Skip to main content

Styrkur til Þórbergsseturs

gonguferdÞórbergssetur fékk úthlutað 3 milljónum króna á fjárlögum 2005. Uppbygging Þórbergsseturs er hafin, og framundan eru miklar framkvæmdir. Á stjórnarfundi Þórbergsseturs sem haldinn var í Reykjavík síðastliðinn sunnudag var ákveðið að freista þess opna Þórbergssetur 1. júlí næsta sumar. Ljóst er að ekki verður hægt að ljúka nema hluta byggingarinnar árið 2005 og í byrjun verður sett upp lítil sýning um skáldið og hin ýmsu hugðarefni hans. Pétur Gunnarsson rithöfundur, Kristján Eiríksson hjá Árnastofnun og Jón Þórisson leikmyndahönnuður hafa tekið að sér að skrifa og setja upp sýninguna.

 Haldið verður áfram gönguferðum með leiðsögn í næsta nágrenni Hala þar sem sögur Þórbergs varða leiðina. Næsta sumar verður gisting á Hala í sérbúnu húsnæði, þar sem gönguhópar eða aðrir sem vilja fræðast um Þórberg og umhverfið á Hala geta fengið gistingu. Þar mun andi Þórbergs og ættmenna hans svífa yfir og bækur og sagnir úr Suðursveit verða aðgengilegar. Heillandi Suðursveitarfjöll hafa upp á margt að bjóða. ,,Óvíða er svo mikil fjölbreytni í náttúru hvort sem litið er á jarðfræði, landmótun eða lífríki",segir Hjörleifur Guttormsson í grein sinni um Suðursveit sem birt er á  Þórbergsvefnum. Hægt er að hafa samband við Þorbjörgu Arnórsdóttur eða Fjölnir Torfason á Hala  í síma 4781073 eða 8932960 varðandi gönguferðir með leiðsögn eða aðra þjónustu í tengslum við Þórbergssetur

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 6081
Gestir á þessu ári: ... 24104