Skip to main content

Þórbergssetur fær styrk

Mánudaginn 18. mars sl. úthlutaði Menningarráð Austurlands styrkjum til menningarstarfs á Austurlandi við hátíðlega athöfn í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði. Meðal þeirra sem hlutu styrk voru Þorbjörg Arnórsdóttir vegna undirbúnings að stofnun Þórbergsseturs að Hala í Suðursveit. Styrkurinn nemur 800.000 kr. og kemur í góðar þarfir við undirbúning að stofnun setursins og uppbyggingu vefjarins. Nánar á vef Menningarráðs Austurlands.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 331
Gestir þennan mánuð: ... 1225
Gestir á þessu ári: ... 26227