Skip to main content

Hrossakjötsveisla og bridgehátíð

Halda á bridgemót i Þórbergssetri á Hala dagana 17. og 18. mars næstkomandi. Mótið er haldið til minningar um Torfa Steinþórsson á Hala sem var mikill áhugamaður um bridge og hrossakjötsát. Stóð hann fyrir spilamennsku og hrossakjötsveislum í Suðursveit á árum áður.
Þegar hafa nokkrir skráð sig og vonandi á veður ekki eftir að hamla þátttöku.
Dagskrá er eftirfarandi:

 

Laugardagur.

14:00 Byrjað að spila.

19:00-19:30 kvöldverður.

20:30 Kvöldvaka. Dagskrá kynnt síðar.

22:00-22:30 Aftansöngur eða hliðstætt eitthvað frameftir kvöldi.

Kannske verður stjörnubjart ??

Sunnudagur.

Hefðbundinn morgunverðartími.

12:00 Hádegisverður.

13:00 Spilað einhverja stund eða eins og þarf til að ljúka móti.

17:00 Mótslok.

Á Hala er hægt að fá gistingu, morgunverð, hádegisverð, miðdegiskaffi.Verð fyrir manninn er kr. 8.000.- ef allt er tekið, frá hádegi á laugardegi til sunnudagssíðdegis.
Ath. Gisting aðfaranótt laugardags er ekki innifalin en er í boði. gegn vægu verði.

Frábær aðstaða, heitur pottur, tekur 12 manns í einu. Að sjálfsögðu eru makar velkomnir.

Allar upplýsingar gefa Þorbjörg Arnórsdóttir og Fjölnir Torfason Hala.
Símar 478 1073 eða 893 2960
Þórbergur Torfason
Sími 899 2409

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 5793
Gestir á þessu ári: ... 23817