Skip to main content

Starfsemi og viðburðir 2006

samkomaÞórbergssetur var opnað fyrir almenning 1. júlí 2006. Um 4300 manns sóttu sýningar í Þórbergssetri árið 2006, en miklu fleiri amk. 6000 manns heimsóttu Þórbergssetur þetta ár og nutu þar einhverrar þjónustu. Staðarhaldarar Þorbjörg Arnórsdóttir og Fjölnir Torfason gera sér far um að fræða fólk um sögur og umhverfi og segja frá Þórbergi, bókum hans og áhugamálum.

Þrjár stórar samkomur voru haldnar í Þórbergssetri árið 2006 auk veglegrar opnunarhátíðar

  • Ættarmót þar sem farið var í gönguferð að Klukkugili, ratleiki og á sýningu, borðaður íslenskur matur að mestu framleiddur á staðnum.
  • Málþing 13. og 14. október , tveggja daga dagskrá með fyrirlestrum, gönguferðum og skemmtilegri uppákomu á sýningunni, þar sem m.a. var gott strand með koníaki. Þar mættu um 90 manns
  • Tónleikar 27. október þar sem Skaftfellingakórinn í Reykjavík kom í heimsókn og mættust þá yfir 100 Vestur- og Austur Skaftfellingar á staðnum og skemmtu sér saman dagstund. Lesið var úr verkum Þórbergs, Skaftfellingakórinn söng við mikinn fögnuð áheyrenda, sýningar voru skoðaðar og allir skemmtu sér konunglega.
  • Tveir skólahópar komu í heimsókn í Þórbergssetur og settust niður í fjósbaðstofunni á Hala í rökkrinu og hlýddu á sögur og upplestur úr verkum skáldsins.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 6
Gestir þennan mánuð: ... 22
Gestir á þessu ári: ... 104544