Skip to main content

Bygging Þórbergsseturs

120320050304200513042005Framkvæmdir við húsnæði Þórbergsseturs hófust 26. febrúar 2005 og unnið var við byggingu í 3 mánuði það ár, þá var gert hlé á framkvæmdum en síðan hafist handa á ný í janúar 2006. og á sex mánuðum tókst að ljúka við húsnæði og uppsetningu þeirra tveggja sýninga sem nú eru í Þórbergssetri. Glæsileg opnunarhátíð var haldin 30. júní 2006

0305200525052005-1

25052005-2

Heildarkostnaður við framkvæmdir við Þórbergssetur er metinn á um 100 milljónir króna með gjöfum og gjafavinnu. Þar af leggur ríkið til 51, 7 milljónir króna á átta árum.

Fjölmargir aðrir aðilar hafa komið að verkefninu með styrkjum og gjafavinnu.

Þar má nefna:

  • Sveitarfélagið Hornafjörður - 4,200.000
  • Menningarráð Austurlands -2.600.000
  • Menningarborgarsjóður - 500.000
  • Þjóðhátíðarsjóður – 150.000
  • Framleiðnisjóð landbúnaðarins – 3.000.000
  • Seðlabanki Íslands - 300.000
  • Landsbanka Íslands - 3.000.000
  • Alþýðusamband Íslands - 150.000

Ábúendur á Hala 2002 – 2006 leggja húsnæði en einnig fjármagn og ómælda vinnu öll árin Sveinn Ívarsson arkitekt gaf alla sína vinnu og nokkrir stofnaðilar eru með smærri framlög. Hönnuður að sýningu og útliti hússins er Jón Þórisson leikmyndahönnuður og arkitekt Sveinn Ívarsson dóttursonur Þórbergs Þórðarsonar. Samstarfsaðilar hafa stutt við gagnaöflun og tekið þátt í málþingum og undirbúningi þeirra.setrid

Í Þórbergssetri eru tveir sýningarsalir, eldhús, veitingasalur, rúmgott anddyri, minjagripasala, skrifstofa og rúmgóð salerni.. Húsið er hannað með tilliti til móttöku ferðamanna og námshópa, en einnig til fundarhalda og námskeiða. Veitingasalur rúmar 80 manns í sæti. Þar er hægt að kaupa kaffi og kökur en einnig íslenskan mat. Á matseðlinum er m.a silungur frá staðnum, rababaragrautur með rjóma, kjötsúpa, rúgbrauð með kæfu, flatbrauð með hangikjöti, lambakjöt, o.fl. Í gluggum veitingasalar eru textar úr Suðursveitarbókum Þórbergs um örnefni og þá staði sem blasa við út um gluggana og á borðum eru diskamottur með örnefnamyndum úr klettunum. Veitingasala er leigð út til Fjölnis Torfasonar sem einnig rekur Gistiheimili Hala. Þar er gisting fyrir 26 manns og treystir það mjög rekstrargrundvöll Þórbergsseturs að tengja þá starfsemi saman.

SveltiVeitingasalurAnddyri

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 6
Gestir þennan mánuð: ... 22
Gestir á þessu ári: ... 104544