Skip to main content
  • Þórbergssetur

  • Steinninn í hlaðinu

  • Andlit skáldsins

  • Sólsetur

  • Jökulsárlón

  • Bókaveggurinn

  • Norðurljós yfir Hala

  • Demantsströnd

  • Textar á sýningu

  • Á flugi yfir jökulsporðinum

LATRADU

ESPERANTO VEFUR


Tripadvisor


Facebook

Menningarsetur reist til minningar um Þórberg Þórðarson rithöfund.

Um safnið

Þórbergssetur  er opið alla daga frá 1. febrúar 2024 kl 9 - 21 

Verð á sýningar er krónur 1500, en 1200 fyrir hópa sem eru 10 manns og fleiri

Sýningar

Í Þórbergssetri eru sýningar helgaðar sögu Suðursveitar og lífi og verkum Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar.

Allir velkomnir í Þórbergssetur.

Veitingar

Veitingahús og safn er opið til loka nóvember 2023 
Sérstök dagskrá fyrir hópa ef óskað er.

Vinsamlega pantið í síma 478 1078/ 867 2900 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Steinarnir tala, - í orðsins fyllstu merkingu

347096090 681937557078744 2029325128884468402 n.jpg fjósiðNemendur á námskeiðinu Eldur og ís komu við í Þórbergssetri í júnímánuði. Um  var að ræða námskeið sem haldið var á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands í samvinnu við Rannsóknasetrið á Hornafirði og að því komu kennararnir Jakob Frímann Þorsteinsson, Þorvarður Árnason og Kolbrún Þ. Pálsdóttir ásamt sérfræðingum meðal annars úr hópi leiðsögumanna úr Fjallamennskunámi FAS.

Á námskeiðinu var lögð áhersla á beina reynslu og upplifun af náttúru Íslands og umfjöllun um náttúruvísindi með áherslu á eldfjalla- og jöklafræði . Tengingin við bókmenntir varð einnig magnaður vinkill, - að koma skynjunum og hughrifum náttúruunnenda í orð og fylla hugann af orðgnótt skáldanna  á sama tíma og skynfærin grípa dýrðina allt um kring .

Það var því mjög gaman var að fá þennan hóp i Þórbergssetur til að kynna einstakan bókmenntaarf Suðursveitar sem felst einmitt í náttúrulýsingum Þórbergs.  staldra við steininn sem talar, en hlýða síðan á upplestur úr bókinni Steinarnir tala, - þar sem fjallað er um náttúruna í kring um leið og nemendur og leiðbeinendur  góndu upp í klettana og  fengu þar með kennslustund í að sjá það ,,stóra í hinu smáa" og skynja einstakar lýsingar Þórbergs Þórðarsonar. á umhverfinu

Að lokum settust þreyttir ferðalangar niður hjá kúnum í fjósbaðstofunni á Hala og hlustuðu á lýsingar á búsetu fólksins á öldum áður. Þá voru kýrnar  hluti af íbúum heimilisins á Hala. - þó þær væru ,,öðruvísi í laginu enn mannfólkið."

355234595 6189545177825786 2972118827054360277 n.jpg eldur og ís 2

Bergur klettadrangur í Breiðabólsstaðarklettum

Bergur er klettadrangurinn sem vBrgurakir yfir okkur á Hala alla daga. Hann sá Papana þegar þeir komu að landi forðum, hann sá Hrollaug landnámsmann reisa bæinn sinn og hefur vakað yfir byggðinni í 1100 ár. Gott ef að er ekki lítill varðhundur til hliðar við hann.

Þakk fyrir flotta drónamynd Einar Björn Einarsson. Við horfum upp til Bergs á hverjum degi en hér birtist hann í nærmynd þessi fjallmyndarlegi landvættur okkar á Breiðabólsstaðarbæjunum

,,Mikið djúp gerði það í mér, ef ég gæti séð Hrollaug landnámsmann og papana vera að horfa fyrir þúsund árum á sama steininn.................."

,,Getur það verið að steinninn hafi staðið þarna í þúsund ár ? Að hugsa sér ! Að standa í sömu stellingum í þúsund ár. Hvílík eilífð er líf steinsins ! "
                                         Þórbergur Þórðarson ; Í Suðursveit bls. 159

Oddný á Gerði og aðrar rismiklar og líflegar kerlingar á 19. öld. Málþing í Þórbergssetri 4. nóvember 2023

FámenntÞað var merkilegur Oddnýjardagur í Suðursveit í gær. Mér fannst ég finna fyrir nálægð forfeðra og mæðra á þessum fallega degi. Þakk kærlega fyrir komuna Erla Hulda Halldórsdóttir fyrir einkar skemmtilegt erindi um Oddnýju og Soffía Auður Birgisdóttir að minna á gömlu konurnar og Þórberg. Mestar þakkir eiga þeir bræður frá Hala , Þórbergur og Steinþór Þórðaron að gefa okkur allar minningar liðins tíma til að dvelja við. Erindin er hægt að nálgast hér í beinu streymi en því miður fór hljóðið af síðustu 15 mínúturnar.
Dagskrá málþingsins var eftirfarandi 
1:00 Setning
11:15 Ein skrifandi kona í Suðursveit. Oddný á Gerði í sögulegu samhengi ; Erla Hulda Halldórsdóttir sagnfræðingur
12:00 Léttur hádegisverður
12:45 Þórbergur og gamlar konur; Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur
13:30 Spiluð upptaka af frásögum Steinþórs og Þórbergs af Oddnýju á Gerði
14:00 Sögur af nágrannakonum Oddnýjar ,,Sunnan við Steinasand" ; Þorbjörg Arnórsdóttir forstöðumaður Þórbergsseturs
14:45 Spilaðar gamlar upptökur Steinunnar á Hala, o.fl
Umræður og kaffiveitingar
Þingi slitið
Upptöku af málþinginu má sjá hér á You tube síður Þórbergsseturs.
 
Smelltu á linkinn hér fyrir neðan  til að horfa.
 
Málþing í Þórbergssetri

Mannvist á Mýrum

Mannvist 1Sýningin Mannvist á Mýrum var opnuð með viðhöfn í bókasafni Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar þann 29. nóvember síðastliðinn. Hér er má sjá afrakstur af skráningarverkefni Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og Þórbergsseturs af fornum rústum og búsetuminjum í Sveitarfélaginu Hornafirði. Verkefnið núna er undir forystu Sigríðar Guðnýjar Björgvinsdóttur landfræðings og sýningin styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurlands.
Hér eru það hinar flatlendu Mýrar, næsta sveit austan Suðursveitar, sem teknar voru fyrir. Sveitinni hefur verið lýst sem vatnabyggð eða eins og segir í textalýsingu sýningarinnar: ,,Mýramenn bjuggu við óvenjulegar og oft krefjandi aðstæður langt fram eftir 20. öld. Framgangur jökla, jökulár sem flæmdust um og jökulhlaup spilltu nytjalöndum og urðu þess valdandi að margar fjölskyldur sem búsettar voru þar, hröktust á milli staða. Þessar erfiðu aðstæður urðu til þess að fjölmörg býli og hjáleigur fóru í eyði."
 
Þar segir einnig: ,,Markmiðið með skráningunni er að vernda og kynna landfræðilegar,mannvistar- og sögulegar upplýsingar um búsetu á svæðinu ásamt því að gera byggðasögu Austur-Skaftafellssýslu sýnilega. Minjar voru mældar upp með staðsetningartæki, ljósmyndaðar og skráðar. Skráning hófst í Suðursveit vorið 2020 og voru niðurstöður þeirra kynntar sumarið 2021. Í framhaldi hófst skráning á Mýrum með sama hætti og munu sveitirnar Lón, Nes og Öræfi fylgja í kjölfarið."
Sýningin er afar fróðleg. Ekki er um tæmandi upptalningu eyðibýla að ræða og fyrirhugað er að ljúka verkefninu um Mýrar á næsta ári. Einnig verður verkefnið sett inn í heild sinni á heimasíðuna www.busetuminjar.is eins fljótt og kostur er.
 
Sambúð manns og jökuls er sennilega hvergi í öllum heiminum sambærileg og í sveitunum sunnan Vatnajökuls. Skráning þeirrar sögu er mikilvæg og hér er þess gætt að vinna af fagmennsku með nákvæmum mælingum og myndatökum, - en einnig að þróa aðferðir til að gera söguna sýnilega með nútíma tölvutækni og miðlun. Sigríður Guðný Björgvinsdóttir á mikinn heiður skilið fyrir hennar hæfni, framlag og framsýni, Sigurður Hannesson fyrir að miðla af einstakri þekkingu sinni á sveitinni þar sem hann ólst upp, - svo og Tim Junge hönnuður fyrir frábæra hönnun og uppsetningu á spjöldunum.
 
Sýningin verður uppi í Bókasafni Menningarmiðstöðvar fram í janúar og fer síðan vonandi í eitthvað varanlegt húsnæði til sýnis og varðveislu.
Allir eru velkomnir
 
Mannvist 2 Mannvist 3 Mannvist 4

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 5423
Gestir á þessu ári: ... 13463