Skip to main content

Landkynningarferð

Í sumar verður boðið upp á landkynningarferðir um nágrenni Hala í Suðursveit. Þetta er einskonar ratleikur, þar sem þátttakendur fræðast um örnefni og sagnir og geta lesið stutta kafla úr bókum þeirra bræðra, Þórbergs og Steinþórs. Nú er unnið að undirbúningi en í júlíbyrjun verður ekkert að vanbúnaði að fara með alla fjölskylduna í landkynningarferð með Þórbergi. 

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 137
Gestir þennan mánuð: ... 771
Gestir á þessu ári: ... 25773