Skip to main content

Samsöngur og sagnastund í Þórbergssetri

Sunnudaginn 11. mars næstkomandi  kl. 14:00 verður dagskrá í Þórbergssetri í tilefni af afmælisdegi Þórbergs Þórðarsonar 12. mars. Kvennakór Hornafjarðar ætlar að syngja nokkur lög eftir helgardvöl á Hala og söngæfingar í Þórbergssetri. Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur verður með bókmenntaspjall og heimamenn á Hala verða með söguefni úr Suðursveit tengt eyðibýlum, sögu og mannlífi fyrr á öldum. Einnig verður farið í sagnasjóð Steinþórs á Hala og hlustað á nokkrar gamlar upptökur sem varðveist hafa í Árnastofnun. Opið verður inn á sýningar í Þórbergssetri. Í fjósbaðstofunni verða til sýnis gamlar bækur útgefnar á 19. öld, áritaðar af Þórði Steinssyni og Benedikt Þorleifssyni  á Hala. Vonast er eftir að  nærsveitungar og Hafnarmenn sjá sér fært að skreppa dagstund  í Þórbergssetur og njóta dagskrárinnar Aðgangur er ókeypis, en sunnudagskaffi í boði fyrir 800 krónur. 
Sagnastund í Þórbergssetri verður árlegur viðburður í tengslum við afmælisdag Þórbergs 12. mars.

 

Dagskrá

14:00 Bókmenntaspjall Soffía Auður Birgisdóttir
14:20 Kvennakór Hornafjarðar syngur nokkur lög
14:45 Nokkur eyðibýli í Suðursveit; mannlíf og saga, Fjölnir Torfason (myndasýning)
15:15 Sagnahefð; úr sagnasjóði Steinþórs á Hala; upptökur spilaðar
15:30 Kaffiveitingar
15:30 Opið inn á sýningar

Allir velkomnir

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 65
Gestir þennan mánuð: ... 5858
Gestir á þessu ári: ... 23881