Velkomin í Þórbergssetur í sumar

Þórbergssetur á Hala í Suðursveit er menningarsetur sem hóf starfsemi sína 1. júlí 2006.
Á Hala í Suðursveit er fjölbreytt starfsemi sem miðar að móttöku ferðamanna, og smærri hópa. Þar er hægt að fá margs konar fræðslu um bókmenntir, sögu, menningu og náttúrufar í Skaftafellssýslum, njóta útiveru og fara í gönguferðir með leiðsögn.  
 
Þórbergssetur er opið frá kl. 9:00 - 20:00 alla daga frá 1. maí - 15. september 2009
Vinsamlega hafið samband ef um sérstakar heimsóknir er að ræða.

Kaffi á könnunni. 
Veitingar í boði allan daginn ef óskað er,  einnig kvöldmatur. Panta þarf með fyrirvara í mai og september

Heimaafurðir beint frá býli og skemmtileg sveitastemmning.

 
Nánari upplýsingar og pantanir í síma 4781078 og 8672900        
Forstöðumaður Þorbjörg Arnórsdóttir

Í Þórbergssetri er góð aðstaða fyrir 40 - 60 manna hópa að njóta dagskrár og þar er góður veitingasalur. Einnig er tekið á móti minni hópum allt eftir óskum hvers og eins  Lögð er áhersla á að kynna ,,veröld sem var" fyrir ekki svo löngu síðan, en það eru rúm 40 ár síðan einangrun Suðursveitar var rofin þegar jökulár voru brúaðar hver af annarri á árunum 1958 - 1968 Einangrun sveitarinnar var síðan endanlega rofin með opnun hringvegarins árið 1974.Verkefnið miðar því að því að kynna alþýðumenninguna og hvernig greina má áhrif hennar í verkum eins merkasta rithöfundar þjóðarinnar, lesið er úr verkum Þórbergs og hlustað á frásögur Steinþórs Þórðarsonar á Hala bróður hans
Þórbergssetur er með starfsemi allt árið Á Hala er gisting fyrir alls 42 í tveggja manna herbergjum núna í þremur húsum bæði svefnpokapláss og uppábúin rúm. Ef að um stæri hópa er að ræða er hægt að fá gistingu í næsta nágrenni en nýta sameiginlega veitingaaðstöðu í Þórbergssetri. Hópum býðst að koma í dvöl á Hala og njóta fræðslu og veitinga í Þórbergssetri, fara í gönguferðir í nágrenninu eða ferðir með leiðsögn um Suðursveit. Viðkomandi hópum býðst að koma með eigin dagskrá eða njóta dagskrár á vegum Þórbergsseturs allt eftir óskum hvers og eins.

Hvað er í boði
Hægt að velja saman mismunandi viðfangsefni, útiveru, hlustun, upplifun inn á sýningu, umfjöllun um sögu og mannlíf, kvöldvöku með staðbundnu efni o. fl
1. Gönguferð í nánast umhverfi , ratleikur, fjallað um náttúrulýsingar Þórbergs, örnefni, þjóðsögur, draugasögur, þjóðtrú, ,, talað við steina"
2. Kynning með powerpoint glærum á Þórbergi og umhverfi og umfjöllun um Suðursveit
3. Skoða sýningar í Þórbergssetri Leiðsögn á sýningu
4. Frásögur Steinþórs á Hala, þulur, ljóð, draugasögur, útburðarsögur, fróðleikur o.fl.
5. Setið í myrkri í fjósbaðstofunni og hlustað á lestur eða frásögur líkt og í gamla daga
6. Álar, umfjöllun um ála í verkum Þórbergs, álasögur, skoða ál
7. Möllers æfingar
8. Fjallaferð, náttúruskoðun, að finna fornminjar, búsetuminjar í landslagi, gönguferð að Klukkugili ( 4 - 5 klst gott veður)
9. Sambýli manns og jökuls ( fjallað um ferðalög yfir Breiðamerkursand, gönguferð að jökli um landsvæði sem var undir jökli fram yfir 1990)
10. Upplestur úr verkum Þórbergs

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 65
Gestir þennan mánuð: ... 10384
Gestir á þessu ári: ... 40647

Þórbergssetur - Hala, Suðursveit - 781 Höfn í Hornafirði - Sími: 478-1078 - Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Copyright © 2023. All Rights Reserved.

Fara efst