Skip to main content

Fréttir af Þórbergssetri

Þórbergssetur fékk 7 milljóna kr. styrk á fjárlögum 2004. Unnið er af krafti við uppbyggingu Þórbergsseturs. Jón Þórisson leikmyndahönnuður hefur tekið að sér yfirumsjón á hönnun og uppsetningu sýningar um Þórberg og María Gísladóttir bókmenntafræðingur hefur verið ráðin í hálft starf við söfnun gagna um meistarann. Sveinn Ívarsson arkitekt sér um hönnun húsnæðis í samvinnu við Jón Þórisson. Stofnskrá Þórbergsseturs er opin til 1.október 2004 og getur áhugafólk um Þórbergsmálefni gerst stofnaðilar.Stofnaðild kostar 10.000 kr, en henni fylgja engar kvaðir. María Gísladóttir starfsmaður Þórbergsseturs er m.a. að taka viðtöl við fólk sem þekkti Þórberg og leita eftir gömlum myndum og gögnum sem tengjast Þórbergi.Þeir sem gætu lagt henni lið við þessa vinnu mega gjarnan hafa samband, en netfang hennar er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 5793
Gestir á þessu ári: ... 23817