Skip to main content

Málstofa í Háskóla Íslands

papa4Í íslenskuskori í Háskóla Íslands er nú í gangi málstofa um Þórberg Þórðarson sem miðar að því að gefa nemendum innsýn í líf og störf  Þórbergs Þórðarsonar og þar með menningarsögu 20. aldar. Umsjón með námskeiðinu hafa Bergljót S. Kristjánsdóttir og aðstoðarkennari hennar Sverrir Árnason.
Tímar eru einu sinni í víku, á miðvikudögum frá 9.40-13.15. Fyrirlesarar í námskeiðinu eru mjög margir, forsvarsmenn Þórbergssseturs á Hala, rithöfundar, tónskáld og leikarar, háskólakennarar og fræðimenn, svo að einhverjir séu nefndir.

 
Miðvikudaginn 14. september mættu Þorbjörg Arnórsdóttir og Fjölnir Torfason  á Hala  í málstofu og fjölluðu um Þórberg, Suðursveit og Papbýli. Einnig Kristján Eiriksson frá Árnastofnun sem kynnti esperantóiðkun Þórbergs. Pétur Gunnarsson rithöfundur hafði áður fjallað um Þórberg og Suðursveit og næsta miðvikudag verða þau í málstofu Dagný Kristjánsdóttir , Pétur Gunnarsson og Soffía Auður Birgisdóttir og fjalla um Sálminn um blómið og einkenni skáldævisögunnar.

Fjölmargir nemar í íslenskuskori og einhverjir í framhaldsnámi sækja málstofuna og síðastliðinn miðvikudag hlýddu um 40 manns á kynningu á Suðursveit, Papbýli og fornleifauppgreftri á Steinadal.
Segja má að málstofa þessi marki upphaf af samstarfi Þórbergsseturs og Háskóla Íslands, en heimspekideild Háskóla Íslands er einn af 10 samstarfsaðilum Þórbergsseturs. Ljóst er að ekki verður fjallað um Þórberg Þórðarson öðruvísi en tengja þá umfjöllun Hala og Suðursveit, því umhverfi sem hann gerði svo góð skil í bókum sínum. 

Innan Háskólans er fyrirhugað að halda ráðstefnu um Þórberg Þórðarson, verk hans og áhrif hans á íslenskar bókmenntir á 20. öldinni og gefa út bók í framhaldi af ráðstefnunni með fyrirlestrum og umfjöllun um Þórberg.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 5793
Gestir á þessu ári: ... 23817