Skip to main content

Krossinn heimsóttur

gardhvammur 014Það var sannarlega gaman að ganga upp í Garðhvamm í veðurblíðunni í Suðursveit í síðustu viku. Náttúran skartaði sínu fegursta, birkið angaði og blágresi, ljósberi og sjöstjarna voru í blóma. Krossinn sem reistur var í fyrra til minningar um Þórberg Þórðarson og hjásetu ungra manna á Breiðabólsstaðarbæjum hefur ekkert látið á sjá í harðviðrum vetrarins og útsýnið ofan í Klukkugil var hrikalegt að vanda.Ástæða er til að benda ferðafólki á þessa einstöku gönguleið sem hefur nú verið merkt. Hægt er að fá upplýsingar eða panta leiðsögn á Hala í síma 4781073 eða 8672900.   

 

 

     gardhvammur19gardhvammur023

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 142
Gestir þennan mánuð: ... 2254
Gestir á þessu ári: ... 27255