Skip to main content

Stjörnuhelgi aflýst

Því miður varð aflýsa stjörnuhelgi í Þórbergssetri, sem átti að vera helgina 24. - 25. febrúar. Veðurfar síðustu daga gerir það að verkum að þeir sem höfðu bókað sig hættu við langt ferðalag og heimamenn sýndu verkefninu lítinn áhuga. Líkur eru þó á að stjörnubjart verði á laugardagskvöldið og verðum við Halamenn að láta okkur nægja að njóta dýrðar himinsins án fræðslu eða leiðsagnar. Snævarr er tilbúinn að koma síðar og vera með dagskrá í tengslum við málþing eða samkomuhald í Þórbergssetri.

Fræðimenn á Hala

frimenn og namskei 003Fyrstu vikuna í nýári dvöldu þær Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur og Þóra Sigríður Ingólfsdóttir bókmenntafræðinemi í gestaíbúð á Hala við lestur og skriftir. Þóra Sigríður er að ljúka MA-prófi í íslenskum bókmenntum og vann hún að MA ritgerð sinni sem fjallar um þríleik Ólafs Jóhanns Sigurðssonar um Pál blaðamann og eftirstríðsárin: Gangvirkið, Seiður og hélog, og Drekar og smáfuglar. Soffía Auður er leiðbeinandi Þóru Sigríðar við ritgerðaskrifin og að hennar sögn var dvölin á Hala mjög árangursrík enda fullkomin ró og vinnufriður á staðnum. Soffía Auður segir ritgerð Þóru Sigríðar fela í sér merka úttekt og endurmat á þessum þríleik Ólafs Jóhanns sem var á útgáfutímanum helst metinn út frá bjöguðum kaldastríðshugsunarhætti, eins og því miður var algengt að sjá í mati á bókmenntum langt fram eftir 20. öldinni. Þóra Sigríður hefur lofað að flytja fyrirlestur á Þórbergssetri í vor um þríleikinn - og þá kannski helst um óvæntar tengingar við Þórberg Þórðarsson sem finna má í verkinu.

Menningarverðlaun Hornafjarðar 2006

thorbergÞórbergssetur ásamt Hornfirska skemmtifélaginu fengu menningarverðlaun Hornafjarðar fyrir árið 2006. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Nýheimum á Höfn, föstudaginn 9. febrúar kl. 17:00. Þorbjörg Arnórsdóttir, Fjölnir Torfason, Sveinn Ívarsson, arkitekt og Jón Þórisson, leikmyndahönnuður veittu verðlaununum viðtöku. Einnig var Ingibjörg Zophoníasdóttir húsfreyja á Hala kölluð upp, en hún hafði upphaflega átt hugmynd af minngarstofu um þá bræður frá Hala. Umsögn menningarmálanefndar  við afhendingu verðlaunanna var eftirfarandi: Þórbergssetur á vart sinn líka á Íslandi. Setrið er glæsilegur minnisvarði en um leið miðstöð mikillar menningarstarfsemi þar sem bókmenntir, rannsóknir og ferðamál blandast á áhrifaríkan hátt. Þórbergssetur er vitnisburður um frumherjakraft, faglega nálgun og metnaðarfulla framsetningu. Útkoman er glæsileg og til sóma fyrir þá sem að hafa komið.

Lesa meira

Hagvöxtur á heimaslóð, námskeið í Þórbergssetri

hh-060117--004Dagana 17. og 18. janúar sóttu 20 manns, ferðaþjónustuaðilar og starfsmenn lykilstofnana í atvinnuþróun í Austur Skaftafellssýslu og starfsmaður Skaftafellsþjóðgarðs námskeiðið Hagvöxtur á Heimaslóð. Námskeiðið var haldið í Þórbergssetri á Hala. Útflutningsráð býður nú landshlutasamtökum upp á þetta viðamikla námskeið, sem stendur tvo daga í senn, alls í fjögur skipti. Fyrstu tvö námskeiðin verða í Þórbergssetri, en síðari tvö á Hótel Höfn og í Árnanesi. Markmið með námskeiðinu er að veita fyrirtækjum ráðgjöf í markaðssetningu og vöruþróun, en einnig að stuðla að auknu samstarfi fyrirtækja í ferðaþjónustu og tengja saman hin ýmsu starfssvið, svo sem gistingu, afþreyingu, þjónustu, menningartengda- og fræðandi ferðaþjónustu, safnastarf, starfsemi Skaftafells-þjóðgarðs, veitingasölu o.fl

Lesa meira

Hvað boðar nýárs blessuð sól

nrsdagur 2007 158Aðstandendur Þórbergsseturs óska öllum landsmönnum, gestum, samstarfaðilum og velunnurum setursins gleðilegs árs með  kærri þökk fyrir heimsóknir, samstarf og ómetanlegan stuðning við uppbyggingu Þórbergsseturs á liðnu ári. Framundan eru spennandi tímar og með hækkandi sól verður hafist handa við að treysta starfsemi setursins enn frekar og byggja upp öflugt innra starf sem miðar að því að Þórbergssetur verði lifandi menningarsetur með starfsemi allt árið. Þórbergssetur er opið alla daga nema mánudaga milli 12:00 - 16:00. Ekki er þó samfelld viðvera í Þórbergssetri þannig að vissara er að panta fyrir hópa eða tilkynna komu sína með fyrirvara í síma 478 1078/ 867 2900/ eða á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Einnig er velkomið að banka upp á heima á Hala ef komið er að læstum dyrum Þórbergsseturs. Tilkynningar um viðburði og fréttir af starfsemi Þórbergsseturs verða birtar reglulega inn á Þórbergsvefnum.

Vetrardvöl á Hala

vetrarmyndir 047Með hækkandi sól og á nýju ári er vonast eftir að gestakomur verði tíðar í Þórbergssetri og á Hala. Fræðimönnum er boðið upp á aðstöðu til að sinna fræðastörfum á Hala í sérstöku húsnæði, en einnig er hópum boðið upp á helgardvöl með dagskrá. Þegar eru farnar að berast fyrirspurnir frá leshringum og gönguhópum fyrir næsta ár. Ýmsir möguleikar eru í boði og hægt er að hafa samband og gera tilboð eftir óskum hvers og eins. Eftirfarandi tilboð eru í boði frá 15. janúar til 15 maí árið 2007: Svipuð tilboð verða einnig í gangi frá 1. október - 1. desember næsta haust.  

Lesa meira

Samstarfssamningur Gljúfrasteins og Þórbergsseturs

gljufrasteinnSamstarfssamningur Gljúfrasteins og Þórbergsseturs var undirritaður á Gljúfrasteini síðastliðinn sunnudag. Það voru um 30 gestir á stofuspjalli í stofunni á Gljúfrasteini þar sem Halldór Guðmundsson fór á kostum í ræðu sinni um þá rithöfundana þrjá, Halldór Laxnes, Þórberg Þórðarson og Gunnar Gunnarsson. Áður en hann flutti erindi sitt skrifuðu þær Guðný Dóra Gestsdóttir og Þorbjörg Arnórsdóttir formlega undir samstarfssamninginn. Þar er kveðið á um formlegt samstarf þessara tveggja rithöfundasetra um kynningu og markaðssetningu setranna í samvinnu við önnur rithöfundasetur og aðra áhugasama aðila.

Í lok ræðu sinnar sagði Halldór Guðmundsson frá því þegar þeir Gunnar Gunnarsson og Þórbergur Þórðarson voru sæmdir heiðursnafnbót frá Háskóla Íslands, 12. mars 1974 á afmælisdegi.......

Lesa meira

Undirritun samstarfssamnings Gljúfrasteins og Þórbergsseturs

gljufrasteinnVerk mánaðarins á Gljúfrasteini í nóvember er minningasaga Halldórs Laxness, Í túninu heima, og mun Halldór Guðmundsson spjalla um hana á Gljúfrasteini kl. 16:00 á sunnudag. Áður en stofuspjallið hefst verður samstarfssamningur milli Gljúfrasteins og Þórbergsseturs undirritaður. Í samningnum kemur fram að stofnanirnar tvær hyggjast taka höndum saman um að efla áhuga á íslenskum bókmenntum og menningu í samstarfi við önnur rithöfundasetur og aðra áhugasama aðila.

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir

Í túninu heima kom út 1975 og var fyrst minningasagna Halldórs, en síðan

fylgdu Úngur eg var, Sjömeistarasagan og Grikklandsárið. Halldór Laxness kallaði þessar bækur skáldsögur í ritgerðarformi og það er fullt eins mikið réttnefni og endurminningar, því auk þess sem Halldór minnist bernsku og unglingsára skrifar hann hér margt um viðhorf sitt til skáldskapar og sagnagerðar og fer um víðan völl. Hið sama mun nafni hans gera sem ætlar að bera bók Halldórs saman við bækur tveggja annarra íslenskra höfunda sem einnig ólust upp í sveit, en þeir eru Þórbergur Þórðarson og Gunnar Gunnarsson.

Halldór Guðmundsson er höfundur ævisögu Halldórs Laxness og hefur nýlega sent frá sér bókina Skáldalíf, einskonar hliðstæðar ævisögur Gunnars og Þórbergs. Allir þessir þrír stóru sagnamenn skrifuðu mikið um æsku sína og gefur samanburðurinn færi á að hugleiða aðferðir þeirra og ólíka sýn.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 457
Gestir þennan mánuð: ... 6664
Gestir á þessu ári: ... 51131