Skip to main content

Smiðir komnir til vinnu......

Það er mikið að gera í Þórbergssetri þessa dagana. Keppst er við að þilja innan veitingasal og aðrar vistarverur og er nú allur eystri hluti byggingarinnar tilbúin undir málningu.Ákveðið hefur verið að opna Þórbergssetur með pompi og pragt um mánaðarmót júní og júlí. Framundan er því vinna við uppsetningu sýningar og verður spennandi að sjá hvað verður innandyra í bókhlöðunni á Hala. Það eru tveir duglegir smiðir úr Reykjavík sem stýra verkefninu, en með þeim vinna laghentir Skaftfellingar, allir komnir af hagleiksmönnum og skipasmiðum frá Reynivöllum í Suðursveit í framættir. Keppst er við, unnið frá 8 - 8 og síðan svamlað í heita pottinum á kvöldin til að hvíla lúin bein eftir átök dagsins. Fiskikörin á Hala eru því vel nýtt þessa dagana, ekki undir fiska heldur svamlandi smiði. Vel hlýtt er innan dyra í Þórbergssetri, en þar rennur heita vatnið um lagnir í gólfunum. Hver hefði trúað þessu fyrir 10 árum síðan? Þau eru mörg ævintýri lífsins bara ef við leitum að þeim og erum tilbúin að vera þátttakendur í atburðarásinni.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ...
Gestir þennan mánuð: ...
Gestir á þessu ári: ...