Skip to main content

Hvað boðar nýárs blessuð sól

nrsdagur 2007 158Aðstandendur Þórbergsseturs óska öllum landsmönnum, gestum, samstarfaðilum og velunnurum setursins gleðilegs árs með  kærri þökk fyrir heimsóknir, samstarf og ómetanlegan stuðning við uppbyggingu Þórbergsseturs á liðnu ári. Framundan eru spennandi tímar og með hækkandi sól verður hafist handa við að treysta starfsemi setursins enn frekar og byggja upp öflugt innra starf sem miðar að því að Þórbergssetur verði lifandi menningarsetur með starfsemi allt árið. Þórbergssetur er opið alla daga nema mánudaga milli 12:00 - 16:00. Ekki er þó samfelld viðvera í Þórbergssetri þannig að vissara er að panta fyrir hópa eða tilkynna komu sína með fyrirvara í síma 478 1078/ 867 2900/ eða á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Einnig er velkomið að banka upp á heima á Hala ef komið er að læstum dyrum Þórbergsseturs. Tilkynningar um viðburði og fréttir af starfsemi Þórbergsseturs verða birtar reglulega inn á Þórbergsvefnum.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 65
Gestir þennan mánuð: ... 5858
Gestir á þessu ári: ... 23881