Skip to main content

Fjölmennasta bridgehátíð frá upphafi

hrossakjothrossakjot 2Það var fjölmenni á bridgehátíð og í  hrossakjötsveislu í Þórbergssetri síðustu helgina í mars. Alls spiluðu 64 spilamenn og konur víðs vegar af að landinu linnulaust frá föstudagskvöldi til sunnudagssíðdegis. Efnt var til tvímenningskeppni undir dyggri stjórn Þórðar Ingólfssonar og var mjög tvísýnt um úrslit lengi vel. Alls voru spilaðar 21 umferðir eða alls 84 spil á 16 borðum.

Sigurvegarar voru Þórður Sigurðsson og  Gísli Þórarinsson frá Selfossi sem mættu  í fyrsta skipti í Þórbergssetur. Í öðru sæti voru Stefán Garðarsson og Guðlaugur Bessason og þriðja sæti Ómar Óskarsson og Bernódus Kristinsson.

Smellið á myndirnar til að sjá þær betur.

vinnigshafarMikið var etið og drukkið og hrossakjetið bragðaðist vel að vanda. Lesin var frásögn Torfa Steinþórssonar frá Hala sem rituð var í Eystrahorn árið 1982, en þar var sagt frá fyrstu vinningsbridgehátíð Suðursveitunga í keppni við Hafnarmenn 1981 og í kjölfarið  fyrstu hrossakjötsveislunni sem var sigurhátíð,-  haldin í Hrollaugsstöðum 1982 ári síðar. Það kom síðan í hlut Þórbergsseturs að endurvekja þessa hátíð þó að hún sé með öðrum hætti nú, og fólk kemur alls staðar af á landinu til að gleðjast saman yfir spilum eina helgi.

Þess má geta að þátttaka á þessu móti reiknast til silfurstiga hjá Bridgesambandi Íslands.

Úrslit mótsins má sjá hér.

Hrossakjötsveisla og bridgehátíð 2019

bridge2014Hin árlega hrossakjötsveisla og bridgehátíð verður haldin í Þórbergssetri 30. og 31. mars  næstkomandi. Útlit er fyrir ágæta þátttöku, en byrjað verður að spila kl 13:00 á laugardeginum og spilað svo lengi sem kraftar endast. Á sunnudeginum verður byrjað spila aftur kl.10:00 og mótinu lýkur í síðasta lagi kl 15:00. Hægt er að fá upplýsingar og skrá þátttöku í síma 893 2960 eða senda skilaboð á netfangið hali@hali .is.

Vegna fjölda fyrirspurna setjum við  inn verðskrá fyrir mótið, nægur tími er að panta máltíðir þegar komið er á staðinn. .Mótsgjald er 3000 krónur. Gisting á Hala kostar 10.000 krónur á mann í tvær nætur í tveggja manna herbergi,  en 7000 krónur í eina nótt og morgunverður innifalinn. Eins manns herbergi í tvær nætur kostar 12000 krónur en  9000 krónur í eina nótt.  Einnig er hægt að panta gistingu í Skyrhúsinu sími 8998384 og á Gerði sími 4781905.

Boðið verður upp Halahangikjöt á föstudagskvöldi fyrir svanga ferðalanga, máltíðin kostar 1800 krónur. Einnig verður boðið upp á kjötsúpu í hádeginu á laugardag fyrir 1850 kr á mann.
Hrossakjötsveisla á laugardagskveldi og Halableikja í hádegismat á sunnudeginum ásamt kaffi kostar kr 7000 per mann.
Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Bókmenntahátíð Þórbergsseturs 2019

Hin árlega bókmenntahátíð Þórbergsseturs verður haldin 10. mars næstkomandi í Þórbergssetri. Góðir gestir mæta á hátíðina ásamt heimamönnum og vonumst við eftir að eiga góða samverustund saman. Dagskráin ber yfirskriftina ,, Framtíð bókmenningar á Íslandi, sögur af forfeðrum og mæðrum. Takið eftir að dagskráin hefst klukkan 13:30 eftir hádegi með söng Kvennakórs Hornafjarðar .

Fyrirlesarar eru;

Bokasafn fodur mins 500x771Ragnar Helgi Ólafsson skáld sem  fjallar um nýjustu bókina sína Bókasafn föður míns - sálumessa,   sem kom út á haustdögum og hlaut afar góðar móttökur auk þess að vera tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Ragnar er mennt­aður í heim­­s­peki, mynd­­list og ritlist og hefur jafn­hliða rit­­störf­­um um ára­bil starfað að sjónlistum. Þriðja bók Ragnars Helga, ljóða­bókin Til hug­­hreyst­ingar þeim sem finna sig ekki í sam­tíma sínum hlaut Bók­mennta­verð­laun Tómasar Guð­munds­­sonar haust­ið 2015. Áður höfðu komið út skáld­sagan Bréf frá Bútan (2013) og smá­­sagna­safnið Fundur útvarps­ráðs þann 14. mars 1984 og áhrif hans á kyn­ver­und drengsins og fleiri sögur (2015). Árið 2018 fylgdi síðan Handbók um minni og gleymsku sem var tilnefnd til bæði Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Menningarverðlauna DV.   Ragnar Helgi býr og starfar í Reykja­vík 

 

 

 

 

stundb200Hólmfríður Helga Sigurðardóttir blaðamaður sem les upp úr bók sinni Amma - draumar í lit. Hólmfríður hefur unnið sem blaða- og fréttamaður undanfarin fimmtán ár og hefur starfað á ýmsum miðlum – Fréttablaðinu, á fréttastofu RÚV og á Stundinni, auk þess að skrifa fyrir hina og þessa miðla. Hún hefur nokkrum sinnum tekið sér frí frá blaðamennsku, þrisvar sinnum til að verja tíma með nýfæddum börnum sínum, einu sinni til að gegna tímabundinni stöðu kynningarstjóra Listahátíðar í Reykjavík og á árunum 2012-2015 bjó hún í Barcelona, þar sem hún var í meistaranámi sem ber flókinn katalónskan titil en mætti lýsa sem blöndu af blaðamennsku og ritlist. Það var þar, á einu heimþrártímabilanna sem helltust yfir hana og hugurinn var heima hjá fólkinu hennar, sem henni datt í hug að skrifa sögu ömmu sinnar. 

 

 

 

 

eg skapa thess vegna er egSoffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur starfar sem fræðimaður á Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Höfn í Hornafirði. Hún kenndi um árabil við Háskóla Íslands og hefur í ríflega þrjá áratugi skrifað ritdóma og greinar um bókmenntir í blöð, tímarit og bækur. Árið 2015 sendi hún frá sér bókina Ég skapa – þess vegna er ég. Um skrif Þórbergs Þórðarsonar sem byggð er á doktorsritgerð hennar.

 

 

 

 

 

 

Dagskrá Bókmenntahátíðarinnar er eftirfarandi:

Framtíð bókmenningar á Íslandi, sögur af forfeðrum og mæðrum

  • 13:30 Setning
  • 13:40 Kvennakór Hornafjarðar syngur nokkur lög
  • 14:00 Bókasafn föður míns, - sálumessa; Ragnar Helgi  Ólafsson skáld og listamaður
  • 14:30 Upplestur Skiptidagar, Guðrúnar Nordal
  • 14:40 Óður til ömmu; Sögubrot úr ævi íslenskrar alþýðukonu 
              Hólmfríður Helga Sigurðardóttir blaðamaður
  • 15:10 Upplestur Hugvekja Auðar Jónsdóttir úr Tímariti Máls og menningar
  • 15:20 Framtíð íslenskrar bókmenningar; Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur
  • 15:50 Kaffiveitingar og spjall. Gestum boðið á sýninguna að skoða nýja muni og endurbætur
  • 16:30 Lok samkomunnar

Allir velkomnir að heimsækja sveit sólar á afmælishátíð Þórbergs Þórðarsonar, en hann var fæddur á Hala 12 . mars 1888

Lesið í landið - Vinnustofa og málþing í Suðursveit 1. mars

kambstun smallLesið í landið heitir vinnustofa á vettvangi sem fer fram föstudaginn 1. mars kl. 13 í Suðursveit þar sem verbúðir voru á 16. öld í Kambstúni vestan við Hestgerðiskamb. Vinnustofunni stýrir Þuríður E. Harðardóttir, minjavörður Austurlands. Meðal þess sem kennt verður í vinnustofunni er hvernig hægt er að nýta snjallsíma til að skrásetja menningarminjar.

Eftir að vinnustofunni lýkur verður haldið lítið málþing í Þórbergssetri á Hala kl. 15. Þar mun Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar, segja frá CINE-verkefninu sem nýtur styrks úr Norðurslóðaáætlun ESB og Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur mun fjalla um fornar ferðaleiðir milli Héraðs og Suðursveitar, en Skriðuklaustur átti til forna útræði við Hálsahöfn.

Vinnustofan og málþingið eru hluti af CINE-verkefninu sem snýst um að skrá og miðla menningararfi með nýjustu tækni og margmiðlun. Gunnarsstofnun og Locatify eru íslenskir aðilar að verkefninu en með aukaaðild eru: Minjastofnun Íslands, Vatnajökulsþjóðgarður, Óbyggðasetrið og Fljótsdalshreppur. Samstarfsaðilar vegna þessara viðburða í Suðursveit eru Menningarmiðstöð Hornafjarðar og Þórbergssetur.

Nánari upplýsingar veita Þuríður E. Harðardóttir í síma 864-1451 eða netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og Skúli Björn Gunnarsson í síma 860-2985 eða netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Meðfylgjandi ljósmynd er af Kambstúni þar sem verbúðir stóðu fyrir 500 árum. Ljósm. SBG.

Miðlun menningararfs á tímum fjölmenningar

Þanstrand smalln 13. febrúar fengum við góða heimsókn í Þórbergssetur og á Hala. Það var Gísli Sigurðsson frá Árnastofnun með 13 manna hóp svokallað Erasmus  alþjóðlegt verkefni í menningarfræðum og ferðaþjónustu.  Í verkefninu er blanda háskólafólks í menningarfræðum og þeirra sem koma að skipulagi vinsælla ferðamannastaða á borð við Edinborg, Amalfi-ströndina á Ítalíu og Santiago de Compostella. Þáttakendur voru frá Kanada, Rúmeníu , Ítalíu, Frakklandi, Spáni, Hollandi og Skotlandi.  Á öllum þessum stöðum er mikið unnið með menningararfinn og  umræðan snýst um að rýna í það og setja í evrópskt samhengi, með tilliti  til þeirra breyttu fjölmenningartíma sem við lifum á - þegar íbúar á hverjum stað eru ekki lengur sjálfsagðir handhafar arfsins sem staðnum tengist. Spyrja má hér á Hala hvernig tengja nýbúar sig t.d. við Þórberg, náttúruna og söguna, nú eða erlendir ferðamenn sem eru nú í miklum meiri hluta þeirra gesta er koma á staðinn ?

Lesa meira

Fyrsta kaupstaðarferð Steinþórs

Í tímaritinu Dvöl birtist, árið 1938, þessi frásögn Steinþórs Þórðarsonar (Fyrsta kaupstaðarferðin mín). Frásögnin segir frá því þegar fermingarbarnið er sent í sína fyrstu ferð til Hafnar árið 1905. Steinþór stígur yfir í heim hinna fullorðnu og ferðin markar í huga hans þáttaskil. 

Haustþing Þórbergsseturs 2018

bokaveggur 800 Haustþing Þórbergsseturs verður haldið laugardaginn 27. október næstkomandi og hefst kl 11:00 fyrir hádegi.  Að þessu sinni fjallar þingið um nýjar rannsóknir á verkum Þórbergs Þórðarsonar. Fjallað verður m.a. um alþjóðleg áhrif á verk Þórbergs Þórðarsonar í gegnum esperantó, guðspeki og austurlensk fræði. Allir fyrirlesarar á málþinginu hafa unnið að rannsóknum á verkum meistara Þórbergs að undanförnu. Það má segja að núna á "næstu öld" eru fræðimenn á hinum ýmsum sviðum að skilja og skilgreina verk Þórbergs út frá menntun og alþjóðlegri þekkingu hans, þar sem hann lötraði sannarlega ekki um troðnar slóðir þeirrar aldar er hann ól aldur sinn á.

Í lok dagskrár verður farið inn á sýningar Þórbergsseturs og rabbað og skoðað, en unnið hefur verið að ýmsum endurbótum á safninu þetta sumarið.

"Hér lötra allir troðnar slóðir. Hér leggur enginn nýja vegi"

Lesa meira

Gjöf frá Skaftfellingafélaginu

skaÞórbergssetri hefur borist enn ein gjöfin. Að þessu sinni frá Skaftfellingafélaginu í Reykjavík en á sextugssafmæli Þórbergs, þann 12. mars 1959 var hann gerður að heiðursfélaga og gjöfin er skjal sem staðfestir það.

Skjalið hefur alla tíð prýtt salakynni Skaftfellingafélagsins á Laugaveginum í Reykjavík en núverandi formaður félagsins, Skúli Oddsson, lagði til að Þórbergssetur varðveitti skjalið og því hefur verið fundin staður við útganginn af sýningunni, þar sem gengið er út úr íbúðinni að Hringbraut 45. 

Anna Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar Hjaltasonar frá Hólum og  Aðalheiðar Geirsdóttur frá Reyðará afhenti skjalið í Þórbergssetri  nú á dögunum. Við færum henni  kærar þakkir fyrir komuna og alúðarþakkir til Skaftfellingafélagsins í Reykjavík fyrir góðan hug til stofnunarinnar.

 

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 6207
Gestir á þessu ári: ... 50674