Skip to main content

Starfsemi og viðburðir 2007

restaurant museumFyrsta heila starfsár Þórbergsseturs er árið 2007. Þetta ár hefur starfsemin verið að mótast og einstaka viðburðir að festa sig í sessi. Fjölmargir ferðalangar komu við í Þórbergssetri, 4700 manns sóttu þar sýningar en ætla má að amk. 12000 manns hafi komið í húsið og notið þar einhverrar þjónustu. Erlendir ferðamenn koma við og njóta veitinga en sækja lítið sýningarnar, ljóst er að það mun taka tíma að markaðssetja Þórbergssetur fyrir erlenda ferðamenn á næstu árum.. Þórbergssetur hafði litla fjármuni til rekstrar á árinu 2007 og einkenndi það nokkuð starfið. Einn starfsmaður var á launum við móttöku ferðamanna frá 20 maí til 1. október 2007. Forstöðumaður fór á föst laun 1. ágúst en endanlega var gengið frá þeirri ráðningu 1. janúar 2008 þegar ljóst var að rekstrarfjármunir komu á fjárlögum Alþingis fyrir árið 2008.

Ráðist var í eftirfarandi framkvæmdir á árinu 2007:

 • Gefin út lítill kynningarbæklingur um Þórberg Þórðarson á íslensku og ensku
 • Gefin út sýningarskrá með öllum textum Þórbergssýningarinnar á íslensku, ensku og þýsku
 • Ljósprentað blað með textum á íslensku og ensku fyrir ljósmyndasýningu í eystri sal
 • Settar upp merkingar í veitingasal með tilvísunum og auglýsingum um sýningar í sölum hússins
 • Bætt við einstaka munum á aðalsýninguna
 • Hafin skráning á gömlum bókum í eigu Þórbergsseturs
 • Keyptur skjávarpi, flatskjár og geislaspilari
 • Búið til og haft tiltækt fræðsluefni fyrir skólahópa og sérhópa sem heimsækja Þórbergssetur

Á árinu 2007 voru eftirfarandi viðburðir og samkomur í Þórbergssetri

 • Námskeið á vegum Útflutningsráðs, Hagvöxtur á heimaslóð, tvö skipti í janúar og febrúar
 • Fræðimenn dvöldu í vikutíma á Hala í janúar að vinna bókmenntaverkefni
 • Í febrúar var búið að undirbúa dagskrá á Stjörnuhelgi, féll niður vegna veðurs
 • Í mars var Kvennakór Hornafjarðar í æfingabúðum á Hala og í Þórbergssetri
 • Helgina 12, mars var stutt afmælisdagskrá í Þórbergssetri og kaffiveitingar
 • Síðustu helgina í mars var haldið bridgemót í minningu Torfa Steinþórssonar, alls 32 spilarar víðs vegar að af landinu mættu
 • Í lok mars kom hópur íslenskunema, félagar í Mími í helgardvöl á Hala og fengu fræðslu í Þórbergssetri
 • Í apríl kom í heimsókn félagar í bókmenntaklúbbi Hæðargarðs og dvöldu heila helgi alls 50 manns og voru með dagskrá um Þórberg Þórðarson
 • Í lok apríl var haldið upp á 90 ára afmæli Þóru Steinþórsdóttur, bróðurdóttur Þórbergs í Þórbergssetri
 • Í lok maí var fermingarveisla Þórbergs Friðrikssonar í Þórbergssetri en Þórbergur Þórðarson var langafi hans
 • Í maí kom í heimsókn hópur bókasafnsfólks frá Færeyjum og naut fræðslu og veitinga í Þórbergssetri dagstund
 • Í maí komu 8 ára nemendur Nesjaskóla í heimsókn í Þórbergssetur
 • Eldri borgara í dagvist Hornafjarðar komu í heimsókn og nutu fræðslu og veitinga dagstund
 • Ýmsir hópar eldri borgara, námshópur úr Leiðsögumannaskólanum, ungt fólk á vegum Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og fl. heimsóttu Þórbergssetur
 • Um verslunarmannahelgi stóð Þórbergssetur fyrir Þórbergsleikum á unglingalandsmóti U.M.F.Í.
 • Í september hélt Hið íslenska esperantófélag málþing í Þórbergssetri og dvaldi heila helgi alls 30 manns
 • Í september kom hópur eldri borgara frá Vík í Mýrdal og naut veitinga og dagskrár
 • Í október var málþing um Torfhildi Þorsteinsdóttur Hólm rithöfund
 • Í október og nóvember komu 2 skólahópar frá Neskaupsstað og Fask í heimsókn og nutu fræðslu og veitinga
 • Í nóvember komu eldri borgarar úr Öræfum í heimsókn, fóru inn á sýningar, nutu veitinga og dagskrár m.a. myndasýningar um eyðibýli í Suðursveit
 • Í byrjun aðventu var bókamessa í Þórbergssetri þar sem kynntar voru nýútkomnar bækur og kaffiveitingar voru á borðum.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 6
Gestir þennan mánuð: ... 22
Gestir á þessu ári: ... 104544