Skip to main content

Góðar gjafir

Ekki fyrir svo löngu bárust Þórbergssetri góðar gjafir frá hinni kunnu fræðikonu og þýðanda, Helenu Kadecková frá Tékklandi. Gjafirnar reyndust vera tvær útgáfur af bókinni Steinarnir tala eftir Þórberg Þórðarson á tékknesku. Sú fyrri var gefin út árið 1965 en seinni útgáfan núna á þessu ári og heitir bókin á slavneskri tungu Kameny Mluví. Í nýju útgáfunni eru nokkrar myndir héðan úr Suðursveit sem prýða bókina og þ.á.m. skemmtilegar myndir af heimilisfólkinu á Hala um 1965.

Setrið sendir Helenu góðar kveðjur héðan úr Suðursveit og kann henni miklar þakkir fyrir þessa góðu gripi sem verða einir af mörgum sem munu prýða safnið þegar þar að kemur.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 288
Gestir þennan mánuð: ... 6081
Gestir á þessu ári: ... 24104