Skip to main content

Á slóðum bókanna

Málþing á vegum Þórbergsseturs, Háskólseturs Hornafjarðar og Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum verður haldið í Þórbergssetri dagana 28. - 29 maí næstkomandi. Markmið með málþinginu er að vekja athygli á því hvernig hægt er að gera bókmenntaarfinn og nútímabókmenntir að aflvaka nýrra tækifæra í ferðaþjónustu á Íslandi. Fara á fram samræða á milli forystumanna í samtökum ferðaþjónustu,  rekstraraðila í ferðaþjónustu, rithöfunda, leikara og bókmenntafræðinga auk þess sem að þýskir blaðamenn koma í heimsókn, en þeir eru á Íslandi á vegum Sagenhaftes verkefnisins og eru að kynna Ísland vegna bókamessunnar í Frankfurt í október 2011. Vonandi sjá sem flestir sér fært að koma í vorið í Suðursveit eina helgi og taka þátt í skemmtilegri dagskrá þar sem  persónur sagnanna  birtast ljóslifandi og náttúruskoðun fær á sig skáldsagnakenndan blæ.

Dagskrá:

 

Laugardaginn 28. maí .
16:00 Málþingið sett
16:15 Ávarp;  Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri
16:30 Bókmenntir á aðventu: Skúli Björn Gunnarsson Gunnarsstofnun
17: 00 Hallveig og konurnar á Sturlungaöld: Margrét Ákadóttir leikkona
17:30 Umræður,
18:00 Kvöldverður
19:30 Dagskrá á ensku með þátttöku þýskra blaðamanna: Pétur Gunnarsson kynnir Þórberg Þórðarson, Þórbergssetur og sín verk. Umræður og kvöldstund með áhugafólki um bókmenntir og ferðaþjónustu. Sunnudaginn 29. maí
9:00    Morgunhressing og morgunganga meðal steinanna, sem tala.
10:15 Á slóðum Guðríðar og Hallgríms: Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur
10:45 Orðsins list: Saga og sögur; Guðrún Helgadóttir Háskólanum á Hólum
11:15 Veruleiki  skáldskaparins;.  Soffía Auður Birgisdóttir Háskólasetur Hornafjarðar
11:45 Að búa í heimi skáldævisögunnar; Þorbjörg Arnórsdóttir Þórbergssetur
12:10 Umræður
12:40 Hádegisverður og málþingslok
Málþingsgjald er  kr 6000, innifalið kaffi, kvöldverður og hádegisverður
Bókanir á netfangið  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Gisting í boði á Hala This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og á Gerði  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
ALLIR VELKOMNIR

Bridgehátíð og hrossakjötsveisla um helgina

Hin árlega bridgehátíð og hrossakjötsveisla í Þórbergssetri verður helgina 2. - 3. apríl. Byrjað verður að spila klukkan 15:00 á laugardegi, etið hrossakjöt kl. 20:00 og síðan spilað fram eftir kvöldi. Spilin byrja síðan aftur kl 10.00 á sunnudagsmorgni og spilað fram eftir degi.
Allir bridgeáhugamenn eru velkomnir að koma og taka þátt og eta hrossakjöt og njóta dvalar í Suðursveit eina helgi. Bridgehátíðin er haldin til minningar um Torfa Steinþórsson á Hala sem var mikill bridgeáhugamaður og stóð fyrir bridgemótum og hrossakjötsáti í Suðursveit á árum áður. Í fyrra var spilað á 12 borðum og kom fólk víðs vegar að m.a. frá Egilsstöðum, Selfossi og Reykjavík. Þátttökugjald er kr 15.000 á mann, innifalið er gisting, morgunverður, kvöldverður og hádegisverður á sunnudegi. Þátttökugjald án gistingar er 8000 krónur og ef einhverjir vilja aðeins gæða sér á hrossakjöti kostar það krónur 4000.  Hægt er að skrá þátttöku og panta gistingu á netfangið  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 867 2900. Allir eru velkomnir

Skáldakvöld 11. mars næstkomandi

Helgina 11. - 12 mars verður skáldahelgi í Þórbergssetri, en hefð er fyrir því að halda hátíð í Þórbergssetrii sem næst fæðingardegi Þórbergs 12. mars. Kristín Steinsdóttir rithöfundur ætlar að fjalla um skáldsögu sína,  Ljósu, sem kom út núna fyrir jólin. Sögusvið þeirrar bókar er m.a. í Suðursveit. Vilborg Dagbjartsdóttir skáld ætlar að fjalla um kynni sín af Þórbergi og flytja ljóð úr nýjustu ljóðabók sinni, Síðdegi. Báðar þessar bækur hafa verið tilnefndar til menningarverðlauna DV.  Kvennakór Hornafjarðar ætlar einnig að koma í heimsókn og syngja nokkur lög. Hægt er að koma í helgardvöl á Hala þessa helgi og njóta menningardagskrár, skoða sýningar og ferðast um umhverfið. Hægt er að fá leiðsögn utan dyra í nærumhverfi Þórbergssetur ef óskað er á laugardeginum eða sunnudeginum. Alls staðar bíður sagan við hvert fótmál og mjög gaman er skoða sig um í náttúrunni í góðu veðri að vetrarlagi. Allir velkomnir. Upplýsingar um gistingu má sjá á www.hali.is

Bridgehátíð í Þórbergssetri

Hin árlega bridgehátíð og hrossakjötsveisla í Þórbergssetri verður helgina 2. - 3. apríl. Allir bridgeáhugamenn eru velkomnir að koma og taka þátt og eta hrossakjöt og njóta dvalar í Suðursveit eina helgi. Þáttökugjald er kr 15.000 á mann, innifalið er gisting, morgunverður, kvöldverður og hádegisverður á sunnudegi.  Hægt er að skrá þátttöku  og panta gistingu á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 867 2900.

Heimsókn að Bessastöðum

20110216Eyrarrósin 2011, viðurkenning fyrir afburða menningarverkefni á landsbyggðinni, kom í hlut Sumartónleika í Skálholtskirkju og veittu aðstandendur þeirra viðurkenningunni móttöku sunnudaginn 13. febrúar klukkan 14, við athöfn á Bessastöðum. Þórbergssetur var einnig tilnefnt til verðlaunanna svo og Hreindýraland á Egilsstöðum. Athöfnin á Bessastöðum var látlaus og skemmtileg. Dorrit Moussaieff forsetafrú, verndari Eyrarrósarinnar afhenti verðlaunin.  Fjölmennt var við athöfnina en auk afhendingar viðurkenningarinnar flutti dúettinn Hundur í óskilum nokkur lög við góðar undirtektir gesta. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Hrefna Haraldsdóttir stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík fluttu ávörp. Þórbergssetur hlaut í verðlaun krónur 250.000 og 5 flugferðir með Flugfélagi Íslands innanlands.

Þórbergssetur tilnefnt til Eyrarrósarinnar árið 2011

Þórbergssetur er eitt af þremur menningarverkefnum á landsbyggðinni sem er tilnefnt til Eyrarrósarinnar fyrir árið 2011
Eyrarrósin er veitt árlega fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni og verður afhent í sjöunda sinn á Bessastöðum 13. febrúar næstkomandi. Eyrarrósin felur í sér fjárstyrk að upphæð kr. 1.5 milljón og verðlaunagrip eftir Steinunni Þórarinsdóttur til eignar. Markmið með Eyrarrósinni er að stuðla að fagmennsku og færni við skipulagningu menningarlífs og listviðburða á landsbyggðinni, auka kynningarmöguleika einstakra sveitarfélaga og landshluta og skapa sóknarfæri á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu. Dorrit Moussaieff forsetafrú er verndari Eyrarrósarinnar og var viðurkenningin afhent í fyrsta sinn í ársbyrjun 2005 á Bessastöðum. Auk Þórbergsseturs eru tilnefnd úr hópi umsækjenda  Sumartónleikar í Skálholti og Hreindýraland á Egilsstöðum.

Dagskrá Söguráðstefnu í Þórbergssetri

Þórbergssetur og Háskólasetrið á Hornafirði standa fyrir málþingi helgina 2.-3. október sem ber yfirskriftina: LANDNÁM NORRÆNNA OG KELTNESKRA MANNA Á ÍSLANDI. Málþingið hefst á laugardagsmorgun 2. október og lýkur síðdegis á sunnudeginum. Gestir munu fá  úrdrætti úr erindum fyrirlesara á íslensku og einnig verður reynt að túlka umræður á íslensku yfir til ráðstefnugesta. Sjá dagskrá

DAGSKRÁ
Laugardagur 2. október
10:00 Setning: Dr. Þorvarður Árnason forstöðumaður Háskólaseturs Hornafjarðar

10:10 Dr. John Sheehan : Dicuil, the Navigatio and the Faroes: an archaeological perspective.

11:00 Kaffihlé
11:10 Dr. Kristján Ahronson, Pap-names, papar and the archaeology of early medieval monasticism: Implications and questions for early Iceland and its north Atlantic context
12:00 Matarhlé

13:00 Marteinn Sigurðsson, The Meaning of Papýli: Some Problems and Possibilities

14:00 Heimsókn í Papbýli
17:00 Kaffi
17:30 Sögusýning í Þórbergssetri, Þorbjörg Arnórsdóttir, Fjölnir Torfason
          Umræður
19:30 Hátíðarkvöldverður
 
Sunnudagur 3. október
10:00 Dr. Gísli Sigurðsson: The Gaelic influence in Iceland and how we interpret it.
11:00 Kaffihlé
11:10 Dr. Andrew Jennings: 'Echoes of Dalriata in Iceland'
12:10 Hádegisverður
13:10 Samstarf, samantekt : Þorvarður Árnason og Soffía Auður Birgisdóttir fjalla um hugmyndir að áframhaldandi samstarfi
14:30 Ráðstefnuslit

 

Málþingið er hugsað sem upphaf á rannsóknarsamvinnu íslenskra og erlendra fræðimanna sem mun standa fyrir nokkrum
málþingum og ráðstefnum; meðal annars er áætlað að halda stóra alþjóðlega ráðstefnu á Suðausturlandi árið 2013 eða 2014

Vinnuheiti rannsóknarinnar er VIKINGS AND CELTS IN SOUTH-EAST ICELAND: SAGAS, SOURCES AND SOCIETIES og
markmiðið er að kanna möguleg tengsl Suðausturlands við nágrannalöndin - Færeyjar, Orkneyjar, Írland, Skotland og Noreg
á þeim tíma sem Ísland var numið. Nálgunin verður þverfagleg og leitað verður eftir samvinnu forleifafræðinga,
sagnfræðinga, bókmenntafræðinga, málvísindamanna, mannfræðinga og þjóðfræðinga.

 

Um fyrirlesara:

John Sheehan er fornleifafræðingur við Háskólann í Cork á Írlandi og hefur rannsakað minjar um papa og frumkristni í
Færeyjum. Kristján Ahronson er Vesturíslendingur og fornleifafræðingur við háskólann í Bangor í Wales. 
Marteinn Sigurðsson er norrænufræðingur við Kaupmannahafnarháskóla. Gísli Sigurðsson er rannsóknarprófessor við
Árnastofnun, Háskóla Íslands.  Andrew Jennings er rannsóknar-prófessor við Center for Nordic Studies á Orkneyjum.

Alþjóðleg söguráðstefna í Þórbergssetri

Þórbergssetur og Háskólasetrið á Höfn standa fyrir málþingi helgina 2.-3. október sem ber yfirskriftina: „Landnám norrænna og keltneskra þjóða á Suðausturlandi". Málþingið er styrkt af Menningarráði Austurlands og atvinnu- og rannsóknarsjóði Hornafjarðar og hefst á laugardagsmorgun 2. október og lýkur síðdegis á sunnudeginum.
Bæði erlendir og íslenskir fræðimenn munu halda fyrirlestra á ráðstefnunni og má þar til að mynda nefna John Sheehan, fornleifafræðing frá Cork á Írlandi, Kristján Ahronson, fornleifafræðing við háskólann í Bangor í Wales, Gísla Sigurðsson, rannsóknarprófessor á Árnastofnun við Háskóla Íslands og Martein H Sigurðsson, norrænufræðing við Kaupmannahafnarháskóla. Þá mun Bjarni Einarsson, fornleifafræðingur, vera með leiðsögn inn á Steinadal þar sem skoðaðar verða fornar mannvistarminjar.
Málþingið er hugsað sem upphaf á rannsóknarsamvinnu íslenskra og erlendra fræðimanna sem mun standa fyrir nokkrum málþingum og ráðstefnum; meðal annars er áætlað að halda stóra alþjóðlega ráðstefnu á Suðausturlandi árið 2013 eða 2014. Vinnuheiti rannsóknarinnar er VIKINGS AND CELTS IN SOUTH-EAST ICELAND: SAGAS, SOURCES AND SOCIETIES og markmiðið er að kanna möguleg tengsl Suðausturlands við nágrannalöndin - Færeyjar, Orkneyjar, Írland, Skotland og Noreg - á þeim tíma sem Ísland var numið. Nálgunin verður þverfagleg og leitað verður eftir samvinnu forleifafræðinga, sagnfræðinga, bókmenntafræðinga, málvísindamanna, mannfræðinga og þjóðfræðinga. Allir eru velkomnir á málþingið og gistimöguleikar eru víða nálægt Þórbergssetri, svo sem á Hala, Gerði og Smyrlabjörgum. Dagskrá verður kynnt síðar. Nánari upplýsingar má fá hjá Þorbjörgu Arnórsdóttur, forstöðumanni Þórbergsseturs, í síma 4781073 og Soffíu Auði Birgisdóttur, sérfræðingi á Háskólasetrinu á Höfn, í síma 4708042.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 240
Gestir þennan mánuð: ... 6447
Gestir á þessu ári: ... 50914