Skip to main content

Stjörnuhelgi aflýst

Því miður varð aflýsa stjörnuhelgi í Þórbergssetri, sem átti að vera helgina 24. - 25. febrúar. Veðurfar síðustu daga gerir það að verkum að þeir sem höfðu bókað sig hættu við langt ferðalag og heimamenn sýndu verkefninu lítinn áhuga. Líkur eru þó á að stjörnubjart verði á laugardagskvöldið og verðum við Halamenn að láta okkur nægja að njóta dýrðar himinsins án fræðslu eða leiðsagnar. Snævarr er tilbúinn að koma síðar og vera með dagskrá í tengslum við málþing eða samkomuhald í Þórbergssetri.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 134
Gestir þennan mánuð: ... 5927
Gestir á þessu ári: ... 23951