Skip to main content

Nýjar fréttir af byggingaframkvæmdum

thorbergssetur 011thorbergssetur 019Líkt og sólin heldur hér áfram að skína heldur Þórbergssetur áfram að rísa. Nú hafa bæst tveir smiðir til viðbótar við framkvæmdina, þeir Ingólfur og Vikar, og er mikill fítonskraftur yfir mannskapnum. Önnur bókastoðin á húsinu er nánast upprisin og inni eru menn byrjaðir að festa gipsplötur bæði í loft og veggi. Úti er verið að slá upp mótum fyrir sökkulveggjum viðbyggingar og samkvæmt Fjölni (heimamanni) eru líkur á steypuvinnu  n.k. miðvikudag ef veður leyfir. Hér í dag komu einnig fréttamenn RÚV, þar sem þeir tóku myndir og viðtöl og ætla þeir að fjalla um þetta í fréttatíma sjónvarpsins einhverja næstu daga og er það ánægjulegt til þess að vita að framkvæmdin sé farin að spyrjast út og áhugi sé fyrir verkinu. Meðfylgjandi eru svo nýjustu myndirnar,

 

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ...
Gestir þennan mánuð: ...
Gestir á þessu ári: ...