apríl. Mótið var hið fjölmennasta til þessa alls mættu 54 bridgespilarar víðs vegar af að landinu. Var spilað af mikilli áfergju frá föstudagskveldi fram á miðjan dag á sunnudag þegar fólk hélt aftur af stað til síns heima. Sigurvegarar að þessu sinni voru hjónin Sigurður Stefánsson og Guðný Kjartansdóttir á Egilsstöðum og fengu þau með sér hinn veglega farandgrip, hrútshornin ásamt því að vera vel nestuð út af Jöklableiku frá Hala. Allir bridgespilararnir gæddu sér á söltuðu hrossakjöti á laugardagskvöldinu en það var uppáhaldsfæða bridgespilarans Torfa Steinþórssonar á Hala en mótið er haldið í minningu hans. Myndir frá bridgemótinu má sjá inn á fésbókarsíðu Þórbergsseturs.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 65
Gestir þennan mánuð: ... 10384
Gestir á þessu ári: ... 40647

Þórbergssetur - Hala, Suðursveit - 781 Höfn í Hornafirði - Sími: 478-1078 - Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Copyright © 2023. All Rights Reserved.

Fara efst