Torfhildarþing í Suðursveit

Þann 13. og 14. október verður haldið málþing um skáldkonuna Torfhildi Þorsteinsdóttur Hólm (1845-1918) að Þórbergssetri á Hala í Suðursveit. Málþingið er haldið á vegum Fræðaseturs Háskóla Íslands á Höfn og Þórbergsseturs. Auk fjölbreytilegra fyrirlestra verður boðið upp á göngu- og landkynningarferðir um heimaslóðir Torfhildar en hún var fædd og uppalin að Kálfafellsstað í Suðursveit. Málþingið er öllum opið og skráning fer fram hjá Soffíu Auði Birgisdóttur, starfsmanni Háskólaseturs á Höfn, í síma 4708042 og 8482003 eða í tölvupósti: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Þátttökugjald er 6000 kr. og innifalið í verðinu er kaffi og kvöldverður á laugardag; morgunverður, hádegisverður og kaffi á sunnudag og aðgangur að sýningu á Þórbergssetri. Þeir sem vilja lengja dvölina og njóta útivistar gætu komið strax á föstudeginum, merktar gönguleiðir eru að finna í nágrenni Hala og að Klukkugili í Papbýlisfjalli. Þorbjörg og Fjölnir bjóðast til að vera með leiðsögn í gönguferðum á föstudeginum ef áhugi er fyrir hendi og veður leyfir.
Hægt er að panta gistingu á Hala í síma 8672900,  á Gerði í síma  8460641,  á Smyrlabjörgum í síma 4781074 og á Skálafelli í síma 8945454.
Dagskrá málþings um Torfhildi Þ. Hólm 13. og 14. október 2007

Laugardagur 13. október
14:00 Þorbjörg Arnórsdóttir setur þingið.
14:15 Soffía Auður Birgisdóttir: Frumkvöðull á mörgum sviðum: Kynning á höfundarferli Torfhildar Hólm.
14:45 Gerður Steinþórsdóttir: Brynjólfur biskup Sveinsson. Fyrsta sögulega skáldsagan.
15:15 Kaffihlé.
15:45 Gunnar Karlsson: Endurvinnsla menningararfsins. Um heimildaskáldsöguna Eldingu.
16:15 Silja Aðalsteinsdóttir: „Ráðleggingar, fræðandi greinar, sögur og merkilegar frásagnir, sem bæði geta skemt körlum og konum." Um tímaritaútgáfu Torfhildar.
16:45 Þjóðsögur úr Suðursveit, mannlíf, menning, náttúra. Myndasýning.
19:00 Kvöldverður
20:30 Kvöldvaka: upplestur og fleira.
Sunnudagur 14. október
9-10 Morgunmatur.
10:15 Elín Oddgeirsdóttir: Um dagbók Torfhildar Hólm.
10:45 Dagný Kristjánsdóttir: „Uppskafningur" um Brynjólf biskup Sveinsson.
11:15 Kaffihlé / Müllersæfingar.
11:30 Þórður Ingi Guðjónsson: „Sá er gauð sem grætur slíkt." Skáldsagan Kjartan og Guðrún.
12:00 Fjölnir Torfason Verður bókvitið í askana látið? Völvusagan og norræn menning. 12:30 Hádegisverður.
13:30 Heimsókn að Kálfafellsstað og að völvuleiðinu undir Hellaklettum.
Leiðsögn Fjölnir Torfason.
16:00 Þingslit

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 21
Gestir þennan mánuð: ... 10340
Gestir á þessu ári: ... 40603

Þórbergssetur - Hala, Suðursveit - 781 Höfn í Hornafirði - Sími: 478-1078 - Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Copyright © 2023. All Rights Reserved.

Fara efst