Skip to main content

Höfðingleg gjöf - Ferðabók

fb6Föstudaginn 13. október síðastliðinn komu í heimsókn í Þórbergssetur hjónin Kolbrún S Ingólfsdóttir og Ágúst Einarsson með merka gjöf frá Kolbrúnu til handa öllum íbúum Austur Skaftafellssýslu, en til varðveislu í Þórbergssetri.

Um er að ræða frumútgáfu af Ferðabók Eggerts og Bjarna sem gefin var út á dönsku í Kaupmannahöfn 1772. Bókin var gefin út m.a. fyrir tilstuðlan Jóns Eiríkssonar konferrensráðs frá Skálafelli í Suðursveit.

Kolbrún var fædd á Höfn, dóttir Guðlaugar Huldu Guðlaugsdóttur fósturdóttur Jóns Ívarssonar kaupfélagsstjóra og Guðríðar Jónsdóttur konu hans og kallar hún þau fósturafa og ömmu. Kolbrún var í sveit á Skálafelli í Suðursveit hjá þeim hjónum Ragnari Sigfússyni og Þorbjörgu Jónsdóttur í tvö sumur, Það var því einkar skemmtilegt að Þorbjörg á Skálafelli var viðstödd afhendingu bókarinnar.

Þórbergssetur þakkar fyrir hönd íbúa Sveitarfélagsins Hornafjarðar fyrir þessa höfðinglegu gjöf og skemmtilega samverustund í Þórbergssetri.

Lesa meira

Haustþing 2017

steinavötnHaustþing Þórbergsseturs verður haldið laugardaginn 21. október næstkomandi.
Dagskrá þingsins er svohljóðandi:

  • 11:00 Setning
  • 11:10 Hugleiðingar um veðrið í Austur Skaftafellssýslu í fortíð og framtíð; Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur
  • 11:50 Af veðrinu ræðst stemmningin; Um veðurlýsingar í bókmenntum : Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur
  • 12:30 Hádegismatur og stutt göngferð upp að minnisvarða
  • 13:20 Veðrið og Þórbergur; Sigurður Þór Guðjónsson
  • 14:00 Flækjur og óreiða; Í fótspor Þórbergs Þórðarsonar; Dr Katrín Anna Lund prófessor
  • 14:40 Smá hlé
  • 14:50 Sögur og ljóð langafa, Eymundar Jónssonar frá Dilksnesi; Þorbjörg Arnórsdóttir
  • 15:20 Úr dagbókum Steinþórs Þórðarsonar og Torfa Steinþórssonar á Hala, Halldóra Jónsdóttir Menningarmiðstöð Hornafjarðar
  • 16:00 Kaffiveitingar og umræður
  • 16:30 Málþingi lýkur

Tónleikar í Kálfafellsstaðarkirkju

olafsmessa2017

Hinir árlegu Ólafsmessutónleikar verða  í Kálfafellsstaðarkirkju laugardagskvöldið 29. júlí næstkomandi. 

Lesa meira

Þórbergur birtist í tæknivæddri veröld nútímans.

Þetta árið hefur verið unnið að því að gera sýningar Þórbergsseturs aðgengilegri fyrir erlenda ferðamenn. Gefið hefur verið út App með textum af sýningum í Þórbergssetri á níu tungumálum og   fæst það ókeypis í báðum app verslununum:

Hægt er að hlaða textunum niður í síma ókeypis. Einnig er þarna viðbótarefni m.a. upplestur Þórbergs sjálfs á upphafskafla bókarinnar Steinarnir tala um brúðkaupsveisluna miklu á Breiðabólsstað og söngur og frásagnir Steinþórs Þórðarsonar  á Hala. Vonandi hafa þeir sem koma á sýningarnar í Þórbergssetri ánægju af að hlusta á frekari fróðleik og sögur frá liðinni tíð.

Einnig hefur verið gefin út 15 mín. kynningarmynd um Þórbergssetur og umhverfi þess. Það er frægur bandarískur ljósmyndari sem hefur gert myndina Michael Kienitz. Hann dvelst langdvölum í Suðursveit við myndatökur og hefur aðsetur sitt ýmist á Sléttaleiti eða á Halabæjunum. Myndin er hugsuð sem kynning á Þórbergi og Þórbergssetri fyrir erlenda ferðamenn.

Smellið hér til að horfa á myndina.

 

Blíða á bridgemóti

utispilHið árlega bridgemót og hrossakjötsveislan á Hala var fjölsótt að vanda. Það voru 40 spilarar víða af á landinu sem spiluðu samfleytt frá föstudagskvöldi til klukkan 2 á sunnudegi og um 60 manns sóttu hrossakjötsveisluna á laugardagskvöldinu. Einmuna veðurblíða var á laugardeginum og brugðu menn sér út í sólina með spilin stundarkorn. Vinnigshafar voru séra Halldór Gunnarsson og Kristján  Mikkelsen með 59.2 % nýtingu á spilunum og 810 stig. Í öðru sæti  voru Þórður Ingólfsson og Gunnar Páll Halldórsson með 783 stig og í þriðja sæti afkomendur Oddnýjar á Gerði, Sveinn Símonarson og Simon Sveinsson með 782 stig .

Sjá má heildarniðurstöðu keppenda hér.

Merkileg ráðstefna á Höfn í Hornafirði.

joklar1Jöklar í bókmenntum, listum og lífinu, merkileg ráðstefna verður haldin í Nýheimum á Höfn í Hornafirði 28 - 30 apríl næstkomandi á vegum Háskólasetursins á Hornafirði. Um er að ræða þverfaglega nálgun efnis sem má ef til vill tengja hugtökum eins og jarðfagurfræði eða lífrænni heildarhyggju þar sem ofið er saman þeirri lífsskoðun að allt í náttúrunni sé lifandi og tilvera mannsins sé í órjúfanlegu áhrifasambandi við undur og fegurð náttúrunnar. Afsprengi sterkrar náttúruupplifunar er listsköpun sem birtist í skáldskap, myndlist og fræðiritum og nú á síðustu tímum í ferðamennsku, svo vitnað sé í doktorsritgerð dr. Soffíu Auðar Birgisdóttur frá árinu 2016. Skynjun og listræn sýn á náttúruna getur því verið skapandi afl í mismunandi listsköpun og því er eðlilegt að Skaftfellingar leiti til þess bakgrunns sem jöklar eru sem mótandi afl í upphafningu ímyndunarafls. Efni ráðstefnunnar er tengt tjáningu og lífsýn þeirra er njóta sambúðar við jökla og verða fyrir skynhrifum frá  síbreytilegu og stórbrotnu jöklalandslagi. Efni ráðstefnunnar er því fjölbreytt og þverfaglegt og tengist mörguð sviðum listsköpunar og fræðigreina auk ferðalags um jöklaveröld.

Dagskrána má sjá hér.

Hrossakjötsveisla og bridgehátíð 2017

bm 01Hin árlega hrossakjötsveisla og bridgehátíð verður haldin í Þórbergssetri 1.- 2. apríl næstkomandi. Útlit er fyrir ágæta þátttöku, en byrjað verður að spila kl 14:00 á laugardeginum og spilað svo lengi sem kraftar endast. Á sunnudeginum verður byrjað spila aftur kl.10:00 og mótinu lýkur í síðasta lagi kl 15:00. Hægt er að fá upplýsingar og skrá þátttöku í síma 893 2960 eða senda skilaboð á netfangið hali@hali .is.
Vegna fjölda fyrirspurna setjum við  inn verðskrá fyrir mótið, nægur tími er að panta máltíðir þegar komið er á staðinn.Mótsgjald er 3000 krónur. Gisting á Hala kostar 10.000 krónur á mann í tvær nætur, en 7000 krónur í eina nótt og morgunverður innifalinn. Einnig er hægt að panta gistingu í Skyrhúsinu sími 8998384 og á Gerði sími 4781905.

Boðið verður upp á Halahangikjöt og svið á föstudagskvöldi fyrir svanga ferðalanga, máltíðin kostar 2000 krónur. Einnig verður boðið upp á kjötsúpu í hádeginu á laugardag fyrir 1850 kr á mann.

Hrossakjötsveisla á laugardagskveldi og Halableikja í hádegismat á sunnudeginum ásamt kaffi kostar kr 7500 per mann.

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Bókmenntahátíð í Þórbergssetri 2017

bh 01Bókmenntahátíð í Þórbergssetri var vel sótt, alls voru um 60 manns sem komu í Þórbergssetur þennan dag og hlýddu á dagskrá. Þorleifur Hauksson og dóttir hans Álfdís Þorleifsdóttir fluttu áhugaverð erindi um verk Þórbergs, Ofvitann og Íslenskan aðal,  Viðfjarðarskottu og Sálminn um blómið . Enn sannast það hversu verk Þórbergs geta endalaust kallað á nýjar nálganir og vel kom fram hversu mikla sérstöðu Þórbergur hafði sem rithöfundur á 20 öldinni með yfirburðar færni í stíl og einstaka þekkingu á íslensku máli. Hjörleifur Guttormsson sýndi skemmtilegar myndir tengdar Kvískerjum og  Kvískerjasystkinum og rifjaði upp heimsóknir að Kvískerjum og samveru með  þeim bræðrum,- sérstaklega Hálfdáni Arasyni. Mjög skemmtilegt var svo að hlýða á þær systur Jónínu og Sigrúnu Sigurgeirsdætur frá Fagurhólsmýri flytja ljóð ömmu þeirra í söng og með upplestri úr bókinni Brotagull sem geymir sögu hennar og ljóð.

Lesa meira

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 86
Gestir þennan mánuð: ... 6293
Gestir á þessu ári: ... 50760