Skip to main content

Verkið hafið

bygging1bygging2Það er okkur hér á Halatorfunni mikil ánægja að geta tilkynnt að störf við byggingu Þórbergsseturs eru hafin. Á þriðjudagskvöldið mættu hér tveir færir og ráðagóðir smiðir, Jóhannes og Ragnar, sem allt vita og kunna í húsasmíði og tóku þeir, ásamt heimamönnum, „fyrstu skóflustunguna“ á miðvikudagsmorguninn. Þar með hófst verkið formlega. Þeirra fyrsta verk hefur verið að einangra veggi, mæla út fyrir viðbyggingunni sem mun verða byggð við þá skemmu sem fyrir er og steypa hærri sökkul við innganginn á henni. Á næstu dögum munu þeir svo rífa járnið af skemmunni þar sem er gert ráð fyrir viðbyggingunni og klæða með krossviði.Von bráðar er að vænta fleiri manna og þeir, ásamt heimamönnum, munu sjá um að gera sem mest í byggingunni, fyrir þá upphæð sem þegar hefur safnast Þórbergsverkefninu.

Til þess að leyfa ykkur að fylgjast með þessari gleðilegu „meðgöngu og sköpun“, munum við regluleg flytja fréttir og birta myndir þar sem hægt verður að fylgjast með framvindu mála. Þetta eru vissulega góðir og ánægjulegir dagar hér í Suðursveit og við bjartsýn og kát með stöðu mála. Meðfylgjandi þessari frétt eru myndir þar sem hægt er að sjá fyrstu handtökin.

                                       

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 8411
Gestir á þessu ári: ... 86474